Ég get nú ekki séð að það sé einhvað annað betra í boði. Á frekar að kjósa flokka sem vilja jafna auð landsmanna og þá skiptir engu hvort tilteknir einstaklingar unnu fyrir þeim auðæfum eða ekki. Taka frá einum til að gefa öðrum í nafni réttlætis. Ég veit bara ekki til þess að það sé til meiri hræsni og lágkúra en það (þó svo að hún sé án efa til). Ég er ekki að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé mikið betri en aðrir flokkar, en að mörgu illu er þetta skársti kosturinn í stöðunni. Það er bara í hinum vestræna heimi sem fólk á rétt á peningum og eignum annara samkvæmt lögum. Og ef þú gefur ekki peningana þína eða þau verðmæti sem þú vannst þér inn fyrir án þess að kvarta þá ertu vondur, kærleikslaus maður. Þvílíkt bull.
Það getur vel verið að þér finnist þetta hulin ráðgáta, kannski ertu ekki að fylgjast með og reyna að skilja, of fastur í eigin vandamálum og botnar ekki í því að annað fólk hefur ekki sömu áhyggjur og þú. Þú vilt réttlæti og sanngirni án þess að vinna fyrir því. Afhverju ætti fólk að gefa sína peninga og sína vinnu, sérstaklega þegar það er sjálft að drukkna í sínum eigin vandamálum (en það kemur málinu kannski ekki við, allavega fæ ég ekki þau skilaboð frá þér).
Það að kenna einhverjum flokk um það hversu léleg “réttindi” fólk hefur er það lélegasta sem ég veit um og sýnir bara ábyrgðarleysi þitt. Hvar fékk fólk þá hugmynd að ef einhverju gengur vel þá eigi hann að borga undir hina sem ekki ganga eins vel? Og ekki nóg með að þetta sé hugmynd í dag, heldur eru þetta lög.
Þú vilt kannski setja í lög að allir fái ókeypis menntun, ókeypis heilbrigðisþjónustu, réttinn til þess að fá mat ef þú getur ekki unnið fyrir honum, réttinn til þess að fá peninga ef þér gengur illa að fá vinnu, réttinn til hluta sem þú hefur því miður engan rétt á að fá án þess að vinna fyrir því. Og hver á svo að borga fyrir öll þessi “sjálfsögðu” réttindi? Er það ekki fólk sem er að vinna fyrir sjálfu sér? Annað fólk á ekki að þurfa að halda þér á lífi. Þú ert einstaklingur sem átt að geta unnið fyrir þér sjálfur, staðið á eigin fótum. Ef þú lendir í vandræðum átt þú líka að geta beðið um hjálp, en fólkið sem þú biður um hjálp á líka þann rétt að segja nei. Það er kannski ekki þæginleg staðreynd, en því miður er lífið ekki þæginlegt og ekkert við því að gera.
Þú talar um flokk mammons, flokk sem stendur fyrir misskiptingu lífsgæða og segir að það sé sjálfstæðisflokkurinn. Er ekki í lagi með hausinn í þér? Þú getur engum kennt um nema sjálfum þér hvernig komið er fyrir þér. Fólk sem þarf að benda á einhvern annan til að útskýra sína eigin ógæfu þarf að hugsa sinn gang aðeins.
Ísland er ein af ríkustu þjóðum heims. Afhverju ert þú ekki að berjast fyrir því að skattar verði hækkaðir upp í 99% svo að við getum hjálpað þriðja heims ríkjum að koma undir sig fótunum? Svo að hungrað fólk um allan heim fái húsaskjól og menntun, mat og meðul. Eða eru þau “mannréttindi” bara fyrir okkur sem hér búa og í hinum vestræna heimi þar sem lífsgæðin eru að ganga af okkur dauðum. Er annað fólk ekki nógu merkilegt til að það eigi þessi “réttindi” skilið?
Afhverju berstu ekki fyrir þessu fólki? Þekkiru það einhvað minna en hungrað, veikt fólk hér á landi? Eða er það fólk bara meira áberandi og því mikilvægara?
Maður heyrir í fréttum að það sé búið að stuðla að miklu “jafnrétti” og bla bla bla. Þetta er ekkert jafnrétti sem er í gangi núna, þetta er blekking. Eini rétturinn sem einstaklingar hafa er rétturinn til að velja, og rétturinn til að láta ekki velja fyrir sig nema með leyfi. Mér þykir það sorglegt þegar einhverjar nefndir og flokkar ætla að koma á “jafnrétti” og hafa það í sinni stefnuskrá. Ríkið gefur okkur ekki jafnrétti. Við eigum ekki að þakka ríkinu fyrir öll þessi svokölluðu réttindi sem við höfum, Fyrst kom einstaklingurinn, svo ríkið, ekki öfugt. Ríkið á að verja sameiginlegan rétt einstaklinga. Á meðan einstaklingar hafa ekki rétt á því að taka eignir annara og gefa öðrum þá má ríkið ekki og getur ekki haft þann rétt að gera það. Ríkið á ekki að vera kærleiksríkt, heldur á það að vera blint. Ríkið á eingöngu að setja lög sem hindrar óréttlæti, og þá á ég við að einstaklingar megi ekki brjóta rétt annara einstaklinga. Ríkið má ekki nota aðferðir sem einstaklingar mega ekki nota sjálfir. Á meðan ríkið hefur það forræðisvald sem það hefur erum við ekki frjáls, heldur þrælar með réttindi, það er ekki flóknara en það.
friður
potent
1: “Þú vilt kannski setja í lög að allir fái ókeypis menntun, ókeypis heilbrigðisþjónustu, réttinn til þess að fá mat ef þú getur ekki unnið fyrir honum, réttinn til þess að fá peninga ef þér gengur illa að fá vinnu, réttinn til hluta sem þú hefur því miður engan rétt á að fá án þess að vinna fyrir því”.
2: Og hver á svo að borga fyrir öll þessi “sjálfsögðu” réttindi? Er það ekki fólk sem er að vinna fyrir sjálfu sér? Annað fólk á ekki að þurfa að halda þér á lífi. Þú ert einstaklingur sem átt að geta unnið fyrir þér sjálfur, staðið á eigin fótum. Ef þú lendir í vandræðum átt þú líka að geta beðið um hjálp, en fólkið sem þú biður um hjálp á líka þann rétt að segja nei. Það er kannski ekki þæginleg staðreynd, en því miður er lífið ekki þæginlegt og ekkert við því að gera.
svar: Já, ég held að það væri snilld að allir fengju ókeypis menntun. Sennilega arðvænasta leið þjóðarinnar til að eignast einhverntíma einhverja peninga. Já, mér finnst að heilbrigðisþjónustan ætti að vera frí. Dæmi 1; maður lendir í bílslysi og fær upp frá því 60.000 kall á mán. til framfærslu. Kannski í hjólastól og tekur einhver lyf til að halda líkamanum gangandi. Kannski það væri snilld að rukka hann um slatta í hvert sinn sem hann færi i skoðun og slatta fyrir lyfin og slatta í hjólastólaleigu.
Dæmi 2. þú veikist af geðsjúkdómi eða hjartveiki eða bráðri sykursýki. Mátt ekki vinna og færð þinn 60.000 kall og þarft að borga fyrir (sama og áður, mínus hjólastóll).
“réttinn til að fá mat ef þú getur ekki unnið fyrir honum, réttinn til að fá peninga,..án þess að vinna fyrir því”.
Potent: það geta ekki allir unnið. Það er andsk.. ekki hægt að lifa á 60.000 kalli á mánuði (nema á hótel mamma með fæði). Ef þú horfir aðeins lengra en nef þitt nær, þá kannski, hugsanlega og vonandi, sérðu að margir hafa það helv.. skítt.
Vonandi þó ekki þú.
0