“Þak á vinnuviku er eitt það heimskulegasta sem ég hef nokkurn tíman heyrt, með fullri virðingu. Það kemur hvorki mér né þér eða nokkrum öðrum við hvað fólk kýs að vinna mikið. Ungur einstaklingur sem er að koma undir sig fótunum á að geta unnið eins mikið og lengi og hann vill sem og aðrir einstaklingar.”
Það var engin að tala um þak á vinnuvikunni sjálfri, heldur að ýta ekki undir vinnu með því að hafa þessi skattleysis mörk ótakmörkuð.
Semsagt setja þak á þessi skattleysis mörk en ekki vinnuvikuna sjálfa.
Held það kæmi líka í veg fyrir vissa misnotkun, t.d. að fólk fái frí í vinnu, lærra kaup en skrifaðir eru óraunverulegir tímar.
“Hækka skatta og hækka persónuafslátinn myndi vega upp á móti hvort öðru, ekki nema persónuafsláturinn hækki þeim mun meira. Slíkt setur bara meiri álögur á hærra launað fólk og það er ekkert sangjarnt við það. Vinstrimenn gleyma alltaf að spyrja sig hvers vegna einn maður hefur hærri laun en annar.”
Útskýrði þetta fullkomlega.
Persónuafsláttur gefur ríkinu stjórnun á að fólk lifi við mannsæmandi kaup, þ.e.a.s stjórnun á því að fólk lifi við grundvallar mannréttindi.
Þér finnst hugsanlega að mannréttindi hér ættu að vera nóg í matin og tjalda út í vegarkanti.
Að það sé þá hægt að kenna fólki sjálfu um að það hafi ekki menntað sig eða sé takmarkað hvað varðar gáfur, eða jafnvel að það sé verið að halda þeim undir grunn kjörum og það hafi ekki vit á því að slíkt sé í gangi (hvað varðar launahækkanir eða önnur tengd kjör).
Persónuafsláttur er stjórnun á lágmarkskjörum í landinu og ég tel mig hafa þann rétt að kalla það mannréttindi, hvort sem þú þá reynir að kasta af þér yfir það eður ei.
“Slíkt setur bara meiri álögur á hærra launað fólk og það er ekkert sangjarnt við það.”
Finnst mér einfaldlega rangt hjá þér.
Persónuafsláttur er sami peningur í vasan hjá öllum.
Þér finnst það ósanngjarnt vegna þess að hann er lærri hlutföll af heildar launum ?
Á þá ekki lærra launaðri manneskju að finnast ósanngjarnt að borga sama gjald og sú hærri launaða þegar hún fer til læknis ?
Í guðana bænum, mér finnst þetta votta um annað hvort heimsku eða virkilega eigingirni.
% Talan hefur sömu áhrif á þín laun og láglauna fólks ef ekki er meðtalinn persónuafslátturinn.
Mér finnst nú málið komið út í bull ef þú vilt fara að afnema eða lækka hann.
“Þér finnst sjálfsagt mál að standa við bakið á fólki sem er ekki jafn vel statt og þú, en hver á að gera það?
Fullyrðingar að hægrimenn séu eigingjarnir er í besta falli barnaleg. Þú verður að rökstyðja mál þitt betur en þetta. Þú verður að átta þig á þvi´hvað skattur er, hvað ríkið er og hvað það er sem fær hjól efnahagslífsins til að snúa.”
Verð ég að átta mig á því ?
Hvaða fullyrðingar frá þér hafa bent til þess að þú hafir sjálfur einhvern skilning á því og hvað þá betri en minn ?
Slepptu hrokanum félagi.
Hver á að standa við bakið á þeim ?
Við öll, ég er tilbúin að lækka í launum til að aðrir sem eru á botninum standi nú aðeins betur.
Enda leggjum við pening til þess úr fyrirtækinu (þ.e.a.s í safnanir af ýmsu tagi).
Þú vilt hafa þetta frjálst val býst ég við ?
Ef það er málið þá ertu búin að setja ábyrgðina á einstaklingin en ekki ríkið að fólk búi við mannsæmandi kjör.
Þú vilt þá geta keypt þér aðeins flottari benz á meðan aðrir sem standa við bakið á landanum geta það ekki vegna þess að frelsið er svo glæsilegt concept ?
Þetta finnst mér votta um eigingirni.
Ég hef einni persónulegar sögur af samræðum við hægrimenn og þá sérstaklega sjálfstæðismenn og reynslu af þeim sem mér finnst votta um mikla eigingirni.
Ætla mér að nefna tvö dæmi og láta það nægja.
Talaði við góðan vin minn þegar við vorum á menntaskóla aldri sem ætlaði sér að kjósa sjálfstæðisflokkinn útaf hann stefndi á hátt launaða vinnu.
Sagði sjálfur einfaldlega ætla að kjósa hann því það kæmi honum vel. (persónulega hvað varðar kaup)
Mágur minn vill einfaldlega ekkert vera að borga undir rassgatið á fólki í hjólastól eða annað slíkt, hans peningar.
Mér finnst þessi hugsunarferill ekki ganga upp, þér finnst hann kannski í lagi.
““Ef lækkaðir eru skattar þá lækkar allt annað í gæðum “
Þessi fullyrðing er órökstudd hjá þér, því er mjög erfitt að svara henni. Ég ætla samt að gera mitt besta.
Skattalækkanir á Íslandi og öðrum löndum hafa skapað kvatingu hjá fólki til að skapa meiri gæði sem hefur leitt til aukinna innkomu í ríkissjóð og meiri gæða hjá þóðinni allri.”
Þetta er mjög einfald mál.
X mikill peningur kemur inn til ríkisins.
X = Hve mikið ríkið getur staðið í, framkvæmdu rekstri viðhaldi og svo framvegis.
Ef þú ætlar að lækka innkomuna þá minnkaru getu ríkisins til að standa í slíkum hlutum.
Að vilja skólana, vegavinnu, spítala, lögreglu og annað slíkt í einkarekstur mundi aldrei ganga upp og mundi kalla yfir sig en meiri stéttar skiptingu.
Sérstaklega þar sem landið er lítið og auðvelt er að málið endi í einhverskonar einkavæðingu eða spillingu. (t.d. bara olíumálið)
Ég er ekki kommúnisti en það eru takmörk.
Ef þú ætlar ekki að hafa persónuafslátt, þú ætlar að setja spítala í einkarekstur og svo verður krakki alvarlega veikur sem á láglauna foreldra.
Hvað skeður í slíku tilviki ?
Þetta er nógu erfitt fyrir fólk nú þegar.
Hvað ef vegagerðin fer úr ríkishöndum ?
Fólk út á landi hefur engan kost á öðru en að flytja í bæinn og þú getur þá einfaldlega lagt niður landsbyggðina.
Þetta er í lagi líka vegna þess að landsbyggðin stendur ekki nógu vel undir sér ?
Nokkra milljarða króna göng vegna þæginda finnst mér ofaukið og hrein og bein vitleysa.
Það er samt spurning um að finna milliveg sem vit er í.
“Einstaklingurinn ber einn ábyrgð á afleiðingum ákvarðanna sinna. Hluti af heild eða ekki þá gildir þessi regla alltaf.”
Ég verð nú bara að viðurkenna að ég næ engan vegin samhenginu á þessari línu við neitt annað.
Ég skal viðurkenna það að ríkisreknir hlutir standa aldrei jafn vel og einkareknir hlutir að því leiti að fólk er ekki að keppast eftir hagnaði.
Ríkisrekstur á vegum stendur sig ekki jafn vel og einkarekinn vegna þess að ef einstaklingar eða hópur af þeim (bæjarfélag jafnvel) ætlar sér að borga vegagerð þá mundi sá hópur fylgjast betur með að slíkt væri gert vel.
Ég er ekki að segja að það sé ekkert vit í þessu, en sumir hlutir þurfa að falla undir ríkið sérstaklega á jafn litlu uniti og Ísland er.
Ef þú ert að tala um þak á einhver skattleysismörk eftir x unna tíma, þá er mér nokkuð sama um þá enda er ég alfarið á móti slíkum aðferðum þ.e. að rugla í skattkerfinu sem gerir það flóknara.
Ég held að þú sért ekki að átta þig á því hvað grunndvallarréttindi eru. Þú hefur til að mynda rétt til lífs en ekki rétt til að vera haldið á lífi. Persónuafsláttur er bara frádráttaraðferð frá skatti og kemur mannréttidnum ekkert við. Það eru heldur ekki mannréttidndi að einstaklingur hafi mansæmandi laun, mat eða húsaskjól yfir höfuð sér, slík réttindi flokkast undir félagslegréttindi og koma mannréttidnum ekkert við.
Setningin sem þú vitnar í úr fyrra svari mínu þ.e. sú sem fjallar um hærri álögur á hærra launað fólk, er tekin úr samhengi hjá þér.
Það sem ég er að tala um er að ef þú hækkar prósentuna og persónuafsláttinn þá hækkaru hlutfallið töluvert umfram hjá þeim sem eru hærra launaðir en þeirra sem eru lægra launaðir slíkt er hvorki sanngjarnt né hagkvæmt.
Ég vil afnema persónuafslátt og taka upp flatan skatt.
“Á þá ekki lærra launaðri manneskju að finnast ósanngjarnt að borga sama gjald og sú hærri launaða þegar hún fer til læknis ? “
Hvað er ósanngjarnt við það að tveir einstaklingar greiði sama verði fyrir sömu þjónustu?
Hvað er sanngjarnt við það að ein einstaklingur borgi fyrir þjónustu sem annar nýtir sér?
“Þú verður að átta þig á þvi´hvað skattur er, hvað ríkið er og hvað það er sem fær hjól efnahagslífsins til að snúa “
svar: “Verð ég að átta mig á því ? “ JÁ
“Hvaða fullyrðingar frá þér hafa bent til þess að þú hafir sjálfur einhvern skilning á því og hvað þá betri en minn ? “
Ýmsar en hvort sem ég hef gefið það í skyn eða ekki þá er ég með MS gráðu í þjóðhagfræði og þú færð ekki slíka gráðu án þess að hafa nokkurn skilning á þessu málefni.
Þú ert tilbúinn að lækka þín laun allt í lagi gott hjá þér, ég er ekki tilbúinn að lækka mín laun ég var alls 19 ár í skóla til að fá þá gráðu sem ég hef, sem gerir mér kleift að vinna þá vinnu sem ég er í og borgar mér ágætlega. Ég átti ekki bót fyrir rassinn þegar ég var í námi og þurfti að spara og lifa ódýrt, borga skólagjöld og aðra reikninga. Hvað ert þú að skipta þér af því í hvað mín laun fara? Kemur þér það eitthvað við? NEI.
Þetta er ekkert spurning um eigingirni né sanngirni heldur ráðstöfunarrétt einstaklinga á eignum sínum. Hvar var fólkið sem fór beint á vinnumarkað þegar ég ákvað að vera lengur í námi? Studdi það mig á mínum námsárum?NEI. En nú á ég að styðja það, er það sanngjarnt?
Lækkun skatta jafngildir ekki lækkun á innkomu í ríkissjóð. Ég veit það er erfitt fyrir suma að skilja þetta en í raun er þetta sáraeinfalt. Svarið er: Hagkerfið er ekki fasti.
Ég ætla ekki að útskýra þetta nánar núna heldur leyfa þér að átta þig á þessu sjálfur.
“Hvað skeður í slíku tilviki ?
Þetta er nógu erfitt fyrir fólk nú þegar “
Það gerist ekkert verra en í dag. Þú ert að gera ráðfyrir að ríkið sé eini aðilinn sem getur séð um ákveðna hluti s.s. Spítala, það er ekki rétt. Ég skal vera sammála þér með almenna löggæslu en fyrir utan hana og dómskerfið er fátt sem ríkið þarf að vera að sýslast í.
Ég skil vel að þú áttar þig ekki á samhenginu í síðustu tilvitnuninni ef þú skilur ekki eðli ríkisvaldsins né áttar þig á því hvað skattur er eða mannréttindi.
0
Jæja kallinn.
Ég gefst upp.
Þetta er ósköp einfalt, það hjálpaði þér enginn, hversvegna ættir þú að hjálpa öðrum.
Þú vilt meira frelsi um hvað þú getur gert við þína peninga vegna þess að þú átt meira af þeim en aðrir og tekur það ekki til mála að þú borgir undir rassgatið á blindum eða fátækum sem höfðu ekki sama kost og þú á námi, eða völdu sér að gera það ekki.
Þér finnst ekki að það eigi að vera nein takmörkun á hve lág laun fólk getur haft fyrir sína vinnu rétt eins og þú vilt ekki hafa neina takmörkun á hve há laun þeir sem eru í betri aðstöðu geta haft.
“Lækkun skatta jafngildir ekki lækkun á innkomu í ríkissjóð. Ég veit það er erfitt fyrir suma að skilja þetta en í raun er þetta sáraeinfalt. Svarið er: Hagkerfið er ekki fasti.
Ég ætla ekki að útskýra þetta nánar núna heldur leyfa þér að átta þig á þessu sjálfur.”
Það eina gagnlega sem hefði getað komið út úr þessu hjá þér hefði verið að útskýra þetta þar sem þú telur þig hafa námið bakvið það að taka slíkt að þér.
Ef ég hef grundvallar misskilning á þessu endilega útskýrðu.
0
Vandinn við málflutning þinn er sá að þú ruglar í sífellu saman pólitískum gildum þínum sem ég vona að þú byggir á siðferðislegum sjónarmiðum og annars vegar skoðunum á vísindalegum aðferðum s.s. Hagfræði.
Það er nú samt nokkuð auðlesið af svörum þínum að þú vilt hafa jafnara samfélag. Það sem erfiðara er að skilja er í hvaða átt viltu jafna? Það er nánast bara hægt að jafna niður á við enda mjög sjaldgæft að jöfnunin verði upp á við. En jöfnður niður á við er slæmur fyrir alla.
Mitt markmið er að fólk hafi það betar í dag en það hafði í gær og að það hafi það betar á morgun en það hefur í dag. Slíkt gerist ekki nema með aukinni framleiðslu. Hámarkslaun draga úr framleiðni, sama gera lágmerkslaun. Minni framleiðni minni gæði þar af leiðndi er minna til skiptanna.
Þegar ég segi að hagkerfið sé ekki fasti ætti það auðvitað að skýra sig sjálft en allt í lagi ég skal útskýra þetta fyrir þér. Hagkerfið getur stækkað og minnkað það er ekki alltaf jafn stórt. Þegar ríkið tekur til sín 50% af hagkerfi sem er 100kr þá fær það 50 kr en ef það tekur 10% af hagkefi sem er 1000 kr fær það 100kr sem er tvöfalt meira en það fékk áður, þess vegna skiptir máli að leita leiða við að stækka hagkerfið. Spurningin er því hvaða leiðir eru bestar til þess. Skattalækanir hafa sýnt mikilvægi sitt við stækkun hagkerfa á meðan skattahækkanir draga úr hagkerfum. Ég ætla ekki að fara út í nánari útskýringar á því hvers vegan svo er en ég mæli með að þú kaupir þér eða fáir lánaða bókina “Economics in one lesson” eftir Henry Hazlitt. Þar er útskýrt á mjög einfaldan hátt og með einföldum og góðum dæmum hvernig margir grunndvallaþættir hagfræðinar vikra. Nú eru auðvitað ekki neinir útreikningar sýndir í þessari bók og er hún því kjörin fyrir fólk sem ekki hefur þekkingu á faginu.
Ég vona að þú kynnir þér þessa bók því hún myndi hjálpa þér að skilja á milli pólitískara hugmyndafræði og vísinda.
0
Mikið til í því að hagkerfið geti stækkað og minnkað víst að “fasti” var allt sem það táknaði.
En að halda að 5-10% skattur sé gott og blessað og bæti hag allra er fávísi að mínu mati.
“Ég átti ekki bót fyrir rassinn þegar ég var í námi og þurfti að spara og lifa ódýrt, borga skólagjöld og aðra reikninga. Hvað ert þú að skipta þér af því í hvað mín laun fara? Kemur þér það eitthvað við? NEI.”
Hvernig dettur þér í hug að þú hafir verið að borga það sem nálgast full gjöld.
Hvernig dettur þér í hug að þú hefðir getað staðið í þessu ef allar þær breytingar sem þú vilt fá í gegn yrðu að veruleika ?
Afhverju í fjáranum viltu ekki auðvelda greindum manneskjum sem vilja koma sér í nám, eins og þú gerðir og áttir í basli við.
Teluru að þú hefðir getað gert þetta ef þú hefðir átt krakka, konu í lág launuðu starfi eða skóla einnig, foreldra sem studdu ekkert við bakið á þér (ef slík var raunin) og svo framvegis.
Það sem ég einfaldlega sé er maður með góð laun að hugsa um rassgatið á sjálfum sér og mér finnst það skammarlegt.
Þú getur ekkert þrætt fyrir að þú mundir græða mikið á þessu núna og þeir sem minna eiga mundu fara illa út úr því.
Þú harkaðir þetta af þér, restin eru greinilega bara aumingjar að hafa ekki gert það sama og þú átt allt gott skilið.
0
“Hvernig dettur þér í hug að þú hafir verið að borga það sem nálgast full gjöld.”
Ég var í námi úti og þurfti að borga nokkrar miljónir fyrir mitt nám svo ekki segja mér að ég viti ekki hvað það er að hafa fyrir hlutunum. Ég borgaði fyrir mitt nám með vinnu og lánum.
Þú hefur rangt fyrir þér með skattinn og ég vitna bara í allar hagfræðibækur sem hafa verið skirfaðar um skatttekjur.
Þú skilur ekki hvað skattur er né virðiru ávkörðunarrétt einstaklinga og það bara eitthvað sem þú verður að eiga við þig.
Þú vilt beit fólk ofbeldi og þvingunum og þá gerir þú það bara en ég er ekki þeirri deild.
0
0
Aldrei vantar upp á rökin hjá þé
0
Kallinn minn, þú hefur ekki komið með nein rök fyrir neinu sjálfur.
“Ég vitna í allar bækur, þessar bækur og hinar bækur” þegar í raun allt sem þú segir er “ég hef lært þetta og það sem ég segi er rétt”.
Þetta flokkast ekki undir rök.
Sýndu mér tölur ef þú ert svona svakalega viss um að þetta bæti hlutina.
5-10% Flatur skattur hjá ríki sem tókst að láta það virka, kjör þeirra fátækustu ásamt þeirra ríku hafi batnað til muna.
Ójöfnuður eykst ef þú lækkar skatta og minnkar umsvif ríkisins, þú neitar að borga undir rassgatið á þeim sem minna eiga eins og þú orðaðir það (held ég, nenni ekki skrolli).
Það er þvingun og ofbeldi að neyða þig til að láta part af þínum launum fari til blindra sjúkra eða fátækra.
Þitt er valið.
Ef þetta skiptir þig þetta miklu máli, þá greinilega hefuru engan áhuga á að borga undir rassgatið á þeim sem minna eiga.
Ef þú nýtir þér ekki þetta frelsi til að hjálpa þeim sem minna eiga geturu þá treyst á að aðrir geri slíkt ?
Þú segir að ég styðji ofbeldi og þvinganir, ég segi hér með að þú styðjir mannvonsku og eigingirni.
Læt þetta nægja, þetta er komið út í bull.
Vonandi tekst þér að hækka launin þín félagi það virðist skipta þig miklu.
Ég vona bara að það gerist með öðrum leiðum en pólitískum.
(Afsakið stafsvillur eða annað slíkt, er veikur og varla með meðvitund)
0
Þú ert að rugla saman aðferðum og skoðunum á sama hátt og þú ruglar saman vísindum og pólitík því í raun er misskilningurinnn byggður á sömu hlutum.
Ég er ekkert á móti því að hjálpa fólki og ég er meira að segja þeirra skoðunar að það sé mjög mikilvægt að hjálpa fólki sérstaklega til að hjálpa sér sjálft.
Ef þér finnst skorta á rök hjá mér þá lítið við því að gera enda rökstyð ég mitt mál yfirleitt vel. Þú þarft ekki annað en að opna kennslubók í hagfræði og þá sérðu að þær eru byggðar á fjölda rannsókna og skýrslum um hagkerfi og hagþróun og í raunn allt sem faginu viðkemur og þær segja allar sama hlutinn um skattalækkanir. Ég benti þér á mjög vandaða bók sem þú ættir að kynna þér en þú hefur augljóslega ekki gert.
Þú bendir ekki á neitt máli þínu til stuðnings, þú byggir málflutning þinn á heift gegn fólki sem á peninga og þú vilt þvinganir gegn því. Skattur er ekkert annað en ofbeldi og þvingun, hvað annað helduru að skattur sé? Hefuru prófað að neita að greiða sakttinn þinn? Hvað helduru að gersist ef þú gerir það?
Ójöfnuðu eykst ef við lækkum skatta segiru. Það er rétt hann mun gera það en það skiptir bara engu máli. Það er alveg vitað að það eru til menn og konur sem munu skara fram úr í lífinu það eru engir tveir einstaklingar jafnir. Á kúbu er jöfnuður mikill, í sovétríkunum var jöfnuður mjög mikill en hafði fólk þar það gott? NEI. Jöfnuður skiptir engu máli ef fólk hefur það gott. Fátækt er nánast enginn á Íslandi, atvinnuleysi ekki til staðar og kaupmáttur hefur aukist gífurlega. Fólk er fljótt að vinna sig milli “stétta” bæði upp og niður skalann og vinnumarkaðurinn er sveiganlegur.
Samt er ójöfnuður meiri hér en á Kúbu, viltu virkilega skipta á okkar samfélagi við þeirra?
“Þú segir að ég styðji ofbeldi og þvinganir, ég segi hér með að þú styðjir mannvonsku og eigingirni. “
Ég er ekki eigingjarn maður né styð mannvonsku enda geri ég margt til að hjálpa fólki og mínar pólitísku skoðanir hafa hjálpað fólki miklu meira en þínar.
En ég hef heldur aldrei stutt þvinganir og ofbeldi gagnvart fólki ólíkt þér. Það er það sem skilur okkur að.
0