Vil ég hér með láta fólkið í landinu vita af því að það er
að myndast nýr stjórnmálaflokkur í landinu.Og ætla ég að láta ykkur vita af okkar helsta máli.

Okkar aðalbaráttumál verður að lækka skatt á láglaunafólki all verulega með því að verðlauna það eftir mikla vinnu,því það vita flestir að það er láglaunafólkið sem vinnur mestu yfirvinnuna í landinu t.d í gegn um þjónustu, fiskvinnslu ,umönnum ofl.
Munum við því með berjast fyrir því að folk greiði skatt fyrir fyrstu 40.tímana í vinnuvikunni,eftir þá tíma færð þú kjósandi góður rest í þinn vasa.

Núverandi ríkisstjórn vill alls ekki að láglaunafólk hafi einhvern pening á milli handana,Það er eins og hún viti ekki hvernig það er að vinna mikið og lifa við stöðugar áhyggjur(fjárhagsáhyggjur).

Á norðurlöndumum er venjuleg vinnuvika um 37,5 vinnustundir,en hér á okkar ágætu eyju er hún að nálgast 50 tíma og finnst okkur tími til að hrista nokkuð vel upp í okkar skattkerfi með hagsmuni þeirra sem mest þurfa á að halda
Okkur finnst ekki eðlileg þróun að það séu um 270.faldur munur á hæstu og lægstu launum í landinu en því miður er það staðreynd.

Þetta mál verður til allra hagsmuna,Og til að útskýra það í stuttu máli þá mun folk í landinu borga sína skatta með ánægju frekar enn að svíkjast undan.Ríkið og sveitarfélög munu ekki þurfa að standa af eins miklum kostaði við félagsþjónustu td.

Munum við mjög fljótlega upplýsa ykkur gott folk svo um önnur baráttumál okkar.

Vonum við að fólkið í landinu muni taka okkur vel,fyrir undirskriftum svo við getum farið að berjast fyrir ykkur gott folk.

Með kveðju
Nýji flokkurinn.