Prófkjör Sjálfstæðismanna Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík voru haldin um helgina og úrslitin voru þessi:


1. Geir H. Haarde: 9.126 atkvæði - 1. sæti

2. Guðlaugur Þór Þórðarson: 5.071 atkvæði - 1.-2. sæti

3. Björn Bjarnason: 4.506 atkvæði - 1.-3. sæti

4. Guðfinna S. Bjarnadóttir: 4.256 atkvæði - 1.-4. sæti

5. Illugi Gunnarsson: 4.526 atkvæði - 1.-5. sæti

6. Pétur Blöndal: 5.175 atkvæði - 1.-6. sæti

7. Ásta Möller: 6.057 atkvæði - 1.-7. sæti

8. Sigurður Kári Kristjánsson: 6.735 atkvæði - 1.-8. sæti

9. Birgir Ármannsson: 7.106 atkvæði - 1.-9. sæti

10. Sigríður Á. Andersen: 6.328 atkvæði - 1.-10. sæti

11. Dögg Pálsdóttir: 5.991 atkvæði - 1.-11. sæti

12. Grazyna M. Okuniewska: 3.514 atkvæði - 1.-12. sæti



Mest hefur verið talað um Guðfinna S. Bjarnadóttur og Illugi Gunnarsson en þau hafa ekki boðið sig fram áður. Sjálfur var ég sjálfboðaliði Guðfinnu og vann megnið af föstudeginu síðasta í að hringja í fólk. Þótt hún hefur ekki verið á þingi áður er hún mjög hæfur einstaklingur og bind ég miklar vonir um glæstann og góðann stjórnmálaferil.


Pétur gamli Blöndal náði ekki sínu markmiði um 2-3 sætið. Sjálfur setti ég hann í það þriðja og hefði vilja sjá hann ofar. Annars kemur mér á óvart að Grazyna M. Okuniewska náði eins langt og hún gerði, en 12. sætið verður að teljast gott, miða við bakgrunn hennar. – Hvernig fannst annars fólki um listann og úrslit hans??
The Anonymous Donor