Það vakti athygli mína að þegar Seðlabankinn átti að svara gagnrýni Margeirs Péturssonar á vaxtastefnu bankans, þá varð Már Guðmundsson, hagfræðingur bankans fyrir svörum. Mann grunar að það sé vegna þess að það sé hann sem er hugsuðurinn á bak við stefnu bankans og því sá sem er best fallinn til þess að svara fyrir hana. Hans svör eru alla vega mun trúverðugri, en þegar einhver hinna pólitiskt ráðnu bankastjóra reynir að svara. Þeirra svör eru eins og Már noti búktal og þeir hreyfi bara munninn.

Í ljósi þessa vaknar sú spurning, hvers vegna erum við með þrjá Seðlabankastjóra (á meðan að “smáþjóðir” eins og USA eru bara með einn Greenspan) og enginn þeirra er til þess fallin að svara grundvallarspurningum um stefnu bankans. Það er ljóst að stefnan er mótuð af hagfræðingi bankans og því hlýtur maður að spyrja hvert er hlutverk bankastjóranna.

Kveðja

Jubii