Markaðurinn er eina stoðkerfið sem við þurfum á að halda (fyrir utan okkar eiginn haus). Við eigum að heita skynsamar verur, en því miður erum við einnig gráðugar og frekar. Við ætlum að neyða alla í að vera með, hvort sem þeir vilja það, geta það eða hafa áhuga á því.
Það er ekkert réttlætanlegt við það að taka eignir annara sér eða öðrum til notkunar. Hinsvegar geta komið upp aðstæður þar sem þessi regla er brotin til þess að bjarga mannslífum. En þegar undantekningin er orðin að reglu, eins og í okkar samfélagi, þá er einhvað að. Fólk á ekki rétt á því að taka eignir annara, þvert á það sem margir halda.
Markaðurinn á að geta séð okkur fyrir öllu því sem við þurfum á að halda og miklu ódýrar í þokkabót.
Berum saman tölvu- og heilbrigðisgeirann í Bandaríkjunum. Bandaríkja stjórn ákvað það einhvað um 1960 að heilbrigðiskerfið væri of mikilvægt til að “leyfa” markaðnum að stjórna því. Fram að þessum tímapunkti höfðu verið mjög hraðar framfarir (og eru reyndar enn). Hinsvegar þurftu þessi fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum að sjá fyrir sér sjálf og því þurftu þau að vinna eftir ákveðnum reglum svo að þau færu ekki á hausinn. Þau þurftu að vera traust og hafa virðingu viðskiptavina sinna svo þeir héldu áfram að velja þá frekar enn keppinautin. Þetta ýtti líka undir framfarir í læknavísindum (ásamt stríðum).
Það þekkja allir tölvugeirann í dag. Það getur hver sem er keypt tölvu í dag. Tölvur verða einfaldari og einfaldari, ódýrari og ódýrari og hraðari og hraðari. Þetta er útaf því að ríkið var EKKI að skipta sér af þessu. Þeir sem eru í tölvumarkaðnum gera allt fyrir peninga og þetta er niðurstaðan: ódýrari, hraðari og einfaldari tölvur.
Væru allir sáttir við það að hafa RíkisOS 2000 á vélunum sínum? Það yrði uppfært á 4 ára fresti, rétt fyrir kosningar, 40% af bandvíddinni fengi ríkið til afnota til að skanna tölvuna þína í bak og fyrir, og setur svo skatt á mp3 lögin þín til að greiða fyrir sveltandi, framtíðar tónlistarfólk. Svo notar ríkið líka 40% af Örranum til að reikna út hversu mikið það myndi auka afköstin ef það myndi hækka eða minnka skatta á einstaklinga og fyrirtæki.
Hvernig væri heilbrigðiskerfið ef þeir sem gerðu allt fyrir peninga stjórnuðu því? Kannski hjartaaðgerðir á tilboðum út júni? Ókeypis læknisskoðun fyrir alla fjölskylduna ef þú ferð til tannlæknis? Við erum að sjálfsögðu að tala um líf fólks hér, en í fullri alvöru þá treysti ég frekar manni sem gerir allt fyrir peninga en ríki sem treystir mér ekki fyrir því að taka mínar eigin ákvarðanir, lýgur og stelur af mér, og segir mér að það sé mér fyrir bestu. Mitt traust er hjá markaðnum og fólki sem vinnur sér fyrir sínum eignum, ekki hjá ríkinu sem er í vinnu við að taka eignir annara og gefa öðrum í nafni réttlætis.
friður
potent
Vissulega er besta aðferðin við að reka heilbrigðiskerfið að reka það eftir markaðsforsendum. Sömuleiðis menntakerfið sem mér finnst persónulega að eingöngu eigi að reka þannig.
En heilbrigðiskerfið hefur samt einn vanda, og það er fólkið sem getur sér enga björg veitt. Fólk sem á við þannig veikindi að stríða að það hefur engar tekjur af vinnu og verður að lifa af einhverju öðru en vinnulaunum. Þetta fólk er yfirleitt í þeirri stöðu að veikindin hafa komið upp áður en vinnualdri er náð, og því sjá lífeyrissjóðirnir ekki um þau, þar sem að þau hafa aldrei greitt í slíka sjóði. Einnig er það oft svo að þetta fólk á engan að sem getur séð um þessi mál fyrir þau.
Það er mjög auðfelt fyrir fólk eins og okkur Potent, sem hefur sæmilegar tekjur, rétt til þess að hafa í okkur og á, að gagnrýna kerfið eins og það er. Ég segi fyrir mig, að ég sjálfur kaupi sjálfur allar þær tryggingar sem ég get, til þess að ég þurfi aldrei að lenda í vandræðum, hvað sem kemur upp hjá mér.
Ég persónulega vill sjá það að markaðslögmálin ráði í flestum tilfellum. T.d. er alveg forkastanlegt að ríkið skuli greiða fyrir vegagerð. Hún á algjörlega að vera greidd með vegtollum. Þá fáum við líka vegi þar sem við þörfnumst þeirra, en ekki þar sem þingmenn vilja fá þá. Við sjáum þetta virka hvað best í Hvalfjarðargöngunum.
Ef við tökum stoðkerfin, þá á þetta að vera svona.
Heilbrigðiskerfi: Markaðslögmál, nema þegar kemur að þeim einstaklingum sem geta sér enga björg veitt.
Menntakerfi: Markaðslögmál. Fyrir þá sem ekki hafa efni á því að fara í skóla, setja skólarnir sjálfir upp annars vegar styrktarkerfi og hins vegar lánskerfi rekið af skólunum.
Vegakerfi: Algjörlega markaðsdrifið.
Löggæsla: Greitt af sveitarfélögum. Hlutleysissjónarmið gera það að verkum að þetta þarf að greiða í gegnum skatta.
Svo nokkur dæmi séu nefnd…..
Friðarkveðja
Jazzhop
0
Af hverju ferðu bara hálfa leið og sættir þú þig við að vera fangi með réttindi, í stað þess að vera frjáls persóna? Í dag erum við fangar, hver veit hvað gerist á morgun?
Það eina sem við vitum er að það hefur alltaf verið til fátækt fólk og allt sem hefur verið reynt í gegnum árin til að útrýma þessu vandamáli hefur ekki tekist. Hversu lengi ætlar fólk að líta undan og horfa í hina áttina? Af hverju ekki að þora að fara alla leið og gefa frelsinu tækifæri í nokkrar kyndlóðir.
Hlutleysissjónarmiðið í sambandi við löggæslu fellur um sjálft sig í frjálsu samfélagi. Þar setja þeir reglunar sem eiga eigninar. Og þeir sem eiga eigninar eru sjálfir ábyrgir fyrir því að hafa gæslu á svæðinu. Einnig er um vegi er að ræða, þar sem fólk getur ekki að eign annara yfir á aðra, þá geta verið sameignar félög á milli eignaraðila til að tryggja að fólk brjóti ekki þær reglur sem settar eru ef eigendum. Þeir sem brjóta þær reglur borga fyrir það allt ef sekir eru fundnir, en skaðanbætur ef saklausir af þeim sökum sem þeir voru bornir, og þá borgar sækjandinn.
Ríkið á, og getur ekki verið meira en sameinginlegur réttur allra einstaklinga í samfélaginu. Það af leiðandi má ríkið ekki gera neitt við einstaklinga, það sem einstaklingar geta ekki gert sín á milli, eins og taka eignir þeirra án leyfis eða samþykkis, í hvaða yfirskyni sem er.
friður
potent
0
Potent, ég sé að þú hefur verið að lesa Lögin eftir Bastiat :)
0
Já það er rétt, ég las þetta bók….. að vísu ekki alveg spjaldana á milli.
Málið er að ég las þessa bók og hún veitti mér þau rök sem uppá vantaði. Hinsvegar snýst þessi “barátta” ekki einungis um rök, heldur líka tilfinningar.
friður
potent
0