“Hmm, það sem mér finnst helst að VG eða hvernig þeir eru öfganáttúrusinnar, því álver og virkjanir eru oft af hinu góða, og svo hvernig að þegar illa gnegur láta þeir heyra í sér hvað sjálfstæðismenn séu miklir hálfvitar og viti ekkert, en ef vel gengur annað hvort þegja þeir eða koma með umræður um eitthvað sem lætur stjórnina líta illa út. Svona dáldið beiskir yfir að vera ekki við stjórvölinn svo þeir gera ekkert annað en tuða.”
Það hryggir mig að sjá hina almennu smásál tjá sig stundum.
Trúir þú því, mín kæra Laufa, að þú vitir eitthvað um það sem fer fram á Alþingi? Ímyndaðu þér það, að ef VG væri alltaf tuðandi yfir öllu sem færi fram af hálfu stjórnarinnar, myndu þeir ekki gera neitt annað allan daginn. Og ég meina allan daginn. Á meðan Þing setur er farið yfir ógrynni af umræðuefnum, en tilfellið er auðvitað það, að þú færð ekki að heyra það þegar liðið er sammála, enda engan veginn fréttnæmt efni. Það er engin ástæða til þess að henda í almenning umræðuefni sem allir virðast alveg sammála um.
VG eru bitrir eins og margir aðrir (meðal annars ég), yfir því hvernig þessu landi er almennt háttað, og hvernig hlutirnir ganga í gegn um hitt og þetta án þess að hafa verið grandskoðaðir nógu vel. Ágreiningur vinstri og hægri manna er ekki um hvernig þjóðfélaginu sé best háttað per se, ólíkt því sem hægrimenn vilja yfirleitt meina, heldur er munurinn helst verðmætamatið.
Sumir vilja náttúruna óspillta frekar en einhvern smá aukinn hagvöxt. Vinstri virðast stundum gleyma því að peninga skipta máli, og hægrimenn virðast stundum gleyma því að þeir eru ekki það eina sem skiptir máli. En svona *virðist* það líka vera. Upp til hópa hafa allir myndað sér skynsamlega skoðun á efninu, út frá þeirra eigin forsendum, en þeirra eigin forsendur afmarkast við hvað þeir vilja sjálfir.
Ég sjálfur vil frekar fara út í sveit og anda að mér fersku lofti, heldur en að eiga milljón krónur. Og ég er ekkert að ýkja hérna, ég nýt þess meira að anda að mér fersku lofti úti í rokrassgati, heldur en að vera handhafi milljón króna. Svona er verðmætamat mitt.
Þetta snýst ekki um skynsemi eins og hægrimenn vilja ítrekað meina… vegna þess að þeir virðast vera talsverðu líklegri til að telja sig til skynsamari dýra vegna þess að þeir hafa meiri tilhneygingu til að halda kjafti. ;) Þögn er ekki þroski. Ekki í stjórnmálum, a.m.k.
Þetta snýst um verðmætamat, og athgaðu, ekki verðmætamat flokkanna, Steingreims J. Sigfússonar, Davíðs Oddssonar eða þeirra… þetta snýst um verðmætamat *þjóðarinnar*.
Óháð því hvað stendur svart á hvítu á einhverjum plöggum, *verður* verðmætamat þjóðarinnar sjálfrar að ráða. Það er undirstaða lýðræðis.
Ég sé því ekki hvernig menn græða á því að vera að styðja sína flokka bara vegna þess að þeir eru sammála… það á að neyða þetta lið til að andskotast, til að halda fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur hvað varðar svona mál.
Það þýðir ekkert að bara telja sér trú um ákveðið sjónarmið, og kæra sig svo kollóttan um hvað almenningi finnst um málið. Það er ekkert óþroskaðara, heimskulegra eða óskynsamlegra að vilja náttúru umfram ákveðinn hagvöxt. Hagkerfið okkar er ekki á leiðinni Í SÚGINN þó að vissulega sé niðursveifla í gangi, og jafnvel þó svo væri, myndi álver ekkert leysa einhver vandamál varanlega. Ennþá kæmi til ágreinings um hvernig ætti síðan að nota peningana.
Ég segi það fyrir mig hvað varðar flokkana… sem mér finnst leiðinlegt. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera eini flokkurinn sem virkilega kann að afla peninga… en jafnframt eini flokkurinn sem hendir þeim í jafn innilega mikla vitleysu, svosem óþarfa skattalækkanir, *helst þá einmitt* hjá fólki sem hefur ekkert við skattalækkanir að gera, á meðan þeir kæra sig kollótta um að aðstoða litla manninn… eftir allt vill enginn halda með litla manninum, vegna þess að Íslendingar eru erfðafræðilega ekki þannig gerðir að þeir viðurkenni nokkurn tíma að vera ekki sjálfir cream of the crop. ;)