Ég er ekki að tala um að þú þurfir að halda neinum á lífi, ég er að segja að þú megir ekki hindra frelsi annarra til að halda sjálfum sér á lífi. Það gerirðu með því að hindra frelsi annarra til að ná í þá hluti sem þeir þurfa til að lifa. Til að virða frelsi þeirra til þess þarftu ekki að gera nokkurn skapaðan hlut, þú þarft bara að sitja á rassinum og gera það sem þú vilt. Það er ekki fyrr en þú vilt hindra fólk í því að ná í hlutina sem þú þarft að gera eitthvað.
Og af hverju er það? Jú, því eignarrétturinn er einmitt það sem þú kallar “jákvæð réttindi”. Hann er ekki neitt “á milli neikvæðra réttinda og jákvæðra réttinda”, þú segir það bara af því þú vilt kalla þessi “neikvæðu réttindi” grunnréttindi og hin gerfiréttindi. Það hentar því ekki þínum málstað þannig að þú finnur upp eitthvað millistig.
Dæmi: Þú segist eiga lóð og ég vill labba á henni. Til að banna mér að labba á henni þá þarftu að beita mig ofbeldi og skerða frelsi mitt. En til að virða frelsi mitt til að labba á lóðinni þinni þá þarftu ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Ég labba þá bara á lóðinni þinni. Ekki er ég að hindra frelsi þitt á neinn hátt, ekki nema kannski frelsi þitt til að skerða mitt frelsi.
Auk þess er hægt að nota eignarréttinn til að kúga aðra. Þess vegna tók ég þetta dæmi þar sem ég lokaði þig inni og svelti þig, því að jafnvel þú getur ekki neitað því að þarna skerði eignarréttur minn frelsi þitt. Þetta þarf ekkert að vera svona öfgakennt í raunveruleikanum.
“Nei nú ertu að setja mér orð í munn, ég hef aldrei haldi því fram að ég vilji búa í sklíku samfélgi. Ég fylgi íslenskum lögum upp eins og unt er líkt og flesir landsmenn gera.”
Gott, því mér fannst dálítið eins og þú værir að réttlæta skattsvik með því að skatturinn væri svo ósanngjarn. En var þá sem betur fer bara rugl í mér.
“Skattar eru ofbeldi gegn einstaklingum og ef þeir eru það ekki afhverju þarf þá að taka þá með valdi?”
Eignarréttur er ofbeldi gegn einstaklingnum. Ef ekki, af hverju þarf þá að tryggja hann með valdi? Svaraðu því.
“Dæmið um fangana er heimskulegt dæmi enda eru forsendur þess búnar til og eiga sér ekki stoð í raunveruleikan. Það má snúa dæminu við og segja ef annar eða báðir kjafta fá þeir bara ½ ár.”
Guð minn góður, á maður að svara þessu? Þetta er bara dæmi um aðstæður þar sem hagsmunir einstaklinga og heildarinnar fara ekki saman. Ætlarðu virkilega að halda því fram að það geti ekki gerst í raunveruleikanum?
Gott dæmi um þetta er einfaldlega samfélag þar sem ekki ríkir stjórnleysi. Ef það væri stjórnleysi þá gæti einn aðili bara farið og drepið hina aðilana og hirt landsvæðið sem þeir búa á og orðið ríkari fyrir vikið. Einstaklingarnir átta sig á að þetta er ekki svo sniðugt samfélag því þótt einn aðili geti hagnast mikið þá er þetta klárlega ekki gott fyrir heildina. Þeir taka sig því saman og koma á einhverjum lögum og yfirvaldi til að tryggja að þetta geti síður gerst. Þar með hafa þeir takmarkað möguleika sína til að verða ríkari á kostnað hinna en sem heild eru þeir klárlega betur settir. Ef þú skoðar þettar vandlega er þetta algjörlega sambærilegt við fangadæmið. Þar getur annar grætt á kostnað hins en ef báðir taka tillit til heildarinnar þá fá þeir betri niðurstöðu sem heild.
Og ég er ekki að segja að hagsmunir einstaklinga og heildarinnar geti ekki farið saman. Þannig að þetta er alveg rétt hjá þér þeir gætu alveg eins hafa fengið hálft ár hvor hvort sem þeir kjafta eða kjafta ekki. Er virkilega svona erfitt að skilja það að ef ég segi að eitthvað sé mögulegt þá er ég ekki að segja að hið andstæða geti ekki verið mögulegt líka? Ef þú færð jólapakka og ég segi að það gæti mögulega verið bók í honum er ég þá að segja að það geti ekki verið borðspil i honum?
Eignaréttur telst ekki til jákvæðra réttinda vegna þess að slík réttindi eru bundin því að aðrir framfylgi þeim fyrir okkur og gjarnan með því að þvinga aðar. Neikvæð réttindi eru byggð á því að hafa frelsi frá einhverju ekki frelsi til að fá eitthvað eins og jákvæðuréttindin. Hvar setur þú eignarréttinn inn í þetta??? Klárlega er eignarrétturinn ekki bundinn því að aðrir útvegi þér hann því þú getur varið hann sjálfur. Hann er ekki frelsi frá einhverju svo sem ofbeldi og þvingunum líkt og neikvæð mannréttdini svo hvar er hann? Eignaréttur hefur í vestrænum samfélögum gjarnan verið skilgreindur með grunndvallarréttinum, hugsanlega vegna hefðar sem skapast hefur um hann en einnig vegna þess að hann á ekki heima með félagslegumréttindum. Það sem ég gerði og margir fræðimenn hafa gert er að setja hann sér og skilgreina hann út frá vinnu. Nú ætla ég ekki að skirfa allt upp aftur sem ég hef skirfað um hann og vitna því bara í eldri svör mín enda hefur hvergi hrakið skilgreiningu mína á eignaréttindum.
Ég vitna svo í fyrri skrif mín: Rétturinn til lífs er neikvæður að því leiti að ég hef rétt á því að lifa en ekki að vera haldið á lífi. Þetta ætti að svar öllum vangaveltum þínum um landkaup, beitingu eignarréttar og öllum þínum kjána spurningum um þjófnað. Ef það gerir það ekki er vandamálið hjá þér.
“Eignarréttur er ofbeldi gegn einstaklingnum. Ef ekki, af hverju þarf þá að tryggja hann með valdi? Svaraðu því. “
Er frelsi ofbeldi gegn einstaklingum? Þú þarft að tryggja það oft með valdi. Ef þú virðir ekki frelsi mitt þarf ég ekki að virða frelsi þitt það sama á við um eignaréttinn.
Enn um fangadæmið þitt það er svo út í hött og reyna að halda því fram að þarna sé eitthvað gott dæmi um hagsmuni heildarinnar vs. hagsmuni einstaklinga er kjánalegt. Dæmið er sett upp í þeim tilgangi að sýna fram á að þeir hagnist báðir á því að þegja. Hvað kemur það samfélaginu við? ekkert.
Nú kemur með annað dæmi sem er jafnvel verra en fyrra dæmið þitt um samfélag þar sem enginn lög eru og enginn virðir rétt annara.
Það er manninum eðlislægt að finna auðveldustu leiðina til að bæta hag sinn. Afhverju stela menn? Við þessu eru eflaust mörg svör en í megindráttum gera menn það vegna þess að það er auðveldara en að skapa verðmætin sjálfur. Lestu fyrir svör mín en ég fór sæmilega í þetta í þeim.
Hingað til hefur einungis haldið því fram að eignaréttur sé ofbeldi rökin hjá þér eru lítil sem engin. Enn hefuru ekki komið fram með neina framsetta skilgreininug á eignarétti. Eina sem þetta samtal snýst um er að þú spyrð spurninga og ég svara þér, þú snýrð útúr og ég svara þér aftur og aftur og aftur. Persónulega nenni ég ekki að svara sömu spurningunni þinni aftur og aftur. Ef þú getur ekki komið almennilega skilgreiningu á eignrétti, lögum, samfélagi eða hverju sem þú ert að væla um, hef ég lítinn áhuga á að halda þessu samtali áfram. Ég hef margt betra við minn tíma að gera.
0
“Ég hef margt betra við minn tíma að gera.”
Já, ég líka. Þú mátt alveg eiga þig og þína frjálshyggju fyrir mér.
0