Kæri china.
Þegar grannt er að gáð er öfga kapítalismi sá er finna hefur mátt í markaðshyggjuaðferðafræði núverandi ríkisstjórnar, að hluta til, kominn yfir í mörk kommúnisma eins og hann birtist í aðferðum ráðstjórnarríkjanna forðum, s.s. verksmiðjubúskapur til lands og sjávar, hluti þegnanna leiguliðar háðir eigendum verksmiðjanna í landbúnaði og sjávarútvegi.
Allir vita að sú aðferðafræði kommúnismans hrundi, og auðvitað mun hinu sama gegna þótt undir formerkjum kapítalisma sé.
Ég er ekki flokksmaður Steingríms J Sigfússonar, hins vegar má hann eiga það að hann er vel máli farinn maður, og á einkar gott með að tjá sig á skiljanlegu máli, án þess að festast þvælu um aukaatriði, Össur aftur á móti fylgir nokkuð vindinum sem blæs.
Kóngar og greifar í íslensku markaðsumhverfi, sem eru til sífelldra rannsókna hjá Samkeppnisstofnun, eru tilkomnir fyrir tilstuðlan núverandi stjórnarflokka Framsóknar og Íhalds, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.
Jón og Gunna verkamenn með samtals 200 þúsund í mánaðarlaun greiða tekjuskatt 40 þúsund, til þess að halda uppi rannsóknum á meintri misnotkun aðstöðu markaðslega, hjá samkeppnisfyrirtækjum, en Jón og Gunna eru bæði í láglaunastörfum hjá hinu opinbera, þar sem ekki hægt að svíkja undan skatti.
Þau þurfa að greiða helming launa sinna í leiguhúsnæðið, og þá er lítið eftir til þess að greiða 24,5 prósent virðisaukaskattinn af matvælum og nauðsynjavöru.
Þau fá ekki félagslegt leiguhúsnæði vegna hárra tekna, og húsaleigubæturnar ná ekki að dekka lögbundinn iðgjöld af bifreið heimilisins árlega og þjónustu við hana með 24,5 prósent virðisukaskatti hvar sem er.
Bankarnir stórgræða á vandræðum Jóns og Gunnu því árleg lántaka til framfærslu veldur síauknum vaxtakostnaði af lánum og yfirdráttarheimildum.
Borgar það sig fyrir þau að vera í vinnu fyrir hið opinbera ? Geta þau sölsað um og hafið störf t.d í sjávarútvegi eða landbúnaði ?
Nei það er nýliðun af dagskrá vegna tilkomu kónga og greifa,þ.e. eigenda verksmiðjanna.
Þær skattalækkanir sem hér eru nú boðaðar, koma því ekki við hjá Jóni og Gunnu, heldur munu afskrifa óhjákvæmilegan taprekstur all margra starfandi fyrirtækja, án viðkomu í vasa almennings, tapreksturs sem tilkominn er m.a. vegna hins sífellda “ góðæristals ” ríkjandi stjórnvalda í blindri sýn á markaðslögmálin í 250 þúsund manna samfélagi okkar.