Það er allsendis ekki sama með hvaða hætti við nýtum gæði til lands og sjávar.
Aukin vitneskja á alheimsvísu undanfarna áratugi, þess efnis, að til þess að fæða mannkynið, þurfum við ekki aðeins að umgangast vistkerfi jarðar, með varúð, við nýtingu, heldur einnig að sjá til þess að aðferðir okkar við t.d. matvælaframleiðslu miði að því að viðhalda vistkerfinu, með hóflegri umgengni.
Hvað þýðir hófleg umgengni?
Hófleg umgengni þýðir t.d það í landbúnaði að nýta áburð sem er hluti af lífkeðjunni, án aukaefna tilbúins áburðar, og nota meira landrými, sem aftur þýðir nýtingu ræktaðs lands, sem og skiptingu starfa þar sem markmiðið er að færri smærri einingar stuðli að dreifingu starfa, í atvinnugreinni, er aftur þýðir að hver þegn geti haft lifibrauð að störfum sínum og framleiðslu við landbúnað.
Hollusta afurða sem framleidd eru án þess að einhvers konar hröðun í framleiðsluferli
( lífkeðjunni ) eigi sér stað er ótvíræð, og skilar okkur færri heilbrigðisvandamálum í framtíðinni.
Sem dæmi var fyrir einu eða tveimur árum sagt frá því í RUV að fjórða hver kú á Íslandi dræpist úr júgurbólgu. Hvers vegna skyldi það vera ?
Svar mitt er það að notkun tilbúins áburðar ( til fæðu fyrir kúna) sem og sýklalyfja til skiptis, til þess að kreista sem mesta mjólk út úr kúnni varð henni ofviða.
Fyrir tæpum þremur áratugum, er gegnið var á fjöru við miðja suðurströnd Íslands, var þar að finna þara og skeljar. Það er löngu liðin tíð, því sú botnveiðarfæranotkun sem enn er við lýði í fiskiskipaflota landsmanna, og hefur verið liðin allan þennan tíma, nær upp í landsteina þýðir það að botninn þar er búið að rústa.
Sandstrendur Suðurlands eru sem eyðimörkin í Sahara. Enn þann dag í dag er ekki að finna nokkra einustu stefnumörkun í sjávarútvegi, hvað varðar það atriði að fækka togveiðiskipum með botnveiðarfæri, og auka hlut vistvænni aðferða s.s. línuveiða, þótt aðrar þjóðir heims t.d.
Kanadamenn þekki afar vel afleiðingar þess að fiskistofnar hafa hrunið vegna fyrirhyggjuleysis við skipan mála.
Hrávinnsla afurða þ.e frystur fiskur til útflutnings án frekari fullvinnslu, með þeim mikla tilkostnaði sem stórútgerðir þurfa að greiða til dæmis í formi olíunotkunar, sem og fækkun starfa í landi, ( þar sem t.d. mættti þó að lágmarki salta fiskinn ) þýðir litla sem enga hagkvæmni í raun. Þrátt fyrir allt tal um verndun fiskistofna þá hafa þeir farið minnkandi ár frá ári, sökum aðferðafræðinnar við veiðarnar.
Það er því að mínu áliti og margra annara ekki hægt að tala um sjálfbæra þróun íslensku atvinnuveganna eins og skipan mála er nú, þar sem vitundarleysi er ríkjandi, og umhverfismálastefna miðast við það að geta flokkað ruslið sem við flytjum inn með auknum viðskiptahalla, meðan arðsemi atvinnuveganna stendur í stað til handa þjóðarbúinu.
Þótt við höfum hreint loft og tært vatn enn sem komið er leyfist okkur ekki að nýta gæði til lands og sjávar, eins og ræningjar, til nota fyrir aðeins þessa einu kynslóð, til kaupa á drasli til þess að flokka í sundur, meðan t.d. hluti, þegna okkar á vart í sig og á og hluti mannkyns hefur ekki efni á lyfjum við hálsbólgu.
kveðja.
gmaria.