Hefurðu heyrt um John D. Rockefeller? Ef ekki, þá skaltu lesa þér aðeins til um hann. Við erum að tala um gaurinn sem stofnaði seðlabanka bandaríkjanna. Við erum að tala um manninn sem stofnaði Standard Oil (í dag Exon) og þrátt fyrir viðskiptabann Bandaríkjamanna við nasista í seinni heimsstyrjöld, þá var hann maðurinn sem seldi þeim olíu.
Við erum að tala um manninn sem að smalaði öllum stóru bönkunum inná sömu fjölskylduna….
Farðu endilega á
http://www.vald.org/falid_vald/ og lestu þér til um þetta, þá muntu sjá að kosningar í USA eru fátt annað en fyrirsláttur
Hér er smá tilvitnun
“Vöxtur Standard Oil var ótrúlegur. Árið 1883 voru starfsmenn þess 100.000 og árið 1911 var það orðið svo stórt, að hæstiréttur Bandaríkjanna neyddi Rockefeller til að brjóta það niður í sex smærri fyrirtæki.”
og áfram
"
Carroll Quigley [Viðbót 2004]
Prófessor Carroll Quigley var höfundur margra kennslubóka og virtur lærimeistari við Georgetown háskólann. Að eigin sögn var honum leyft að lesa skjöl leynifélaganna (Round Table og útibúa þess víða um heim) um tveggja ára skeið og hann var ákaflega sáttur við markmið þeirra. Prófessorinn sá hins vegar enga ástæðu til að halda þessum upplýsingum leyndum og gaf út 1300 blaðsíðna bók um sögu og áhrif leynifélaganna. Upphaflegi útgefandi bókarinnar var fljótur að innkalla öll eintök og eyðilagði blýplöturnar, en sem betur fer var það of seint og aðrir gengu í skarðið og endurútgáfa sá dagsins ljós. Baktjaldamenn reyndu að klóra í bakkann og sögðu einhverja vonda menn hafa blekkt prófessorinn. En mikil undur gerðust 1992 er Bill Clinton hélt mikilvægustu ræðu sína fram að þeim tíma þegar hann tók við útnefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs. Í þessari tímamótaræðu þakkaði Clinton aðeins tveim mönnum fyrir að móta stjórnmálaáhuga sinn og pólitískan þroska: John F. Kennedy … og prófessor Carroll Quigley!!"
Clinton er nefnilega eini forsetinn síðan 1800og eitthvað sem ekki var í leynifélögum John D Rockefellers og félaga.