Brot úr viðtali við Auðunn Konráðsson annan september 2001.


Hvaða kosti telurðu að hið Færeyska kerfi hafi umfram það Íslenska?

Það sem ég tel mesta kostinn er að það er ekki verið að henda fiski í sjóinn, það finnst mér stærsti kosturinn við fiskidagakerfið.
Bátarnir sem eru í fiskidagakerfinu kasta ekki því að þeir mega landa öllum fisknum , fá verð fyrir allan fiskinn og það er enginn ástæða til að henda fisk í sjóinn sem þú færð kanski 10-15 danskar krónur fyrir.

Eruð þið algjörlega lausir við brottkast?

Já hjá þeim parti sem er í fiskidagakerfinu.

Hvað með Íslenska kerfið telurðu að það hafi einhverja kosti yfir það Færeyska?

Ég get ekki sagt það alveg , maður er svolítið hræddur við svona kerfi ef þú ferð að horfa á hvernig þetta hefur gengið allstaðar í heiminum ég veit ekki hvort að nokkur maður getur bent mér á stað í heiminum þar sem svona kvótakerfi hefur gengið þetta kvótakerfi er voða gott á pappírnum en þegar þú ferð ferð að nota svona kerfi þá bara gengur það ekki. Það sem að fiskifræðingaring segja er að þú getir geymt fiskinn þú veiðir bara minni í ár og þá verður meiri fiskur næsta ár, en það virðist ekki vera hægt , hafið er ekki sundlaug sem þú getur geymt fiskinn í og tekið hann úr á morgun fiskur er með sporð og getur farið út um allt og það verða alltaf sveiflur í þessu.

En svo er það líka með svona kerfi eins og Íslenska kerfið , ég get nú bara ímyndað mér ef við ættum að nota þetta kerfi í Færeyjum þar sem er svona blandað fiskerí eins og hérna, þú getur ekki farið á svæði hérna og fengið bara þorsk eða bara ýsu og segjum sem svo að þú farir á svæði og fáir helling af ýsu en sért búinn með ýsu kvótan, þá verðurðu bara að henda ýsuni í sjóinn, þetta er líka að það er byrjað á því að hafa bara einn stofn í kvóta en svo er tekið rólega alla stofna inn í kvótan þegar það byrjar að ganga verr og verr með stofnana og í blönduðu fiskerí er það mjög slæmt því að þá þegar þú ert búinn með eina fisktegund í kvóta þá neyðistu til að henda þeim fisk í sjóinn.


Viðtalið í heild sinni er hægt að nálgast á www.stjorn.is