Stofna þyrfti almennilegann miðjuflokk Alltaf hef ég álitið mig sem óflokksbundinn einstakling. Því þegar kosningar bera í garð kíki ég á stefnumál og markmið hvers flokks. Gerði ég það nú í ár og fann í raun enga samhlið með hverjum flokki. Voru þeir allir með sömu/svipuð markmið en valdi þó á endanum Samfylkinguna, vegna þess með mál þeirra um flugvöllinn. Þeir vilja hann í burtu; einhversstaðar í Reykjavík og ef ekki þar, þá í Keflavík.

En nóg um síðustu kosningar, því ástæða þessa pistils var ekki að tala um þau. Vildi ég tala um flokkana sjálfa – Nú í íslenskum stjórnmálum höfum við fimm flokka: Vinstri hreyfingu græns framboðs, Samfylkinguna, Frjálslynduflokkinn, Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.

Í raun finnst mér þessir flokkar allir vera heldur ómerkilegir. Veit ég þó um tvo hugsanlega flokka sem munu vera stofnaðir, en þeir er “Framtíðarlandið” og einhver flokkur sem aðal málefni verða um innflytjendur – Tilvitnun úr Hugmyndir sem breyttu Heiminum: “Þrátt fyrir eyðileggingu fasistastyttnanna í lok seinna stríðs hafa þúsundir samtaka síðan reynt að endurlífga fasismann og oft grundvallað hugmyndafræði sína á innflytjendamálum”.

Sá seinni lítur nú ekki vel út en gaman verður að fylgjast með Framtíðarlandinu (framtidarlandid.is).

Aðeins á aðrar nótur:
Ég er miðjumaður. Til eru tveir íslenskir flokkar sem auglýsa sig sem miðju flokka en það eru Framsókn og Frjálslyndir. Sá fyrri nefndi ber ég mikla andúð fyrir óska þess að honum yrði lagt niður sem fyrst. Sá seinni nefndi hef ég aldrei verið sammála og verð seint ef aldrei það. Stofna þyrfti almennilegann miðjuflokk sem í raun væri hægrisinnaður vinstriflokkur og vinstrisinnaður hægriflokkur. Fólk gæti trúað að það kæmu upp fleiri deilur milli miðumanna en reynist það oft vera minna umdeilur og flest allt gangi snurðulaus.
The Anonymous Donor