Nú er fyrsta hluta útboðsins á Landssímanum lokið. Eins og
við var að búast varð þetta stórkostlegt klúður. Ekki seldist
nema einn fimmti af því sem boðið var, og nægir það ekki
einu sinni til að hægt sé að skrá fyrirtækið á Verðbréfaþing.
Það liggur fyrir að úboðið mistókst. Ástæðurnar eru margar,
en helst hafa menn talað um lélega tímasetningu, hátt verð,
fyrirkomulag á útboði og hinn óþekkta og valdamikla
kjölfestufjárfesti. Þetta eru allt atriði ákveðin af Ríkisstjórn og
Einkavæðingarnefnd.
Samgönguráðherra er ráðherra málaflokksins. Hreinn
Loftsson er formaður Einkavæðingarnefndar. Báðir þessir
herramenn voga sér að koma fram og skamma
Búnaðarbankann fyrir að hafa ekki málað nógu góða
glansmynd af fyrirtækinu. Ég sé ekki fram á að þeir eigi eftir
að segja af sér, eins og gert væri í flestum lýðræðisríkjum.
Hver ber ábyrgðina hér ? Hver ætlar að kjósa Sturlu í næstu
kosningum ? Hve lengi fær Hreinn Loftsson að leika sér með
eignir þjóðarinnar á sama tíma og hann er sjálfur að velta
milljónum fyrir sig og Baug ( sjá
http://www.strik.is/frettir/pressan/efni.ehtm?id=1837&cat=frettir
) ?
Kristbjörn