Nú á að selja Símann einhverjum erlendum kjölfestufjárfesti, gefa honum meirihlutavald og tækifæri á að kaupa það sem seinna verður selt.
Lögð er áhersla á að þetta verði erlendur aðili.
Er þetta ekki frekar slæm hugmynd.

Ég skil það vel að það sé gott fyrir efnahagslífið að fá erlent fjármagn, en það hlýtur að eiga helst við í útflutningsfyrirtækjum.

Hugmyndin með því að fjárfesta peningana sína er að hafa gróða af þeim. Sem sagt að geta fengið meiri pening út en maður lætur inn.

Í þessu tilfelli kemur þessi gróði frá okkur símnotendum (öllum símnotendum þar sem grunnnetið er með í pakkanum).

Er ekki betra að þessi gróði renni í vasa innlends aðila, ríkis eða einkaaðila, þannig að þeir komist aftur í umferð í íslenska efnahagskerfinu?

Þrátt fyrir erfitt og stjábýlt land erum við með einna bestu fjarskiptaþjónustu í Evrópu. Og þrátt fyrir áralanga einokun þá var (og er) verðið með því lægsta í austan Atlandshafs án þess að hagnaður væri lítill.

Vissulega er pláss fyrir hagræðingu og enn lærra verð. En fáum við það eitthvað frekar með því að erlendur fjárfestir hirði gróðann?

Kveðja,
Ingólfur Harri