Sæll aftur félagi,
Bara smá viðbót við fyrra svar mitt:
Enn varðandi óverðskuldaða einunnargjöf þína til mín. Þér er víst greinilega mikið í mun að stimpla mig sem rasista og fordómafullan, þá vætanlega til að reyna að lappa eitthvað upp á þína vígstöðu enda verður að teljast vera um að ræða ákveðið örþrifaráð. Ég hef reyndar þegar sýnt þér og öðrum fram á það að ég er ekki rasisti og það hversu mikilli heimsku það lýsi að detta í huga að væna mig um slíkt. Á þó illa von á að þú viðurkennir það og haldir þess í stað áfram að klóra í bakkann. Verður svo víst að vera. Annars má þess einnig geta þér til fróðleiks að ófáir á undan þér hafa fengið þessa flugu í kollinn en orðið að éta orð sín ofan í sig aftur jafnharðan, og af hverju? Jú, einfaldlega vegna þess að ég er ekki rasisti og að sú tilraun þeirra til að væna mig um slíkt hefur einvörðungu sýnt fram á þeirra eigin fordómafulla innræti. Sama virðist einnig vera að segja um þig, vona þó ekki.
Ég vona einnig að þú sért ekki einn þeirra sem eru svo uppteknir við að benda á flísina í auga náungans að þeir sjá ekki bjálkann í sínu eigin auga. Það er nefnilega oft sagt að þeir sem eru hvað duglegastir við að gagnrýna aðra fyrir fordóma séu hvað fordómafyllstir sjálfir þegar upp er staðið. Ég þekki ýmsa voðalega fordómaleysis-postula sem gera lítið annað en skamma menn fyrir alls kyns fordóma, raunverulega og ímyndaða, og fullyrða á sama tíma að þeir sjálfir séu algerlega lausir við allt slíkt, algerir englar. Þessir menn sjá rasista í hverju horni og túlka ótrúlegustu hluti sem fordóma og rasisma þannig að fólk þorir vart að anda í návist þeirra. Slíka aðila er að finna ótrúlega víða hér á landi og eru þeir m.a. afskaplega duglegir að troða sér í fjölmiðla þar sem þeir kvarta jafnan yfir sívaxandi fordómum á Íslandi og að rasistum, og þeirm sem ali á fordómum, sé hossað á hnjám íslenskra fjölmiðla. Staðryndin er þó öll önnur enda vart fjallað um t.d. innflytjendur á Íslandi nema til að segja hvað þetta sé nú allt yndislegt fólk og hvað það sé nú nauðsynlegt að fá sem allra, allra mest af þessu fólki til landsins sem allra, allra fyrst skítt með allar afleiðingar. Á móti hefur varla verið fjallað um t.d. þá sem vilja halda þessum hlutum innan skynsamlegra marka nema á neikvæðan hátt (Ath. er ekki að tala um svokallað Félag ísl. þjóðernissinna í þessum efnum, býst við að öllum sé ljóst að þeir eru bara nasistar). Öllum hlýtur þó að vera ljóst, a.m.k. innst inni í sumra tilfellum, að of mikill innflutningur útlendinga til landsins á of skömmum tíma getur auðveldlega haft hörmulegar afleiðingar í för með sér, og er í raun bein ávísun á slíkt, enda dæmin ljóslifandi alls staðar í kringum okkur í nágrannalöndum okkar þar sem farið hefur verið allt of hratt í þessa hluti með tilheyrandi ófarnaði. Vítin eru til að varast þau og samkeppni á alþjóðlegum vettvangi í að slá sig til riddara í annarra augum má ekki valda því að heilbrigð skynsemi víki fyrir óforsvaranlegu ábyrgðarleysi.
Rauði þráðurinn í sjónarmiðum þeirra, sem hampa á alla kanta fjölþjóðasamfélagi á Íslandi, virðist síðan alla jafna vera að gera sem allra minnst úr öllu sem íslenskt er, tala um torfkofasamfélag og menningu sem sé engin menning o.s.frv. Prestur nýbúa á Íslandi, sr. Toshiki Toma, sagði svo frá í útvarpsviðtali í Speglinum á Rás 2 fyrr á þessu ári að hann hefði gert úttekt á íslenskri menningu og komist að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki þess virði að standa vörð um hana og að viðleitni íslensku þjóðarinnar til að vernda menningararf sinn væri eingöngu til þess að gera innflytjendum erfitt fyrir að setjast hér að. Hvað eru þetta annað en fordómar að taka menningu heillar þjóðar og afgreiðir hana sem ómerkilega og einskis verða! En nei, þetta eru ekki fordómar að mati þeirra sem hæst láta í þjóðfélaginu um þessi mál og af hverju? Jú vegna þess að sr. Toshiki er einmitt einn þessarra aðila og að auki nýbúi, en eins og allir vita geta aðeins Íslendingar gerst sekir um fordóma á Íslandi. Það sjónarmið er a.m.k. að skilja á orðum forsvarsmanna félagsins Heimsþorps – samtök gegn kynþáttafordómum á Íslandi sem stofnað var í sumar en skv. þeim er tilgangur félagsins að berjast gegn fordómum Íslendinga en vinna að hagsmunum útlendinga. Sem sagt aðeins Íslendingar geta gerst sekir um fordóma, eða hvað? Ef félagið á að standa undir nafni ætti það auðvitað að berjast gegn kynþáttafordómum almennt sama hver fyrir þeim stendur, Íslendinga eða útlendingar eða hverjir aðrir, enda ljóst að allir geta gerst sekir um fordóma, líka þú og ég! Fordómar eru vissulega ömurlegur hlutur sem helst ætti ekki að fyrirfinnast og er ég alveg jafnmikið, ef ekki meira, á móti slíku og þú, þá hvort sem þeir beinast gegn mér, eins og í þessu tilfelli, eða öðrum. En svo er það stóra spurningin, hvað eru fordómar? Það virðast nefnilega vera nokkrar skilgreiningar í gangi varðandi það efni, allt eftir því hver á í hlut…
En jæja, ég læt hér staðar numið um þessi mál í bili enda gæti ég haldið endalaust áfram að ræða þessa hluti :o)
Kveðja,
Hjörtur
(E.s. ekki illa meint :))