Macci aftur til Englands
Þá er komið að því óumflýjanlega, Real Madrid er farið að henda mönnum á sölulista, og manna fyrstur til að vera sparkað er Steve McManaman. Lið eins og Arsenal, Newcastle og Chelsea koma upp eins og skot, en ég tel að það sé borin von að Macci fari nokkuð annað á Englandi en aftur til Liverpool. Maðurinn er alinn upp í borginni og hefur gengið í gegnum allan prósessinn hjá liðinu, hann fór til að byrja með til þess að reyna að sanna sig hjá stóru liðunum, núna er Liverpool að verða aftur eitt af risunum í Evrópu og auðvitað á Steve eftir að vilja vera með í því. 8 milljón punda verðmiði er á drengnum og það á örugglega ekki eftir að hindra Houllier í að kaupa hann aftur í bítlaborgina, maðurinn er hreinlega tilbeðinn af aðdáendum Liverpool. Verst þykir mér að hann getur ekki tekið þátt í Evrópunni með Liverpool, allavegana ekki fyrr en lengra er liðið á keppnina.