Ertu ekki að grínast drengur, trúiru virkilega að framsókn hafi verið að gera góða hluti þegar flokkurinn var með vg og s í R-listanum. Getur nefnt einhver dæmi um það góða sem hann var að gera?
Ég skal nefna nokkur dæmi um það slæma sem hann og samstarfslokkar hans gerðu.
- Hækkuðu útsvar(skatta) um 6% á 12 árum
- lögðu á nýja skaktta, eins og holræsagjald
- Hækkuð alment fasteignagjöld(fyrir utan holræsagjald)
- juku skuldir borgarinnar úr 4 milljörðum í 80 miljarða á 12 árum og nú verður erfitt að lækka útsvarið því skuldastaðan er svo slæm.
- Tókst að gera félagsbústaði borgarinnar næstum gjaldþrota
- Orkuveitan sem átti 20 milljarða í eiginfjár skuldar nú 5 milljarða.
- Strætó var slæmur en hver hefði trúað því að hann gæti orðið verri eins og raunin varð
- Það var ekki byggð ein þjónustuíbúð fyrir aldraða í 12 ár en 12 ár þar á undan þegar Dlistinn var við völd voru byggð 8 þjónustuheimili.
- Gatnakerfið sprengt vegna aðgerðaleysis í umferðamálum en hvað geta menn ekki bara hjólað úr árbænum á veturnar í t.d. háskólan???
- Lóðaskattur lagður á fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð, humm sanngjarnt
- lotterí á lóðum þó nóg land sé til
- mismunun á börnum eftir þvi hvaða skóla það sækir
- komu á stað verðbólguskoti með illa ígrunduðum launahækkunum
Ég get talið upp meira fyrir þig ef þú vilt jafnvel farið út í línu net og allt sukkið sem fór fram þar en skattgreiðendur í Reykjavík þurftu bara að reiða fram 9 milljarða í það verkefni.
Hvað hefur framsókn gert í ríkisstjórn með D-mönnum?
- Lækkað tekjuskatt um 10% á einstaklinga
- Afnumið hátekjuskatt, eignaskatt og lækkað verulega erfðaskatt
- lækkað fjármagnstekjuskatt úr 50% í 10%
- lækkað skatt á fyrirtæki úr 55% í 18%
- selt ríkisfyrirtæki sem þjóðin var að borga með á hverju ári í gegnum skatta eins og bankana en í dag borga þeir milljarða í skatta og skapa gífurlega mörg störf.
- Fært gífulega marga vöruflokka úr 25,4% vsk í 14,5%
- Borgað niður skuldir ríkissjóðs sem spara þjóðina sem nemur 30 milljarða í vexti á ári.
- breyttu aðalnámskrá um framhaldsskóla sem hefur gert þeim kleift að vaxa og dafna á eigin forsendum og í dag hefur aldrei verið meira úrval náms á þessu stígi.
- Leyft og ýtt undir stofnun einkaháskóla sem hafa ýtt allri menntun á háskólastigi upp.
- komið á frjálsum flutning vöru og þjónust til og frá landinu, nú geturu t.d. keypt þér m&m út í búð en það var bannað áður
Það má nefna fleirra ef þú vilt. Ég bið þig að setjast niður og lesa þig til áður en þú hendir fram einhverju bulli aftur.