Sameining vinstri manna.
Ég verð alltaf meira og meira undrandi á málflutningi Samfylkingarinnar, þeir keppast stöðugt við að vera meira til “vinstri” og “grænni” heldur en vinstri grænir. Voru ekki mistök að ætla að sameina vinstri menn á Íslandi undir merkjum Samfylkingarinnar, þeir hefðu betur gert það undir merkjum vinstri grænna, þá hefðu liðhlauparnir orðið færri. Það fer alla vega lítið fyrir jafnaðarmennsku eins og hún var á tímum Jón Baldvins og Jóns Sigurðssonar hjá Samfylkingunni. Mér sýnist að eini kostur hægri krata í dag, sé að halla sér að Sjálfstæðisflokknum, sem er synd, því að mínu viti eru þar sjónarmið á ferðinni sem mættu heyrast oftar í íslenskri stjórnmálaumræðu.