Ritstuldur.
Samkvæmt mínum skilningi er það ritstuldur, ef maður notar texta sem annar hefur skrifað og setur svo sitt nafn undir án þess að geta heimildarmannsins. Ef um orðréttar tilvitnanir er að ræða, verður sá kafli að vera merktur sérstaklega, sem er tekin orðrétt og heimildarinnar getið strax á eftir kaflanum. Ef þessu er ekki fylgt er um ritstuld að ræða. Mér sýnist því einu gilda hvort menn hafa notað texta, sem þeir hafa fengið sendan með tölvupósti, eða hvort þeir hafa fengið hann “lánaðan” af mbl.is, það sé um alveg jafn mikinn ritstuld að ræða, ef menn gæta þess ekki að geta um heimildamann. Nú reynir á siðgæðisvitund jafnaðarmanna, það verður fróðlegt hvort munurinn á réttu og röngu verður jafn skýr og í Árnamálinu, eða er siðferði breytilegt eftir því hver á í hlut? Alla vega virðist grein á Strik.is benda til þess að það eigi að gera lítið úr þessu máli og að því látið liggja að fréttirnar af ritstuldinum séu orðnar til af “annarlegum” hvötum einhverra.