Af því það er hvergi á huga hægt að ræða um lög og rettur.is virkar ekki þá skelli ég þessu bara hér, þið ráðið svo hvað þið gerið við þetta.
Ég hef mikið verið að spá í því þegar maður loggar á irc í prívatspjalli s.s geymir öll samtöl, er það þá brot á íslenskum lögum ef hinn aðilin veit það ekki ? mig minnir að það hafi verið sett lög um að ef maður tæki upp símtal án þess að hinn aðilin vissi það þá væri maður brotlegur, gildir það sama um svona tölvuspjall.
Nú veit ég að mjög margir geyma logga á irc spjalli og ég er alls ekkert ein um það, en get ég átt í hættu að verða kærð fyrir það ef einhverjum mislíkar það eftir á ?

Endilega ef einhver er fróður um íslensk lög, látið þá ljós ykkar skína.
Kv. EstHe
Kv. EstHer