Hver verður Borgarstjóri?
Það sem gerir borgarstjórnarkosningar skemmtilegar eru ekki endilega málefnin heldur leiðtogarnir.
Það hefur verið hefð í Reykjavík að við kjósum okkur ekki bara lista heldur líka borgarstjóra. Styrkur Sjálfstæðisflokksins er og hefur alltaf verið tilvísun þeirra í sterkan leiðtoga þar sem að ef þeir vinna þá eru þeir einir í meirihluta og þeirra forustumaður verður borgarstjóri. Vinstrimenn hafa ekki haft þetta eða þar til R-listinn varð til. Ingibjörg Sólrún er í raun afsprengi þess tíma sem R-listinn varð til, þar sem kvennalistinn var sá “vinstriflokkur” sem var minnst umdeildur af hinum og Ingibjörg var í raun sá aðili sem allir vinstriflokkarnir gátu sammælst um eða í það minnsta þolað.
Ingibjörg verður þannig leiðtogi vinstrimanna í Reykjavík og er því skýr kostur sem borgarstjóraefni R-listans. Margir stjórnmálaskýrendur, eða kosnigatölumenn eins og ég vil kalla þá ,hafa haldið því fram að þarna hafi verið um sérstkar sögulegar aðstæður að ræða sem gerði mönnum kleift að sammælast um sameiginlegt framboð á vinstrivængnum með tilkomu kvennalistans. Flestir virðast vera sammála um að sá tími er liðinn og vandræði vinstrimanna sé aftur oriðn þau sömu og fyrr. Það þarf ekki að líta lengra en til afsagnar Ingibjargar en eftir að hún tekur harða afstöðu um að ganga til liðs við samfylkingu missti hún þetta hlutleysisvægi og vandamálin byrja. Fyrst kemur utanaðkomandi borgarstjóri sem síðan segir af sér vegna olíusamráðs. Þórólfur var fenginn vegna þess að r-lista flokkarnir komu sér ekki saman um hver ætti að vera arftaki Ingibjargar.
Eftir Þórólf kemur svo Steinunn Valdís sem augljóslega er ekki besti kosturinn. Nú geta menn innan samfylkingarinnar deilt um það en ég held að öllum sé ljóst að Stefán Jón átti að verða borgarstjóri enda efsti maður á þeirra lista. Nú kjósa svo samfylkingarmenn Dag sem sinn mann í forustusæti á sinn lista og eins og femministar segja eflaust “höfnuðu konu”, sem er auðvitað er fráleitt en svona eru þeirra stjórnmál svart-hvít. Vandamálin eru augljós enginn einn vistriflokkur getur náð meirihluta og því er enginn skýr kostur lengur til staðar. Þrátt fyrir að ég hafi haldið með Össuri í barráttu innan samfylkingarinnar þá má Ingibjörg eiga það að hún var nægilega hlutlaus til að vera þolanleg í sameiginlegu framboði vinstrimanna.
Hver verður borgarstjóri í vor? Ef sjálfstæðisflokkurinn vinnur verður það Vilhjálmur Þ. en sigri vinstrimenn eða kannski er réttara að segja ef sjálfstæðisflokkurinn sigrar ekki, því hvorki framskókn né frjálslyndir eru mikilir vinstrimenn, þá er spuning hver verður borgarstjóri.
Litu flokkarnir hljóta að gera kröfu um borgarstjórastólinn ef sjálfstæðisflokkurinn vinnur ekki og þá er spurning verður það Dagur sem hneppir hnossið eða verður kannski Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra sem verður borgarstjóri, ég meina þeir eru með forsætisráðuneytið!
Getur verið að Ólafur F. Magnússon verði borgarstjóri eða Svandís Svavarsdóttir nýja trúartáknið í VG? Hver sem það verður þá líst mér ekkert á frambjóðendur litlu flokkana, framsókn, vg eða F-listan. Ég hvet því alla alvuru krata að kjósa sjálfstæðisflokkin, málefnin í sveitastjórnum eru önnur en á þinginu og ég vil ekki litlumennina í borgarstjórastólinn. Auk þess er Dagur vinstrimaður ekki krati(jafnaðarmaður).