Útvistun og stjórn landsins
Útvistun er það kallað þegar fyrirtæki fá önnur fyrirtæki til að vinna hluta vinnu sinnar fyrir sig.
Ef ég væri með fyrirtæki sem gæti framleitt bíla ódýrast í heiminum en hjá fyrirtækinu væri frekar dýrt að mála þá, þá væri líklegt að ég fengi annað fyrirtæki til að mála bílana ef ég þyrfti í heildina að borga minna fyrir það.
Þetta gera stjórnvöld þegar þau láta teikna fyrir sig húsnæði (þau gætu látið bæjarverkfræðing gera það), þegar þau kaupa þjónustu t.d. af hreinsifyrirtækjum til að hreinsa götur bæjarins ( borgin á hreinsibíla) og í mörgu öðru.
Persónulega þá finnst mér stjórnvöld ekki gera nóg af þessu… en það sem þau gera ekki er að leyfa fyrirtækjum að stjórna, hagræða eða annað sem fyritæki gera best… að vera ódýrust, því annars gætu þau ekki verið í samkeppni.
Sem dæmi: Nú er komin upp sú staða að stjórnvöld hafa t.d. ekki viljað einkavæða spítalana (OK, ég skil það, þetta er kjarnastarfsemi sem ekki öllum er treystandi fyrir), þau hafa ráðið fyrirtæki til að aðstoða við stefnumótun… en hvað dugir það? Það er ekkert mál að móta stefnu, það erfiða er að hrinda henni í framkvæmd, það getur fyrirtækið ekki gert fyrir spítalann og þegar allir eru EKKI að vinna eftir nýju stefnunni þá verður það bara dýrara fyrir spítalann.
Á Íslandi eru félög t.d. Hagræðingarfélag Íslands, Aðgerðarannsóknafélag Íslands og Vörustjórnunarfélag Íslands. Eins og nöfn þessara félaga gefa til kynna þá eru í þessum félögum fólk sem kann að hagræða, skipuleggja aðgerðir og vinna með vörur.
Afhverju þegar fólk, menntað í öllu þessu er til staðar er svo mikil sóun í rekstri ríkisins?
Þessu er svo einfalt að svara… Ríkið er ekki að biðja þetta fólk um hjálp.
Mig grunar að ríkið vitið hvað þetta fólk mun segja. Þetta fólk mun líklega segja “Ykkar rekstur er of flókinn, þið þurfið að einfalda hann, gera hann samhæfðari, straumlínulagaðri og HÆTTA AÐ HAFA ÓNAUÐSYLEGT FÓLK Í VINNU…
Persónulega þá finnst mér að ríkið ætti að bjóða út hagræðingar á rekstri þess. Það fyrirtæki sem gæti komið með besta tilboðið (í krónum hagrætt vs. Hvað kostar að kaupa þjónustu fyrirtækisins) ætti að fá verkið og völd til að hrinda því í framkvæmd. (innan skynsamlegra marka)
Þegar fólk mundi kortleggja rekstur ríkisins, finna allt sem er gert hjá þeim og hvernig hægt er að gera það betur og ódýrar þá fyrst er kominn grundvöllur til að hagræða af einhverju viti.
Ég skil heldur ekki afhverju það er svona mikið um lögfræðinga á alþingi og afhverju lögfræðingar verða bara ekki keypt þjónusta hjá ríkinu, það væri miklu sniðugra heldur en að leyfa þeim (sem kunna og geta að nýta sér lögin í eigin þágu) að sitja á þingi og “hagræða” hlutunum fyrir sig og sína.
Afhverju eru allir svona svakalega blindir á þessu skeri að sjá ekki að ríkið er að spandera hellings pening í ekki neitt.
Það er ekki fyndið, það er fáránlegt að hugsa til þess að Ísland sem nota bene á allt sitt undir fiskveiðum, getur ekki tryggt öryggi þeirra sem veiða fiskinn. Málið er ekki að það sé ekki hægt, það hefur bara enginn tímt að eyða pening í það. Kannski ef Alþingi væri lengra frá LSH þá yrði keypt betri þyrla og tryggt að hún væru ready 24/7.
Það komst nú í fréttirnar að það þurfti að stuða einhvern alþingismanninn aftur í gang fyrir stuttu, það var frábært að það var hægt og að hann skuli hafa náð til læknis. Ef hann hefði verið á sjó þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Íslenskir sjómenn eiga betra skilið ef þeir meiðast en að þurfa að vera á morfíntrippi á meðan skipið steam-ar í land, þeir eiga skilið að vera bjargað alveg eins og alþingismönnunum, þeir eru kannski lengra í burtu en þetta á að vera hægt, slysin gera ekki boð á undan sér og ég mundi neita sem sjómaður í dag að fara einhvert sem ég ætti enga von á að vera bjargað ef eitthvað kæmi fyrir.
Ef hagrætt yrði í rekstri ríkisstofnana þá þori ég að fullyrða að auðvelt væri að kaupa eina-tvær þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna.
P.s. Nú ætla USA að hætta að tryggja varnir Íslands… Þeir hafa aldrei þurft að verja okkur fyrir neinu nema slysum => þeir eru hættir að verja okkur… Losum okkur við þennan samning. Við erum búin að tapa líklega milljörðum á þeir skildu fara, ekki fara betla af þeim einhverja smáaura. Hefur ríkisstjórnin í alvöru það lítið álit á íslenskuþjóðinni að þeir haldi að þeir þurfi að betla fyrir hana? Ef ég fæ mér einhvern til að tala mínu máli (t.d. með því að kjósa alþingismann) þá mundi ég ekki vilj að henn gerði lítið úr mér með því að betla í mínu nafni. Hann væri að gera það fyrir sig, ekki fyrir mig. Það er á hreinu.
Við Íslendinga erum ekkert smá klár þjóð. Við þurfum bara aðeins að pumpa upp sjálfstraustið og líta í eigin barm. Með öllu því sem við eigum og höfum þá ætti okkur að ganga miklu betur, það eru bara einhverjir vitleysingjar að stýra þessu landi eins og er. Reyndar þá er ekkert nema vitleysingjar sem eru að bjóða sig framm þessa dagana, allir flokkar.
Þegar ég klára skólann, þá reyni að stofna flokk, “sparnaðarflokkinn” sem mun gera allt miklu einfaldara með því að skipta sér minna af Baugsveldinu, auka löggæslu (ekki setja fleiri ónauðsynleg lög), Tryggja góða heilsugæslu og koma fleiri störfum ríkisins í hendur fyrirtækjanna í landinu (ekki fast heldur til þeirra sem bjóða best hverju sinni) ekki bara götusópun.
En allavega þá hef ég trú á að ástandið hérna fari allt að batna svo lengi sem fólk láti helv. Ríkistjórnina fá það óþvegið fyrir að sóa peningunum okkar í vitleysu ár eftir ár eftir ár.