Er það ekki slæmt þegar góðir og gildir siðir, eins og almenn kurteisi, hreinlega tapast í tímaleysi nútímamannsins á lífsgæðakapphlaupabrautinni, þar sem sá hinn sami keppist við að sanka að sér veraldlegum umbúnaði, helst á einhvern veg betri en náungans.
Reglulegir matartímar á heimilum heyra sögunni til og laugardagsmáltíð í borgarsamfélaginu, er pitsa, sem keyrð er heim, á bensínbílum pitsastaðanna af sendlum er flýta sér mikið.
Börnin fá farsíma, þannig að alltaf sé hægt að hafa við þau
“ náið ” samband, gegnum gsm kerfið.
Uppeldishlutverkið hefur færst í farsímanna, og sennilega spurning hvernær barnið á fæðingardeildinni fær hljóðtengdan farsíma í barnavagninn.
Aukinn fjöldi þegnanna HEIMTAR algjört frelsi til þess að virðist að vera ókurteis, eða gera bara það sem þeim hinum sömu líkar í það og það skiptir,s.s skemmta sér, hvernig svo sem það er í tímalausu rúmi, hins
farsímatengda lífsmáta nútímannsins.
Klám er söluvara og sölumenn keppast um að gylla þann iðnað eðlilegan og sjálfsagðan, í óhóflegu magni undir formerkjum frelsis
nútímans og “ þróunar ” og alltof fáir þora þar að standa vörð um þau mörk er þeirra heilbrigða skynsemi, og vitund segir til um.
Fikn og spenna í formi öfga allra handa birtist í auknum hnefalögmálum ofbeldis þar sem kurteisi hvað þá virðing er farinn
veg allrar veraldar og harka hnefalögmála í orði og á borði hefur tekið völdin, þar sem maðurinn er tilbúinn til þess að gera hvað sem er til þess að ná í sem mesta peninga og metorð til þess að svala spennufíkn og metorðagirnd þar sem umbúðir vega meira en innihald.
Enska orðið FUCK er inni á hverju heimili meira og minna, og börnin læra ung hvað er fuck you merki, þ.e.
þumalfingurinn upp, án þess að foreldrar hafi svo mikið sem vitund um að andmæla slíku.
Er ekki eitthvað að í siðvörslunni hjá okkur almennt ?
Þurfum við ekki að fara að rækta eitthvað betur í mannlegum samskiptum, annað en skítkast, fram og til baka, öfund og heift, í orði og æði hvar sem er ?