Nú er komin af stað einhver umræða um stöðu og tilgang íbúðalánasjóðs. Fínt mál útaf fyrir sig og fyrir löngu kominn tími til að ræða muninn á þjónustu sjóðsins og þjónustu bankana.

Það ætti ekki að koma á óvart að bankarnir selji sig betur, skv. þeim er allt betra hjá þeim og Íbúðalánasjóður “suckar”.

Fyrir mig er nóg að vita eftirfarnadi til að útiloka bankana sem lánveitendur fyrir mig:

Þeir hugsa alltaf um að græða sem mest, þetta eru hlutafélög og ef þau eru ekki að hugsa um að græða sem mest þá eru þau illa rekin.

Reglur Íbúðalánasjóðs eru mun sveigjanlegri ef fólk á í erfiðleikum með að greiða af láninu, hægt er að fresta greiðslum og/eða bæta þeim á höfuðstólinn í X-langan tíma, þetta er tekið fram í lánasamningunm.

Bankarnir fara strax í hart ef þú stendur ekki í skilum og þú hefur ekki um neitt að velja en að semja við fólk sem veit allt um þínar tekjur og möguleika. A.K.A “BANKANN ÞINN”

Lánin frá bönkununum bera breytilega vexti, er ekki alveg viss um þetta, en lítill fugl hvíslaði að mér að ÍLS væri með fasta vexti allan lánstímann.

Ég las á sínum tíma skýrslu sem greindi frá fjölda nauðungaruppboða og hvaða lánastofnanir stóðu að baki þeirra. Af 2500 nauðungaruppboðum (minnir að þetta hafi verið yfir tímabilið 2000-2003) og þá lánuðu bankanir ekki á fyrsta veðrétti. En já, af 2500 uppboðum stóð Íbúðalánasjóður að baki 1 = eitt… Bankanir og aðrar lánastofnanir 2499… það er smá munur, sérstaklega þegar litið er til þess að þá lánuðu bankanir ekki á fyrsta veðrétti, heldur öðrum. Ef þeir vildu fá uppí lánið sitt þá, þá vilja þeir það í dag líka.

Þar sem ÍLS er ríkisstofnun sem rekin er í almannaþágu þá á ég erfitt með að trúa að þeir geti á nokkurn hátt verið erfiðari eða ósanngjarnari í samskiptum sínum við viðskiptavini sína heldur en bankanir eru.

Ég vil undirstrika að ÍLS er nauðsynlegur fyrir fólk sem EKKI hefur lánstrust í bönkum, ÍLS er fljótari að gleyma en bankanir og á auðveldara með að viðurkenna þörf fólks til að eiga húsnæði.

Sá sjálfstæðismaður (hefði ekki getað komið annarsstaðar frá) sem datt í hug að fullyrða að Íbúðalánasjóður væri tímaskekkja ég bið þig að færa rök fyrir máli þínu… Ekki hugsa um vasa fyrirtækjanna, hlutafélaganna, vina þinna…

Ég bið þig vinur að hugsa um fólkið sem stritar langann vinnudag í dag til að eiga fyrir íbúðalánum á fokdýrum fasteignum. Fólk sem fer með bænirnar á hverju kvöldi og biður Guð um að fresta verðbólgunni í 40 ár, því reinaðu vinur ef þú kannt, hversu mikið 15 milljón króna lán hækkar um ef 5% verðbólga er viðvarnadi öll 40 árin.

Ekki gleyma að vextir reiknast af áföllnum verðbótum, ekki gleyma að akkúrat í dag eru vextir og verðbætur um 10%.

Kannski að þú svarir því líka hvort 10% séu þeir raunvextir sem íslenska þjóðin ætti að sætta sig við þegar kaupa á íbúð?

Virðingarfyllst
Rapport
Cooking is dangerous, especialy the way you cook..