Nú eins og allflestir vita þá er í mörgum löndum þannig að þeir sjórnmálamenn sem brjóta af sér eru látnir segja af sér. Veit ekki um það hvort þeir mega hafa brotið af sér áður en þeir fara í pólitíkina, hvað um það (finnst það ekki líklegt).
En maður spyr sig, hvernig er það hér á landi?
Á Íslandinu góða eru menn dáðir og elskaðir af öllum, þ.e.a.s. þeir sem hafa stolið eða gert meiri skandal!!, í víðari skilningi :/
Líkt og með Árna Johnsen, hann var svo “góður” maður og gerði allt fyrir alla og shit, söng fyrir alþjóð á hinni virtu Eyjahátíð (sem er á Verslunarmannahelginni). Neinei hann stal frá fyrirtæki fyrir eigin hagsmuni! Ekki er það nú nóg til að láta menn segja af sér, því á Íslandi er ekki liðin afsögn stjórnmálamanna. Þeir eru látnir sitja til dauðadags eða þar til þeir hætta.
Svo mega þeir henda ódæðisorðum hingað og þangað án þess að verða reknir, kannski dæmdir fyrir það en ekki beðnir um að segja af sér eða aðvaraðir.
Svo má minna á einn mann sem sveik undan skatti, stal peningum og þ.h., hann var í Framsóknarflokkinum held ég og flutti sig til Sjálfstæðisflokksins. Ekki beðin um að segja af sér!
Hvert er Ísland að fara?
Mega stjórnmálamenn gera hvað sem er án þess að þeir séu beðnir um að segja af sér vegna afbrota sinna sem þeir hafa framið!?!?
Er í lagi að þeir svíkja undan skatti svo það gæti bitnað á öðrum?
Hef ekki meira að segja. Langar bara að opna smá umræðu um þetta.
Takk fyrir mig.