Stjórnmál eiga að vera sáraeinföld, það eiga allir að geta gengið að kosningum auðveldlega og skilið hvað er í gangi svo að einhverjir vitleysingar fari ekki að kjósa fólk eftir útliti eða einhverju öðru jafn fáránlegu.
En hverjir stjórna þessu lýðræðislega landi okkar?
Höfum við sjálf mikil völd? Neibbs, við getum lítið gert þegar eitthvað gerist í landinu sem misbýður okkur.
Stjórnmálamennirnir okkar nýta sér stöður sínar á ósmekklegan máta. Skrýtið hvernig gatan að húsinu hjá gatnamálastjóranum er ávallt vel malbikuð og hópur af mönnum eru að vinna við þessa götu nokkrum sinnum á hverju sumri á meðan aðrar götur eru slitnar og ógeðslegar.
Af hverju er það að við lítum upp til einstaklinga sem fara í stangveiðiferðir og klæðast jakkafötum bakvið skrifborðið á meðan aðrir menn sem virkilega VINNA fyrir peningum sínum, með höndum og hugviti fá litla sem enga virðingu. Fólk sem getur gleypt stolt sitt og unnið í ruslinu hefur ávallt fengið mína virðingu á meðan fólk sem sækist eftir stöðum og titlum sem losa þau undan erfiðleikum lífsins fær virðingu mína í litlum skömmtum.
Af hverju erum við ekki með venjulegt fólk í þessum stöðum?
Af hverju erum við ekki með venjulega húsmóðir, venjulegan verkamann, fiskimann, verslunarmann og fleira fólk með bakgrunn sem á við meirihluta þjóðarinnar sem þann hóp af fólki sem stjórnar landinu okkar? Það tekur ekki langan tíma að koma manneskju inn í eitthvað starf, reyndar held ég að ég gæti unnið við hvaða háttsetta opinbera starf sem gefst í stjórnmálunum með eins vikna kennslu.
Af hverju í ósköpunum erum við að styðja þessa “aumingja” og líta upp til þeirra á meðan þau gera ekki neinar gloríur fyrir okkur. Fólk sækist eftir þessum stöðum ekki til að gera landið jafn mikilfenglegt og æðislegt og það gæti verið, þetta er fólk sem hefur verið með andlitið ofaní bókum allt sitt líf og kannast ekki við það að lifa við fátækt eða að vinna líkamlega vinnu í 24 klukkutíma “straight”. Vissulega hafa þessir einstaklingar lent í hinu og þessu gegnum tíðina en það vantar einhverskonar hvatningu fyrir stjórnmálamenn til þess að þeir fari að vinna FYRIR okkur en ekki bara YFIR okkur.
Persónulega finnst mér að stjórnmálamenn ættu að vera með lágmarkslaun miðað við sinn aldursflokk. Það myndi draga að þá sem vilja virkilega gera eitthvað fyrir land sitt, án þess að þurfa að keppast við fégráðuga einstaklinga sem sækjast einungis eftir virðingu, frægð og $$$.
Mér finnst líka að það ætti að vera bókhaldardeild hjá ríkinu sem reiknar hvert hver einasta króna sem við borgum í skattana fer og þessar upplýsingar ættu að vera eins aðgengilegar almenningi og mögulegt væri. Heimasíða eða eitthvað slíkt þar sem við gætum séð hvað verður um okkar pening.
Síðan finnst mér að að ættu að vera kosningar um hin ýmsu málefni þar sem stjórnmálamenn bera fram hugmyndir sem þeir kjósa síðan um hvaða málefni fara í reglulega almennings kosningur, vikulega eða hálfsmánaðarlega. Þannig hefur almenningur eitthvað með málin að segja annað en að kjósa milli hópa af fólki í drögtum og jakkafötum sem hugsa einungis um hvar besti gufusoðni laxinn er matreiddur fyrir þau í hádeginu.
Mér finnst líka að almenningur geti gefið hinum ýmsu stjórnmálamönnum andkvæði og þannig fengið vissa einstaklinga úr embættinu sem eru ekki að standa sig.