B: “Það breytir engu um það að aðildin að NATO felur í sér fullveldissvipti í talsvert mörgum málum og að minnsta kosti einu mikilvægu máli: Hvort og hvenær við lýsum yfir stríði við aðra þjóð eða ekki. Spurningin er þessi; hvar eru mörkin við fullveldissviptingu dregin til að þú sáttur við ”sjálfstæði“ Íslands?”
Til að leiðrétta misskilning sem er kannski á ferðinni, þó ég skilji ekki hvernig hann hefur orðið til, þá hef ég ekki verið að verja aðild Íslands að NATO heldur þvert á móti. Ég tel hins vegar aðildina að NATO vera miklu nær því að vera aðild á jafnréttisgrundvelli en aðild að ESB. Aðildin að NATO skerðir vissulega fullveldi okkar, eins og flestir vita sennilega sem kynnt hafa sér málið, en það verður að teljast smáræði í samanburði við þá miklu skerðingu sem við munum verða fyrir ef af aðild okkar að ESB verður að veruleika. Mörkin eru þegar viðkomandi aðild/samstarf er ekki á jafnréttisgrundvelli þar sem allir sitja við sama borð.
ESB er samstarf sjálfstæðraríkja og ég sé ekki hvernig
B: “Svo ég vitni í Úlfar aftur: ”Ég get fullyrt að í sögu Evrópusambandsins hefur aldrei verið gengið þvert á grundvallarhagsmuni aðildarríkis. Slíkt samræmist ekki hagsmunum
sambandsins og það hefur aldrei þótt góð pólitík þar á bæ að grafa undan lífsviðurværi aðildarþjóða, þvert á móti. … Ef teknar yrðu ákvarðanir sem snertu grundvallarhagsmuni aðildarríkis, þvert á vilja þess, myndi annað af tvennu gerast: Viðkomandi ríki myndi segja skilið við Evrópusambandið og það hefði fordæmisgildi og gæti stefnd samstarfinu í voða. Hinn möguleikinn, og sá líklegri, er að viðkomandi ríki myndi vinna gegn sambandinu innanfrá og gæti það þannig lamað starfsemi sambandsins í öllum veigamestu málunum þar sem samhljóða ákvörðunar er krafist.“
Þessi Úlfar er nú hrein ”snilld“ bara, það fer ekki mikið fyrir hlutleysinu hjá þessum manni, ég hef nefnilega aldrei heyrt hann tala nokkurn tímann gegn ESB eða telja til nokkurn ókost sambandsins. Varla er ESB svona fullkomið að ekkert sé að finna að því? Ég hallast nú að hinu - Úlfar Hauksson virðist einfaldlega vera allt annað en hlutlaus aðili í ESB umræðunni og þar af leiðandi hlýtur að teljast fullkomlega eðlilegt að maðurinn sé tekinn með fyrirvara. Og sérðu Ísland fyrir þér ”vinna gegn ESB innanfrá“ að einhverju marki?? Og jæja, hefur aldrei verið gengið gegn ”grundvallarhagsmunum“ aðildarríkis? Hvað með t.d. bara Austurríki þegar ESB tók upp á því að efast um lýðræðislegar kosningar í landinu og beita landið þvingunum til að refsa Austurríkismönnum fyrir að hafa kosið gegn vilja sambandsins. Flokkast ekki lýðræðið í aðildarlöndunum undir ”grundvallarhagsmuni“ þeirra?? Þarna segir einnig að aðildarríki, sem lenti í því að vegið yrði að ”grundvallarhagsmunum“ þess, myndi annað tveggja bara segja sig úr sambandinu. Hins vegar segir ekkert um það hvernig sá gjörningur færi fram og það væntanlega vegna þess að slíkur gjörningur er einfaldlega nær óhugsandi. Annars þarftu ekki að segja mér að litlum ríkjum eins og Íslandi verði ekki haldið þægum innan ESB fyrst t.a.m. Bretar eiga í erfiðleikum með að tryggja suma hagsmuni sína innan sambandsins eins og t.d. með eftirfarandi:
”Helsta aðferð Spánverja til að komast yfir veiðikvóta annarra ríkja er ekki kvótaúthlutun heldur kvótahoppið, þ.e. kaup á skipum í öðrum ríkjum. Skipið er þá skráð í landi fyrri eigenda en afla landað í heimalandi nýrra eigenda. Þegar eru um 20% breskra fiskiskipa í eigu Spánverja og Hollendinga. Bretar hafa ákaft reynt að hindra að kvóti þeirra hoppi þannig úr landi - án árangurs.“
Já, Bretar eiga í basli. Hvað ef við lendum í þessum aðstæðum sem við munum án efa gera? Með þessu yrði vegið að ”grundvallarhagsmunum“ okkar a.m.k. fyrir beinan tilstuðlan ESB.
a) Það væri gaman að sjá hvað þú flokkar sem grundvallarhagsmuni, fyrst þú ert svo duglegur að flokka sjávarútveg sem grundvallarhagsmuni fyrir Breta. Staðreyndin er sú að fiskerí eru einfaldlega ekki grundvallarhagsmunir Breta, undir eitt prósent af vergri landframleiðslu og gegnir aðallega því hlutverki að halda uppi byggð í fámennari byggðum. Staða Breta er gersamlega ólík Íslendingum í fiskveiðimálum. Þegar þeir sóttu um inngöngu í bandalagið, þá var engin sameiginleg sjávarútvegsstefna, heldur voru fyrstu drögin sett saman árið 1971 og allir aðilar vissu að hana þyrfti að endurskoða. Það sýnir okkur svart á hvítu hversu sjávarútvegur skipti Breta litlu máli, þ.e. að sjávarútvegurinn var ekki og er ekki grundvallarhagsmunir Breta, að þeir gengu í bandalagið þrátt fyrir að vera ósáttir við fyrstu drög CFP.
Staða Breta var og er gjörólík okkar og það er þeim sjálfum að kenna hvernig er komið fyrir sjávarútvegnum í landinu, en þeir mátu það þannig að aðrir hagsmunir væru einfaldlega mikilvægari sjávarútvegnum. Það eru fáir hagsmunir mikilvægari hjá okkur en sjávarútvegurinn og því yrði það mál efst á samningaborðinu hjá okkur, í stað þess að vera nánast ekki á samningaborðinu eins og hjá Bretum.
Danir og Írar gengu í bandalagið í kjölfarið á Bretum, og lítil umræða varð hér á landi um inngöngu okkar í ESB, aðallega vegna þess hve stutt var frá inngöngu okkar í EFTA. Til gamans má geta að sömu raddirnar heyrðust þó um að við myndum missa sjálfstæði okkar við inngöngu í ESB og heyrðust áður en við gengum í NATO og EFTA og heyrðust seinna við EES. Þetta eru alltaf sömu aðilarnir sem væla. Og þeir eru enn að.
b) ESB stóð ekki í refsingum eða þvingunum við Austurríki, heldur stóðu einstök lönd innan bandalagsins, svo sem Belgía í hótunum. Reyndar voru yfirvöld í Noregi hvað hörðust í afstöðu sinni og landið á ekki aðild að bandalaginu. Forráðamenn bandalagsins, eins og forseti framkvæmdastjórnarinnar voru í því að draga úr viðbrögðum einstakra landa sem vildu ganga lengra og vöruðu við aðgerðum. Engar þvinganir voru heldur gerðar og málið hjaðnaði niður með tímanum, og það var ekki síst yfirstjórn bandalagsins að þakka sem kom í veg fyrir að einstök lönd tækju upp aðgerðir. Þú verður að gera greinarmun á aðgerðum einstakra ríkja innan bandalagsins og aðgerðum bandalagsins sjálfs. Það er stór munur á, enda reka ríkin öll innan bandalagsins sjálfstæða utanríkisstefnu, þó að þau hafi komið sér saman um nokkur málefni á sviðum utanríkismála sem bandalagið rekur sjálft. Þú veður heldur mikið villur vegar þegar þú notar þetta dæmi gegn bandalaginu, enda er það gott dæmi til að sýna fram á hversu umhugað ríkjunum er um frið og stöðugleika í álfunni. Þetta dæmi um Austurríki og grundvallarhagsmuni fellur því um sjálft sig, þegar það er skoðað nánar, eins og flestar aðrar upphrópanir þínar, sem virðast ekki vera nógu ígrundaðar áður en þeim er varpað fram.
B: ”Ég geri ráð fyrir að það yrði mun auðveldara að segja sig úr bandalaginu en að semja sig inn í það. 12 mánaða uppsagnafrestur væri líklega notaður, eða svipuð skilyrði og eru í 127. gr. EES samningsins. Hvernig í veröldinni dettur þér í hug að ESB gæti stöðvað með handafli ákvörðun sjálfstæðs ríkis að segja sig úr bandalaginu?? Hvaðan færðu þessar hugmyndir? Þú veist að ESB er Efnhahagsbandalag bandalag um efnahag, en ekki bandalag hins illa, er það ekki?“
Þú GERIR RÁÐ FYRIR já, ekki beint vissir erum við? Og hvað leggurðu því til grundvallar? Endilega deildu því með okkur vinur. Já, og væri 12 mánaða uppsagnarfrestur LÍKLEGA notaður? Enn ertu ekki viss hvað þú ert að tala um. Hvernig í veröldinni annars dettur þér í hug að ESB gæti ekki stöðvað sjálfstætt ríki að segja sig úr sambandinu? Evrópuráðið þarf að samþykkja slíkan gjörning og af hverju ætti það að gera það??? Trúirðu því virkilega að ríki geti bara valsað þarna inn og út að vild?? ESB er orðið miklu meira í dag en nokkurn tímann bara efnahagsbandalag, það setur lög um allt milli himins og jarðar og kemur aðeins hluti þess efnahagsmálum við - efnahagsbandalag? Hvaða Mogga varst þú að lesa vinur, eintak frá 1965??
Rólegur með upphrópanirnar. Það er eins þú haldir að sá sem láti hæst, skrifi flest upphrópunar og spurningamerki vinni rökræðurnar, svo mikið gengur á hjá þér. Buslugangur úr sveitinni á ekki við í þessum umræðum. Þú hefur rangt fyrir þér, enda hafa upphrópanirnar og upphrópunarmerkin aukist jafnt og þétt eftir því sem liðið hefur á umræðurnar. Hljómar dálítið desperat, ef þú spyrð mig. Reyndar virðist þínar rökræður ganga út á að hrópa “fullyrðing” ef ekki er sett “geri ráð fyrir” eða “líklega” og ef að líklega eða geri ráð fyrir eru sett inn í settningu, þá er hrópað “ekki beint vissir erum við”. Þetta er hreint og beint hlægilegt. Nei, ég hef ekki verið að lesa mogga frá ’65, en ég vildi endilega komast yfir eintökin af Þjóðviljanum, sem þú virðist glugga reglulega í.
Já, ég geri ráð fyrir að það yrði mun auðveldara að segja sig úr bandalaginu en að semja sig inn í það. Það byggi ég á þessu:
a) Þrátt fyrir að það væru mun meiri hagsmunir fyrir bandalagið að hafa Grænlendinga inn í bandalaginu en ekki, þá reyndist reyndist nágrönnum okkar auðvelt að segja sig úr bandalaginu 1983.
b) Vegna þess að önnur af grundvallarforsendum bandalagsins er að viðhalda frið og stöðugleika í álfunni. ESB sjálft gæti ekki stöðvað sjálfstætt ríki að segja sig úr bandalaginu án þess að valda misklíð og úlfúð innan bandalagsins og ganga þannig gegn grundvallarforsendu sinni.
c) Það virðist vera svohrikalegt (samkvæmt einangrunarsinnum) að vera í ESB að flest öll ríki Evrópu eru annað hvort að sækja um aðild eða að hugsa um það en enginn að hugsa um að ganga úr því. Furðulegt.
d) Það eru ljóst að Framsóknarflokkurinn hefur lagt til og Samfylkingin er þeim sammála, að í aðildarviðræðum yrðu skilyrði fyrir úrsögn rædd og enginn samningur yrði gerður án þess að úrsagnarákvæði myndu liggja fyrir.
e) Hvers vegna í veröldinni ættu aðrar Evrópuþjóðir að neyða aðra þjóð að vera í efnahagsbandalagi með sér, ef það er eindregin vilji þeirrar þjóðar að vera ekki með?
“..Evrópuráðið þarf að samþykkja slíkan gjörning og af hverju ætti það að gera það???”. Evrópuráðið? Ertu að meina Evrópuþingið eða Ráðherraráðið? Eru menn orðnir svolítið ringlaðir, eða bara illa lesnir?
”Ég dreg eingönu mínar ályktanir út frá því fylgi sem eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur haft það á stefnuskránni að ganga úr NATO hefur. Fylgi við þá stefnu og þann flokk hefur í gegnum árin verið 9-15% og samkvæmt skoðanakönnum er hann máski í 20%. Þetta þýðir að 90-80% landsmanna hafa venjulega ekki kosið þann flokk sem vill ganga úr NATO. Hefur þú einhverjar aðrar og betri heimildir til að draga þínar ályktanir?“
Þú FULLYRTIR að andstaða við NATO nyti ekki stuðnings þjóðarinnar. Þú sagðir: ”Vissulega hafa þessar raddir heyrst [gegn NATO], en það er langt frá því að þær njóti stuðnings þjóðarinnar.“ Þetta er ekki ”að draga ályktanir“. Þegar menn draga ályktanir felur það í sér fyrirvara og akveðinn vafa. Það var enginn fyrirvari að því sem þú sagðir, þú fullyrtir! Þetta sem þú segir þýðir síðan ekki að 80-90% þjóðarinnar sé hlynnt NATO þó þau styðji ekki flokk sem berst gegn bandalaginu. Það þarf alls ekki vera. Ég hef ekkert meira fyrir mér í því. Ég veit ekki hvar stuðningur meirihluta þjóðarinnar liggur í þessu máli, enda engar skoðanakannanir verið gerðar varðandi það, og er því ekkert að fullyrða neitt um það ólíkt sumum!
Nú ertu farinn út í útúrsnúninga enn og aftur, því við vitum báðir jafn vel að ekki hefur verið gerð skoðanakönnun um afstöðu Íslendinga til NATO og því dreg ég ályktanir út frá því að eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur haft það á stefnuskránni að ganga út úr NATO hefur ekki verið með nema 12-13% atkvæða í undanförnum kosningum. Ef hins vegar það væri almennur áhugi meðal þjóðarinnar að ganga út úr NATO, þá hefðu slíkar raddir verið háværari í þjóðfélaginu (þær hafa varla heyrst undanfarin 15 ár) og stjórnmálaflokkarnir tekið þetta mál upp á sína arma. Vísbendingu var þó hægt að sjá þegar fólk var spurt í spurningakönnun Gallup hvort þau styddu loftárásir NATO í Kosovo á sínum tíma. 57% studdu þær, sem gefur ákveðna vísbendingu um að meirihluti þjóðarinnar sé harður í stuðningi sínum við NATO, því all margir hljóta að hafa verið í minni aðstöðu, að styðja veru Íslands í NATO en vera á móti loftárásunum í Kosovo. Ég hins vegar get ekki ímyndað mér að fólk sem er á móti veru Íslands í NATO á annað borð hafi stutt loftárásirnar í Kosovo. Það að þú getir ekki dregið neinar ályktanir út frá því, hvernig andstaða við herstöðina hefur fjarað út með árunum, umræða hefur dáið út og að allir stjórnmálaflokkar utan einn hafa ekki séð ástæðu fyrir því að hafa úrsögn á dagskrá, bendir ekki til mikils innsæis í þjóðmálunum heldur til mikillar afneitunar.
B: ”Fyrst Úlfar sem er einn lærðasti einstaklingur Íslands á sviði sjávarútvegsstefnu ESB er til umræðu, er ekki úr vegi að vitna oftar í hann: “Það var mat norskra stjórnvalda að öll helstu markmið þeirra varðandi sjávarútvegsmál hafi náð fram að ganga og væru staðfest í aðildarsamningi þeirra. Í honum hafi núverandi fiskveiðiréttindi Norðmanna verið fest í sessi og áframhaldandi yfirráð þeirra yfir fiskimiðunum tryggð. Aðildarsamningur er ígildi Rómarsamningsins og honum verður ekki breytt nema með samþykki norskra stjórnvalda. Því var talið að sjávarútvegshagsmunum Norðmanna innan ESB væri borgið til frambúðar.”
Já, lærður er maðurinn. Það er engin trygging fyrir hlutleysi þó menn séu lærðir, það veistu eins vel og ég. Ég vil frekar ómenntaða, hlutlausan mann en menntaðan, hlutlægan mann sem notar menntun sína til að reka áróður fyrir ákveðnum skoðunum á kostnað annarra. Hver voru þessi markmið eiginlega sem norsk stjórnvöld töldu sig fá uppfyllt?? Greinilega ekkert af því sem kemur fram í eftirfarandi (birti það hér með aftur þar sem ég hef vissar efasemdir um að þú hafir lesið það):
“Þeir sem trúa því að Íslendingar gætu varðveitt yfirráð sín yfir fiskimiðunum þrátt fyrir aðild að ESB ættu að kynna sér reynslu Norðmanna. Lélegt samningsuppkast um sjávarútvegsmál var aðalástæða þess að Norðmenn felldu aðild að ESB 1994. Norges Fiskarlag, norsk heildarsamtök sjávarútvegs bentu á, að Norðmenn yrðu að gefa eftir varanlegan yfirráðarétt yfir fiskistofnum sínum fyrir sunnan 62. breiddargráðu frá og með fyrsta degi aðildar en þremur árum síðar á hafsvæðinu þar fyrir norðan. Ekki fengjust neinar tryggingar gegn kvótahoppi og Noregur hefði því náð mjög litlu fram af kröfum sínum varðandi sjávarútvegsstefnu ESB og aðeins tryggt sér aðlögunarfrest í skamman tíma.”
Og ennfremur:
“Norges Fiskarlag benti einnig á að strandríkjunum væri best treystandi til að stjórna nýtingu auðlindanna í hafinu á sem skynsamlegastan hátt og þróun hafréttarmála hefði því fært þeim forræði varðandi stjórn og nýtingu fiskistofna. Með aðild að ESB myndi Noregur missa forræðið yfir nýtingu fiskistofnanna. ESB myndi annast gerð fiskveiðisamninga við ríki utan þess, m.a. við Rússa. Stofnanir ESB myndu ákveða lágmarksstærð á fiski, möskvastærð veiðarfæra, svæðaskiptingu og lokanir veiðisvæða. Samtökin bentu á að sjómenn og útgerðarmenn hefðu haft mikil áhrif á þær ákvarðanir sem teknar hefðu verið í norskum sjávarútvegi á liðnum áratugum og gott samstarf væri milli vísindamanna, yfirvalda og hagsmunasamtaka. En ef ESB tæki við stjórn sjávarútvegsmála yrði mikil fjarlægð milli þeirra sem ákvarðanirnar taka og hinna sem starfa ættu eftir þeim.
Samtökin minntu einnig á að samkvæmt reglum ESB væri eftirlit með fiskiskipum í höndum fánaríkisins en ekki strandríkisins. Því myndu t.d. spænsk yfirvöld hafa eftirlit með spænskum skipum í norskri lögsögu og Spánverjar myndu ákveða viðurlög við brotum spænskra skipstjóra á fiskimiðunum við Noreg.”
Yfirráð yfir fiskimiðunum hefur greinilega ekki verið eitt af markmiðum norskra stjórnvalda ef mark er tekið á orðum Úlfars vinar okkar. Þarna kemur fram að nánast allt varðandi norkan sjávarútveg hefði farið í hendur ESB, allt frá yfirráðum yfir fiskimiðunum og niður í ákvörðun um möskvastærð - HVER VORU EIGINLEGA ÞESSI MIKLU MARKMIÐ NORSKRA STJÓRNVALDA SEM ÞAU TÖLDU HAFA NÁÐ FRAM AÐ GANGA??? Ég sé bara ekki hvernig sjávarútvegi Noregs hefði verið borgið við slíkar aðstæður!!
B: “Margt bendir til þess að við getum fengið betri samninga en Norðmenn. M.a. vegna tilkomu hinnar grænubókar svonefndu. Þar sem lýst er yfir vilja ESB til að breyta og bæta sjávarútvegsstefnu sambandsins.”
Endilega nefndu fleira af þessu marga sem bendir, að þínu mati, til þess að við gætum fengið betri samning en Norðmenn. Af nógu ætti að vera að taka ef marka má orð þín. Og fyrst þú minnist nú á þessa blessuðu grænubók þá má nefna að í henni kemur m.a. fram að fiskiskipafloti ESB-ríkja sé orðinn allt of stór og að minnka þurfi hann um 40% auk þess sem þar segir að þörf sé á að “byggja upp nýja heildstæða stefnu í sjávarútvegsmálum.” Æ æ, þarna fóru allar undanþágurnar sem ESB-sinnar básúna svo mjög fyrir lítið. Ég treysti auk þess engan veginn einhverjum “vilja” ESB til að breyta og bæta sjávarútvegsstefnu sína, slíkt gefur enga tryggingu fyrir einu né neinu og er því ekkert sem hægt er að treysta á.
Þarna endurspeglast afstaða til bandalagsins best. Þú treystir ekki vilja ESB til að breyta og bæta sjávarútvegsstefnu sína en það geri ég.
Eins og átrúnaðargoðið þitt Ragnar Arnalds (stundum við skriftir þessar finnst mér ég vera að skrifast á við heimasíðu hans) segir á heimasíðu sinni:
“Hugtakið “söguleg veiðireynsla” virðist enga fasta, viðurkennda merkingu hafa hjá ESB heldur ræðst af því hvað hentar hverju sinni á þeim bæ.” Samt heldur hann því fram að veiðireynslan miðist við árin 1973-1976. Það er augljós misbrestur í því sem hann heldur fram (og þú með), að halda því fyrst fram að veiðireynsla miðist ekki við neitt sérstakt, en síðan heldur hann því fram að veiðireynslan miðist við árin 1973-1976.
Við skulum anda rólega og átta okkur á að íaðildarsamningnum Norðmanna er meginreglan sú að aflahlutdeild ESB innan norskrar
lögsögu og öfugt er byggð á sögulegri veiðireynslu áranna 1989 til 1993 en ekki ’73 til ’76.
Til að mæta þörfum sérsvæða voru tekin inn í samþykktina ákvæði um “sérstakar þarfir” (vital needs) og gilda þau fyrir þessi svæði eingöngu (Skotland, Írland og nýlega Norðurströnd fyrrverandi Austur Þýskalands).
Vegna norðlægrar stöðu og efnhags sem er sérstaklega háður fiskveiðum er líklegt að Íslendingar falli inn í þennann hóp landa sem fyrir eru. Mundi það þýða meiri styrki og lítinn sem engann kvóta útlendinga hér við land. Íslendingar myndu leggja áherslu á þetta í aðildarviðræðum sínum við bandalagið.
Hlutur sjávarútvegs í vöruútflutningi Norðmanna er rétt um 7% á meðan hann er um 75% af vöruútflutningi Íslendinga. Íslendingar myndu því leggja áherslu á að um þjóðarhagsmuni væri að ræða en ekki svæðisbundna eins og Norðmenn gerðu. Norðmenn deila fiskistofnum með ESB þar sem efnahagslögsögur þeirra og sambandsins liggja saman. Efnahagslögsaga Íslendinga liggur hvergi að efnahagslögsögu ESB og eru flestir nytjastofnar innan íslenskrar lögsögu staðbundnir. Á milli Íslendinga og ESB eru því engir samningar í gildi um nýtingu á deilistofnum í lögsögu hvors annars líkt og er á milli Norðmanna og sambandsins. Samningsstaða Íslendinga er því töluvert frábrugðin samningsstöðu Norðmanna.
Frá upphafi hafa tíu þjóðir gengið til liðs við kjarna Evrópusambandsins og forvera þess hverju sinni. Þær hafa allar fengið varanlegar undanþágur útfrá skilgreindum grundvallarhagsmunum sínum.
a. Áður en Svíþjóð og Finnland sömdu sig inn í Evrópusambandið var talað um það að “þær fengju aldrei varanlega undanþágu frá sameiginlegu landbúnaðarstefnunni.”
b. Í samningaumleitununum var búið til hugtakið “heimsskautalandbúnaður.” Landbúnaður í Svíþjóð og Finnlandi fellur undir hann og er því ekki settur undir sama hatt og annar evrópskur landbúnaður. Ergo: varanleg undanþága frá sameiginlegu landbúnaðarstefnunni.
c. Evrópusambandið hefur engan hag af því að kippa fótunum efnahagslega undan væntanlegum aðildarríkjum.
Íslendingar fengju undanþágu
Niðurstaðan er þessi: að það er nánast ekkert í sjávarútvegsstefnu ESB sem Íslendingar geta ekki sætt sig við. Skoðum málið nánar: Skýrslan varpar ljósi á þá staðreynd að þrátt fyrir að við ESB aðild yrði hið formlega ákvarðanavald um heildarkvóta hjá ráðherraráðinu, þá mun Ísland fá úthlutað kvótanum í fiskveiðilögsögu Íslands. Og þar sem leyfilegur heildarkvóti sem ESB ákveður er jafnan hærri en Ísland leyfir þá kemur það í hlut íslenskra stjórnvalda að ákveða endanlega þar um. Skýslan staðfestir ennfremur að Íslendingar geta eftir sem áður beitt eigin aðferðum við stjórn fiskveiðanna.
B: “Og aftur til Úlfars: ”Norðmenn náðu að tryggja svo til óbreytta stöðu frá EES-samkomulaginu og engin ástæða er til að ætla að árangur Íslendinga yrði lakari í viðræðum við ESB. Engin ástæða er heldur til að ætla að ESB fari fram á að við greiðum “aðgangseyri” að sambandinu í formi veiðiheimilda frekar en Norðmenn.“
Ef það sem að undan er ritað um ”uppfyllt“ markmið Norðmanna er sá árangur sem við Íslendingar ættum a.m.k. að geta náð við samningaborð ESB þá finnst mér nú betur heima setið en af stað farið.
Það sem Úlfar er að segja þarna er að við ættum ekki að fá lakari samninga en Norðmenn, ég sjálfur tel ýmislegt benda til að við ættum að geta fengið betri samninga en Norðmenn gerðu, enda liðin nokkur ár frá þeirra samningum. Það virðist vera þannig hjá einangrunarsinnum að þeim finnst alltaf betur heima setið en farið af stað. Viðhorf sem mér finnst bæði íhaldssamt og sveitalegt, enda værum við ennþá fátæk moldarkofaþjóð ef hlustað hefði verið á þá sem hafa í gegnum síðustu öld tuðað sífellt um að betra sé að vera heima en að fara af stað. þeir sem tuðuðu þetta fyrr á árum og stóðu við það voru kallaðir heimalingar. Nú á tímum alþjóðahyggju eru slíkir menn kallaðir einangrunarsinnar.
B: ”Með EES aðild erum við með n.k. aukaaðild þar sem við tökum við 80-90% af löggjöf ESB án þess að vera virkir þáttakendur í því að semja þau lög. Með fullri aðild myndum við hafa áhrif á þessa löggjöf í stað áhrifaleysis áður.“
Hvað áhrif ertu að tala um? Þessa 2-3 þingmenn af meira en 460??? Meiru áhrifin. Og það berytir engu hvaða önnur áhrif við munum hafa, löggjafarvald ESB er hjá Evrópuþinginu og þaðan koma lögin sem við fáum í hausinn.
Þú, sem talar alltaf fjálglega um að semja á jafnréttisgrundvelli ættir að sjá út, ef þú beittir reiknivélinni (ekki þó þeirri sömu og þú notaðir til að fá út fjölda stuðningsmanna VG), að Íslendingar eru í kringum 0,07% af fólksfjölda ESB landanna en 3 þingmenn af 460 eru 0,65%. Við erum að fá mun fleiri þingmenn á Evrópuþinginu hlutfallslega en stærri löndin, og jafnvel öll önnur lönd. En Evrópuþingið skiptir svo miklu minna máli en Ráðherraráðið, sem er hið de facto löggjafarvald bandalagsins –ekki Evrópuþingið, en þar sem öll lönd fá amk einn fulltrúa óháð fólksfjölda. Áhrif smærri ríkja í ráðherraráðinu eru mun meiri en fólksfjöldi þeirra gefur til kynna.
Það virðist eitthvað skorta á grunnþekkingu á ESB, þrátt fyrir allar þær greinar sem þú þykist hafa lesið um það. Til dæmis segir þú “löggjafarvald ESB er hjá Evrópuþinginu..”, sem er fullyrðing, eins og þú skilgreinir hana, en er einfaldlega röng. Máski að þú ættir að kynna þér málin betur áður en þú tekur ákvörðun um að vera á móti. Nei, annars, það hentar þér miklu betur að taka fyrst afstöðu og síðan að finna einhver rök til að styðja hana. Það er hægt að nálgast þessar grunnupplýsingar um ESB víða á netinu. Grunnupplýsingar um Evrópuþingið og Ráðherraráðið fylgja hér á eftir, en það er þess virði að þú lesir nokkrum sinnum setninguna sem segir; “
“Ráðherraráðið er æðsta ákvörðunarvald ESB en það fer með löggjafarvaldið innan ESB.”, áður en þú heldur áfram að fjasa um áhrifaleysi í löggjafarvaldsstofnuninni Evrópuþinginu:
Evrópuþingið: Kosið er til Evrópuþingsins fimmta hvert ár af íbúum aðildarríkja ESB. Þingmenn þess eru 626. Hlutverk Evrópuþingsins er m.a. að fjalla um lagafrumvörp og afgreiða sameiginlega fjárhagsáætlun ESB. Evrópuþingið samþykkir einnig inntöku nýrra aðildarríkja og nýja framkvæmdastjórn ESB. Evrópuþingið hefur mestmegnis verið í ráðgefandi hlutverki en með samþykkt Einingarlaga Evrópu og Maastricht- sáttmálans hefur hlutverk þess farið vaxandi. Þannig hefur Evrópuþingið hefur öðlast meðákvörðunarrétt með ráðherraráðinu á ákveðnum sviðum. Staða Evrópuþingsins styrktist enn með leiðtogafundinum í Amsterdam.
Ráðherraráðið:Ráðherraráðið er æðsta ákvörðunarvald ESB en það fer með löggjafarvaldið innan ESB. Ráðið er skipað einum ráðherra frá hverju aðildarríki ( t.d. sjávarútvegsráðherra þegar fjallað er um sjávarútveg ). Ákvarðanir í ráðherraráðinu eru teknar með einföldum meirihluta ( 51% ), auknum meirihluta ( 71% ) eða samhljóða eftir því um hvaða málaflokkur er til umfjöllunar. Aðildarríki hafa mismörg atkvæði eftir íbúafjölda. Með samþykkt Einingarlaga Evrópu og Maastricht- sáttmálans hefur atkvæðagreiðsla með auknum meirihluta farið vaxandi. Atkvæðagreiðsla með auknum meirihluta krefst minnst 62 atkvæða af 87 atkvæðum. Ýmsar ákvarðanir verða þó að hljóta samþykki allra aðildarríkja ESB, t.d. ákvarðanir um samræmingu skatta- og tollamála, aðild nýrra ríkja og breytingar á sáttmálum ESB. Aðildarríkin skiptast á um að gegna formennsku í ráðherraráðinu hálft ár í senn.
B: ”Beinn og óbeinn kostnaður við að halda krónunni úti er einhversstaðar á bilinu 100-120 milljarðar króna per annum, sem myndu sparast ef við tækjum upp evruna. Líklegt er einnig að styrkir til bænda myndu lækka, en þeir eru um 11 milljarðar á ári hér á landi – þeir hæstu í Evrópu og OECD löndunum. Bara út frá krónunni er ljóst að við munum spara tífallt meiri upphæð en við borgum við inngöngu í ESB.“
Veistu, ég hef heyrt þessa tölu áður og fundist ótrúleg. Ekki batnaði það síðan þagr ég reyndi árangurslaust að fá það upp gefið hjá ýmsum aðilum, þá einkum hjá Samfylkingunni, hvernig þessi tala væri fengin út. Engin svör! Þú gæti því kannski útskýrt það hvernig þessi fáránlega tala er fundin út?
Úr ritstjórnargrein Sveins Hannessonar hjá samtökum iðnaðarins:
”Því hefur verið slegið fram að hvert % stig í vöxtum, sem við greiðum umfram það sem vera þyrfti, kosti fyrirtæki og heimili í landinu um 11 milljarða króna á ári. Meðal útlánsvextir á Íslandi eru nú um eða yfir 20% en sambærilegir evruvextir eru 7-8%. Lækkun vaxtakostnaðar miðað við evru í stað íslenskrar krónu eru samkvæmt þessu margir tugir milljarða á ári. Þá er ótalinn annar óþarfa viðskiptakostnaður vegna krónunnar, tapaður hagvöxtur vegna óstöðugleika gengis og glötuð tækifæri til að fá hingað til lands erlenda fjárfestingu. Enn má nefna það agaleysi í gerð kjarasamninga sem virðist fylgja því að semja um laun í krónum. Meira og minna innbyggt í þá samninga er að gera ráð fyrir gengisfellingum og verðbólgu, þannig að eðlileg viðmið við framleiðniþróun eru hundsuð og samið um kjarabætur langt umfram það sem gerist hjá keppinautunum. Ástæðan er sú að launin eru greidd í ónýtum gjaldmiðli. Ugglaust er erfitt að reikna út hvað það kostar okkur að burðast með íslensku krónuna og engir útreikningar á því hafa verið gerðir opinberir svo að vitað sé. Það er hrikaleg fjárhæð sem þarna er árlega kastað á glæ. Ef til vill er talan svo há að hana má ekki nefna upphátt frekar en allan þann fisk sem fleygt er í sjóinn á hverju ári.“
Svona til að hressa uppá reikninginn hjá þér, þá eru 11 m.a. króna sinnum mismunur á vaxtastigi 11% jafnt og 121 milljarður. Það má einnig geta þess hér að við getum aldrei, ég endurtek aldrei, náð jafn lágum vöxtum og evran með krónunni. Vaxtamunurinn er kostnaðurinn við að viðhalda mynt í (of) litlu hagkerfi. Hence milljarðar á ári í að halda úti krónunni. Milljarðar sem þið viljið kannski borga með glöðu geði, en ekki ég. Varla almenningur og ekki atvinnulífið.
B: ”Ég held þvert á móti að landbúnaður á Íslandi, sem býr við hæstu styrki sem þekkjast í OECD hefði gott af samkeppni og Íslenskur landbúnaður myndi eflast í kjölfarið. Fækkun í greininni hefur verið mikil á undanförnum árum, einfaldlega vegna hagræðingar en íslenskir neytendur munu áfram vilja íslenskar landbúnaðarvörur, þrátt fyrir að þær fái samkeppni annarsstaðar frá. Mér finnst þessi bölsýnisspá byggð á sandi, enda heyrðist hún líka þegar við gengum í EFTA og áður en EES samningurinn varð samþykktur. Hún hefur ekki ræst og mun ekki rætast. Heildarniðurstaðan yrði líklega betri vörur, meira vöruúrval og lægra vöruverð.“
Mér er nú satt best að segja alveg sama hvað þú heldur. Mínar upplýsingar eru fengnar frá Búnaðarsambandi Íslands skv. rannsóknum sem þeir létu gera fyrir sig. Annars vinur, hvaða endemis trygging er fyrir því að íslenskir neytendur muni áfram vilja íslenskar landbúnaðarvörur??
Hvað í ósköpunum hefurðu fyrir þér í því??? Íslenskur landbúnaður einfaldlega myndi ekki ráða við óhefta samkeppni erlendis frá, svo einfalt er það. Sjá einnig eftirfarandi:
”Oft er það nefnt sem einn helsti kosturinn við aðild að ESB að innflutningur landbúnaðarvara verði gefinn frjáls og neytendum bjóðist ódýrar, innfluttar búvörur. Aðrir telja þetta verulegan ókost þar eð afleiðingin yrði stórfelldur samdráttur í innlendri framleiðslu búvara, bæði hjá bændum og vinnslustöðvum og þar með samdráttur í þjóðarframleiðslu. Sérfræðingar bændasamtakanna hafa að vísu talið að lambakjötsframleiðslan gæti staðist samkeppnina og var það einnig niðurstaða nokkurra nemenda við Samvinnuháskólann í sérstöku verkefni þeirra á haust misseri 1998. Um mjólkurframleiðslu og þá einkum smjör- og ostagerð gegnir öðru máli. Bændasamtökin hafa bent á að 25-50% mjólkurframleiðslunnar yrði í verulegri hættu ef Ísland gengi í ESB og jafnframt legðist svínakjöts-, kjúklinga- og eggjaframleiðsla af að mestu. Afleiðingin yrði verulegt atvinnuleysi í sveitum og bæjum sem byggja afkomu sína á vinnslu búvara og samdráttur í landsframleiðslu.“
a. Áður en Svíþjóð og Finnland sömdu sig inn í Evrópusambandið var talað um það að ”þær fengju aldrei varanlega undanþágu frá sameiginlegu landbúnaðarstefnunni.“
b. Í samningaumleitununum var búið til hugtakið ”heimsskautalandbúnaður.“ Landbúnaður í Svíþjóð og Finnlandi fellur undir hann og er því ekki settur undir sama hatt og annar evrópskur landbúnaður. Ergo: varanleg undanþága frá sameiginlegu landbúnaðarstefnunni.
Þó svo að ég sé fylgjandi frjálsri samkeppni í stað hafta og einangrunar eins og sumir, þá gætum við auðveldlega samið landbúnaðinn okkar frá landbúnaðarstefnunni, verndað hann með því að leggja sér tolla á erlendar landbúnaðarvörur eins og í dag.
Annars er það mín skoðun að ef að atvinnugrein ræður ekki við samkeppni erlendis frá, þá er eitthvað að og tími kominn á gagngera hreinsun eða endurskoðun á greininni. Búnaðarsambandið vill að sjálfsögðu halda áfram að mjólka 14 milljarða á ári frá íslensku þjóðinni, sem auk þess að borga svívirðilega hátt verð fyrir matinn sinn, borgar bændum að auki hluta af skattinum sínum í beina styrki til þeirra. Þeir sem eru á spenanum vilja að sjálfsögðu ekki losna, og því sjáum við slíkan hræðsluáróður Búnaðarsambandsmanna, sem með þessum yfirlýsingum sínum eru í raun að viðurkenna í hvers konar öngstræti íslenskur landbúnaður er kominn í.
En líklegast myndum við semja okkur frá landbúnaðarstefnunni, líkt og Svíar og Finnar gerðu í stað þess að taka til hjá okkur.
D: ”Þú hlýtur að vera að grínast [með að íslendingar þurfi að gegna herskyldu í hugsanlegum Evrópuher]!??!"
Þetta er víst vel hugsanlegur möguleiki. Þetta er þó alls ekki öruggt.
Nú allt í einu ertu ekki orðinn öruggur með þetta atriði, sem var áður eitt af þeim sem þú taldir upp sem ókost við það að ganga í ESB. Ég hins vegar vísa í
http://www.european-defence.co.uk/ þar sem þetta kemur fram:
The EU force is not a European Army in the sense of a standing army. It follows a similar character to NATO's Allied Command Europe (ACE) Rapid Reaction Corps (ARRC) where certain elements of member states armed forces are earmarked for rapid deployment if the need arises. Only one part of the force could be considered as a standing army.“
Einu löndin sem halda liði úti í reglulegum her sambandsins eru Frakkland og Þýskaland. Ennfremur
Kemur fram á heimasíðu ESB að :
(2308. Council - GENERAL AFFAIRS / DEFENSE : MILITARY CAPABILITIES COMMITMENT DECLARATION)
4. At the Capabilities Commitment Conference, in accordance with the decisions taken at the Helsinki and Feira European Councils, the Member States committed themselves, on a voluntary basis, to making national contributions corresponding to the rapid reaction capabilities identified to attain the headline goal.”
Voluntary basis er mikilvæg setning hér. Ég tel algerlega útilokað að Ísland, sem hefur engan her og hefur enga hernarðarlega hefð verði skyldað til að taka þátt í Evrópuhernum, ekki frekar en við þurftum að skaffa hermenn í herafla NATO.
“..where certain elements of member states armed forces are earmarked for rapid deployment if the need arises” gefur okkur til kynna að evrópuherinn sé ekki gamaldags herskylduher, heldur sé her samsettur úr núverandi herjum bandalagsríkja. Þ.e. herinn verður, eins og sagt er að ofan, svipaður í eðli sínu og NATO heraflinn, samansettur úr herjum fullvalda bandalagsríkja, þar sem hersveitir úr þeim herjum verða valdar til þáttöku í sameiginlegum her, enda eru Evrópulönd að færa sig úr herskylduherjum yfir í atvinnuhermennsku.
Þetta er í 3 sinn sem ég sé hér þessu varpað fram án þess að það komi haldbærari skýringar en “það gæti verið, en er ekki öruggt”. Það verður að vera eitthvað meira á bakvið áður en slíkum skoðunum er varpað fram. Eitthvað concrete. Það er svo auðvelt að koma með dylgjur, en erfiðara að standa undir þeim.
D: “Við munum hafa áhrif á fleiri stöðum en í Evrópuþinginu, sérstaklega í ráðherraráðinu. En á Evrópuþinginu munum við taka upp samstarf við hinir Norðulandaþjóðirnar sem eru í ESB fyrir og mynda þar heild, en þessar þjóðir hafa einmitt hvatt Íslendinga og Norðmenn til að ganga í ESB til að styrkja stöðu Norðurlandanna enn frekar. Altént myndi staða okkar styrkjast frá því sem hún er í dag.”
En nákvæmlega hver verða áhrif okkar innan ESB ef af aðild verður? Veistu það? Evrópusinnar tala gjarnan um að áhrif okkar á þau lög sem koma frá ESB munu verða svo mikil. Lög ESB eru þó samþykkt á Evrópuþinginu þar sem áhrif okkar verða sama og engin. Áhrif okkar á lagasetningu ESB verður því einfaldlega brandari. Og eins og Ingólfur Harri segir réttilega þá er ekkert að treysta á eitthvað samstarf við Norðurlöndin sem engin trygging er fyrir. Ætlar þú virkilega inn í ESB og treysta á eitthvað samstarf við hin Norðurlöndin sem enginn fótur er fyrir?? Stjórnvöld hinna Norðurlandanna hafa án efa hvatt Íslendinga og Norðmenn til að ganga í ESB en það er ekki svo með þjóðirnar eftir því sem ég best veit. Einungis 30% af Svíum styðja ESB-aðildina í dag á móti rúmum 50% þegar aðildin var samþykkt og fer sú tala sífellt lækkandi. Sama er að segja um Dani enda skemmst að minnast þess þegar þeir höfnuðu Evrunni og Maastricht-samningnum (sem var svo auðvitað bara lagður fyrir Dani aftur). Hinar NorðurlandaÞJÓÐIRNAR eru því ekki beint spenntar fyrir aðildinni að ESB.
Lögin eru samþykkt á Evrópuþinginu, en Ráðherraráðið er engu að síður valdamesta stofnun bandalagsins og er de facto löggjavarvaldið. Þar eru áhrif smáþjóða mun meiri en íbúatala þeirra gefur til kynna. ESB er í þróun eins og öll bandalög ættu að vera og með nýjum aðildarríkjum breytist stjórnskipunin og ef þú vilt vita hvernig, þá getur þú lesið um Nice samningana.
Hvaðan koma upplýsingar þínar um að aðeins 30% Dana og Svía styðji ESB? Slíkar tölur hefi ég ekki séð áður og þætti vænt um að þú vísaðir til heimildar hér. Finnar og Svíar voru svo lítið spenntar fyrir aðild að ESB að þær gengu til aðildarviðræðna og samþykktu aðild í þjóðaratkvæði. Hvaða aðrar þjóðir ertu að tala um? Norðmenn?
Ekki þurftu Danir að kjósa aftur um EMU aðild og ekki þurftu Bretar að kjósa aftur um Schengen aðild aftur. Í þessum tilvikum standa þjóðirnar einfaldlega utan þessara samþykkta. Maastricht samningurinn var ekki lagður óbreyttur fyrir Dani aftur. Hann gekk í gegnum breytingar áður en hann var lagður aftur fyrir þjóðaratkvæði.
Ég hef þegar sagt frá hinum “miklu” áhrifum sem við munum hafa innan ESB - þau verða nánast engin! Hins vegar eru Evrópusinnar nú einhver tvöföldustu aðilar sem ég hef heyrt um. Sömu aðilar og fullyrtu fyrir 10 árum síðan að EES-samningurinn myndi EKKI skerða fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar nota það nú sem sín helstu rök að einmitt vegna þess hve EES-samningurinn skerðir fullveldi okkar verðum við að ganga í ESB, þ.e. lengra inn í gildruna. Nægir að nefna í þessu tilfelli Jón nokkurn Baldvin Hannibalsson sem er í dag einn af aðalfélögum Evrópusinna og var einmitt utanríkisráðherra í ríkisstjórninni sem kom EES-samningnum á. Þessi framkoma lýsir svo viðbjóðslega og óforsvaranlega tvöföldu siðferði að manni verður einfaldlega illt. Hugsa sér að svona menn skuli vera til sem komi með þessum hætti í bakið á sinni eigin þjóð! Ef slíkir menn eru ekki mikið mein í íslensku þjóðfélagi þá veit ég ekki hvað! Slíkir menn, sem blekkja þjóð sína til að fá sínu framgengt, eru ekki að vinna að hagsmunum hennar - slíkir menn eru skömm og hneisa fyrir hvert þjóðfélag!
Ég hef þegar hrakið það að við höfum engin áhrif innan ESB. Það er ekki rétt. Einangrunarsinnar eru þeir íhaldssömustu sem ég veit um. Sömu aðilarnir notuðu sömu rökin -og þeir nota enn um missi sjálfstæði okkar við inngöngu í;
a) NATO
b) EFTA
c) EES
d) ESB
Það er alveg ótrúlegt að hlusta á þessa biluðu plötu, þeim virðast lífsins ómögulegt að finna nýja fleti eða röksemdafærslur í þessum málaflokki. Það skal alltaf setja plötuna með missi sjálfstæðisins á fóninn, og aldrei skal litið til baka og athugað hvort að þeir hafi haft rétt fyrir sér í fyrri skiptin -sem þeir höfðu ekki. Þetta eru mennirnir sem börðust gegn bjórnum og litasjónvörpum. Þetta eru mennirnir sem þjóðin treystir ekki og sem betur fer hefur ekki hlustað á hingað til. Þetta eru mennirnir sem þú styður og þinn málflutningur er sá sami og þeirra. Það eru þessir menn og þessi málflutningur sem er hneisa fyrir þjóðfélagið.
B “Já, þú segir það. Þú telur þig semsagt vita betur en ríkistjórnin og þeir lögmenn og þær sérfræðinganefndir sem kannað hafa hvort EES samningurinn brjóti í bága við stjórnarskránna. Mér þykir sumir ekki setja sig á lágan stall í þessu máli.”
Ég tel mig já vita betur en þessi svokallaða “sérfræðinefnd” Viðeyjarstjórnarinnar og sama er að segja um fjölda íslenskra lögfræðinga sem fullyrtu að EES-samningurinn bryti í bága við stjórnarskrána. Ég er ekki að setja mig á háan stall með þessu - þeir aðilar sem samþykktu EES-samninginn í trássi við stjórnarskrána og að öllum líkindum vilja þjóðarinnar settu sig á háan stall fyrir 10 árum síðan - á stall ofar lýðræðinu!
EES samningurinn var samþykktur á Alþingi, eftir að hafa verið yfirfarinn m.t.t. stjórnarskráar. Fjöldi lögfræðinga fullyrtu líka að EES samningurinn bryti ekki í bága við stjórnarskránna. Hver hefur rétt fyrir sér í slíkum málum? Alþingi hlýtur að taka endanlega afstöðu til málsins, enda sitja þar lýðræðislega kosnir fulltrúar landsins…Eða hvað? Hvað ertu í raun að segja? Að lýðræðislega kosið þing sé ekki lýðræði? Að atkvæðagreiðslur á Alþingi séu ekki lýðræðislegar? Að þau lög og samningar sem Alþingi samþykkir séu ekki lýðræðislega samþykkt?
Allavega, þá er gaman að sjá að einangrunarssinnar vilja styðja ekki fulltrúalýðræðið, heldur vilja fá uberlýðræði fjöldans, eða eitthvað þaðanaflíkt, slíkir útópíumenn sem þeir eru.
“Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda.”
Þarna segir að dómendur skeri úr ÖLLUM ágreiningi um embættismörk yfirvalda. Þá líka hvort þeim leyfist að samþykkja milliríkjasaminga sem hugsanlega stangist á við stjórnarskrána. Af hverju í ósköpunum var það ekki gert? Hvers vegna var málið ekki lagt í þjóðaratkvæði? Og hvers vegna var ekki hlustað á þá mörgu lögfræðinga sem mótmæltu samþykkt EES-samningsins?? Það er ekki flókin skýring á þessu, ríkisstjórnin vissi að Hæstiréttur myndi að öllum líkindum hafna lögtöku EES-samningsins af þeirri einföldu ástæðu að hann stangaðist á við stjórnarskrána. Sama er að segja um þjóðina – vitað var að miklar líkur væru á því að hún felldi samninginn. Ríkisstjórnin ætlaði bara að fá EES-samninginn samþykktan! Þetta er sama formúlan og notuð var við samþykkt NATO 1949 – þjóðinni var einfaldlega ekki “treyst” til að samþykkja aðildina að NATO. Lýðræðislegt???? Ekki beint!!!
Eru samþykktir frá Alþingi ekki lýðræðislegar? Er meirihlutasamþykki fulltrúalýðræðis eins og við búum við ekki lýðræðislegt? Hvað hefur þú fyrir þér í því að Hæstiréttur hefði hafnað lögtöku EES? Af hverju ætti Hæstiréttur hér að hafna samningnum en ekki í öðrum EES löndum? Er stjórnarskráarákvæði Íslendinga um fullveldi öðruvísi hér en í öðrum Evrópulöndun?
Niðurstaða sérfræðinganefndanna var sú að löggjöfin -sama hvað hún er margar blaðsíður væri ekki íþyngjandi fyrir einstaklinga né lögaðila og þar af leiðandi stangaðist hún ekki á við stjórnarskránna. Ef við gefum okkur að íþyngjandi löggjöf gerði það að verkum að einstaklingar og lögaðilar yrðu fráhverf bandalaginu, þá getum við gefið okkur að þau 65% landsmanna (einstaklinga) sem vilja aðildarviðræður séu ekki íþyngd af löggjöf ESB og eins og oft hefur komið fram, þá vilja samtök fyrirtækja sækja um aðild, þannig að ekki er löggjöfin að íþyngja lögaðilum heldur ef við notum áfram sömu forsendur. Þar af leiðandi getum sagt að sérfræðinganefndin hafi haft rétt fyrir sér í upphafi, og seinni nefndin, sem komst að sömu niðurstöðu einnig. Annars hef ég ekki hugmynd um hvaða forsendur nefndirnar gáfu sér, enda skiptir það ekki máli hér, því ég kemst persónulega að sömu niðurstöðu og þær.
Þú getur kannski talið upp nokkur dæmu um hvernig þér sem einstaklingi er íþyngt með löggjöf ESB til gamans, svo við fáum það viðhorf fram einnig? Hvaða “fjölmörgu” lögfræðinga sem voru á móti EES á sínum tíma ertu að vitna í ? Af hverju hefur ekkert heyrst frá þeim undanfarin ár? Af hverju hafa þeir ekki farið með þetta fyrir dómstóla? Út af því að þeir eru svo sigurvissir?
B: “Svo er það spurningin með Hegningarlögin og Stjórnarskránna. Þú heldur því fram að þeir aðilar sem vilja hag Íslands sem bestan og með því inngöngu í ESB séu brotlegir við 88 gr. hegningarlaganna, og heldur því jafnvel fram, að það að halda því fram í riti og ræðu að við ættum að skoða aðild að efnahagsbandalagi alvarlega, sé það mikið brot á 88 gr. Hegningarlaganna að 73. stjórnarskráarinnar verndi þessa aðila ekki. Með öðrum orðum er ég, með því að skrifa hér á Huga og aðallega með því að vera þeirra skoðunar sem ég er, að stefna öryggi ríkissins í hættu (heimild úr 73. gr. til að setja skorður á tjáningafrelsi) og sé einnig að brjóta 88. gr. hegningarlaganna títtnefndu. Maður verður orðlaus við að lesa svona lagað. Algerlega forviða. En ef að ritter trúir því svona heitt að það að vilja aðild Íslands af efnhagasbandalagi helstu viðskiptalanda og vinaþjóða okkar sé svona mikil brot á landslögum að það séu landráð að vera þessarar skoðunnar og segja frá því í ræðu og riti, þá bið ég hann um að, eins og þeir á amerísku segja svo skemmtilega -put your money were your mouth is - og kæra einn eða fleiri af okkur sem erum þessarar skoðunar fyrir Íslenskum dómstólum. Ellegar að láta af þessum kjánalegu ásökunum um landráð og lögbrot.”
Vilja Evrópusinnar hag Íslands sem bestan?? Ef þeir trúa þessu virkilega eru þeir á jafnvel enn meiri villigötum en ég hélt!! Annars býst ég við því að Gissur jarl hafi talið sig vera að gera íslandi gott 1262… Annars er ég ekki að halda neinu meiru fram en sem landslög kveða á um, er það ekki nægilega ljóst vinur?? Því eru þessar ásakanir mínar langt því frá að vera kjánalegar. Hvað varðar skrif þín á Huga er löggjafinn svo á eftir á Íslandi að skrif á internetinu teljast á mörkunum að vera opinber enda hvergi í lögum skilgreind sem slík.
Ég er hins vegar staðfastlega þeirrar skoðanar að menn sem vilja koma Íslandi undir erlend yfirráð, að hluta eða heild, séu landráðamenn og get ekki séð að hegningalögin geti verið nákvæmari í þeim efnum. Hvað snýr hins vegar að því að heimta að ég kæri slíka aðila þá er mér einfaldlega ekki heimilt sem einstaklingi að höfða slík mál þó feginn vildi. Í 97. gr. Almennra hegningalaga í kaflanum um landráð segir svo:
“Mál út af brotum, sem í þessum kafla getur, skal því aðeins höfða, að dómsmálaráðherra hafi lagt svo fyrir, og sæta þau öll opinberri meðferð.“
Mér er því ljóslega ekki fært að kæra slík mál en ég er nú að undirbúa erindi til Dómsmálaráðuneytisins þar sem ég óska eftir að þetta mál sé alvarlega skoðað af ráðuneytinu.
Já kallinn, þér er greinilega alvara í þessu máli. Ef ég ætti eina ósk, þá myndi ég vilja fá upptökuna af hlátrasköllunum sem verða í ráðuneytinu þegar þetta mál verður skoðað “alvarlega”. En ætli ég láti ekki nægja að glotta fyrir framan tölvuna á meðan ég les þetta svar þitt og dálítinn tíma á eftir reyndar. En það er hljótt að hlægja að þessu því afstaða þín í þessu máli er nefnilega ekki hlægileg, heldur aumkunarverð.
Bið að heilsa Gissuri Jarli, með von um að þú getir komið með okkur á umræðuplanið í 21.öldinni í stað þess að vera fastur í þeirri 13.
”Færa rök fyrir hverju? Þetta er niðurstaða þeirra löglærðu manna sem könnuðu málið fyrir og eftir að EES samningurinn var samþykktur. Þetta er staðan í dag og ég er sáttur við hana og sammála henni. Af hverju ætti ég að færa rök fyrir því að löggjöfin sem við tökum inn á okkur nú sé ekki umfangsmikil? Það er eingöngu mín skoðun byggð á því að ég verð persónulega ekki var við þessa löggjöf í mínu daglega lífi (sem einstaklingur) og það að samtök atvinnurekenda, þ.e. þeirra sem að ættu helst að finna fyrir þessu (lögaðilar) vilja ólm sækja um aðild að bandalaginu -og virðast þ.a.l. ekki finna fyrir þessar löggjöf nema á jákvæðan hátt þá. M.ö.o. ég er sammála sérfræðinganefndum þeim er stjórnvöld skipuðu og komust að því að “löggjöf ESB sem kemur hér inn væri einmitt skýrt afmörkuð og ekki umfangsmikil eða verulega íþyngjandi fyrir einstaklinga eða lögaðila.” Eins og kom fram í fyrri pósti.“
Færa t.d. rök fyrir því hvers vegna þú ert þeirrar skoðunar að 80-90% af löggjöf ESB sé ekki umfangsmikið. Fyrst þessir herramenn í þessari ”sérfræðinefnd“ könnuðu málin svona vel ættu einhver almennileg rök að liggja til grundvallar niðurstöðu þeirra, ekki satt? Annars hafa mennirnir varla unnið heimavinnuna sína. Og ef þessi merkilega setning: ”… að löggjöf ESB sem kemur hér inn væri einmitt skýrt afmörkuð og ekki umfangsmikil eða verulega íþyngjandi fyrir einstaklinga eða lögaðila“, hljóta einhver rök að liggja fyrir því að þeir komust að þeirri niðurstöðu sem frá er skýrt í þessari merku setningu. Gaman væri einnig að vita í hverju þessi endemis setning á stoð, a.m.k á hún ekki stoð í stjórnarskránni, svo mikið er víst. En ef þú ert þeirrar skoðunar að þessi setning eigi stoð í stjórnarskránni vil ég fá að vita hvernig þú færð það út vinur!
Það þýðir ekkert að byggja þessa skoðun á þinni eigin persónulegu reynslu, það segir bara ekki neitt. Ef þessir ”rök“ þín eru í tengslum við eitthvað vitsamlegt gæti ég allt eins sagt að ég sem einstaklingur verði ekkert var við það að það sé gat á blessuðu ósonlaginu og því telji ég bara að svo sé ekki, en það er engu að síður staðreynd eins og allir vita. Þetta er því auðvitað algert kjaftæði eins og allir sjá og sama hlýtur að vera að segja um þína afgreiðslu á málinu. Þú hefur þó auðvitað fullan rétt til að hafa þínar skoðanir hversu heimskulegar sem þær annars eru og það virði ég auðvitað, en svona bull kaupir nú varla nokkur hugsandi maður.
Hvað atvinnurekendur snerti er þeirra afstaða ekki skrítin, þeirra eigin hag verður án vafa nokkuð vel borgið innan ESB þó þjóðarbúið í heild komi illa út úr því, sbr. t.d. eftirfarandi:
”Hverjir eru fjárhagslegir ávinningar Íslendinga af aðild [að ESB]? Margir ganga út frá því sem gefnu, að innganga Íslands í ESB færi okkur öllum gull og græna skóga. En það er á miklum misskilningi byggt. Samtök atvinnurekenda telja að vísu að hugsanlegur ávinningur yrði af aðild fyrir íslensk fyrirtæki í formi lækkaðs rekstrarkostnaðar vegna lægri vaxta og viðskiptakostnaðar. En samkvæmt skýrslu stjórnvalda vorið 2000 þyrfti Ísland að greiða rúma 8 milljarða kr. árlega í skatt til sameiginlegra fjárlaga ESB. Sú upphæð nálgast óðfluga 9000 millj. kr. eftir gengisfall krónunnar og jafnast á við 2,5% í tekjuskatti einstaklinga sem að sjálfsögðu teldist veruleg tekjuskerðing hjá þorra launafólks.“
Og ef við tölum um blessaða evruna:
”Sjálfsagt þykir mörgum það ávinningur að við aðild að ESB gætu Íslendingar tekið upp nýju myntina, evruna. Sameiginleg mynt verður vinsæl meðal almennings sem sleppur við að afla sér gjaldeyris á ferð um aðildarríkin og nokkur sparnaður næst hjá fyrirtækjunum. Ókostirnir sem fylgja því að afsala sér eigin mynt eru hins vegar verulegir þótt minna sé um þá rætt.
Í sjálfstæðu ríki er gengisskráning eigin myntar ásamt ákvörðun vaxta og skatta helstu úrræðin til að berjast gegn neikvæðum afleiðingum hagsveiflna sem hafa þá sífelldu áráttu að keyra hagkerfi þjóðanna út af sporinu, ýmist með háskalegri ofþenslu eða alvarlegum samdrætti og atvinnuleysi. Ríki sem búa við hliðstæðar aðstæður og hafa samsvarandi efnahagskerfi geta tekið upp sameiginlega mynt og beitt þessum stjórntækjum sameiginlega með góðum árangri. Efnahagskerfið á Íslandi er hins vegar verulega ólíkt efnahagslífi aðildarríkja ESB. Hagsveiflur hér eru oft brattari en annars staðar og í engum takti við hagsveiflur í ESB vegna þess að hér er það t.d. útflutningsverð á sjávarafurðum sem mjög ræður ferð hagsveiflunnar en það á ekki við ESB. Það yrði Íslendingum afar óhagstætt ef gengisþróun myntar sem hér væri notuð tæki ekki lengur mið af íslenskum aðstæðum heldur kringumstæðum í löndum þar sem ástand mála er allt annars eðlis. Sama á við um beitingu skatta og vaxta sem nú er farið að miðstýra í ESB.“
Afstaða SA er því ekki skrítin, þeim virðist einu sinni eðlislægt að hugsa ætíð um eigin hag umfram hag heildarinnar!
Frá þjóðhagslegu sjónarmiði má nefna að Prófessor Robert Mundell, sem fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði 1999, skrifaði tvær veigamiklar greinar um hagkvæm myntsvæði (optimum currency areas) árið 1961 og 1970. Í fyrri greininni taldi hann að mynt með breytilegt gengi ætti að miðast við svæði með samskonar hagsveiflu – hið samhverfa myntsvæði.1 Sú röksemdafærsla átti lengi upp á pallborðið og síðast setti prófessor Paul Krugman hana fram í grein sem hann tók saman fyrir Seðlabanka Íslands fyrir áratug og taldi Íslendingum af þessum sökum fyrir bestu að standa utan myntsamstarfsins í Evrópu.2 Hinsvegar má líka benda á að prófessor Ronald McKinnon við Stanford háskóla hefur lengi skrifað um neikvæð áhrif gengisflökts á flæði erlendra fjárfestinga.3 Í seinni grein sinni tók prófessor Mundell hinsvegar upp þá skoðun, sem nú er viðtekin, að ein mynt sé til hagsbóta fyrir ósamhverft hagkerfi. Í raun komst hann að þeirri niðurstöðu að því ósamhverfara sem myntsvæðið er því betra vegna þess að það jafnar út viðskiptasveiflur innan þess.4 Flæði vöru og fjárfestinga innan myntsvæðisins er stór þáttur í þeirri jöfnun sem heldur hagvexti meiri en ella á svæðinu. Samkvæmt þessu yrði það Íslandi til hagsbóta að taka upp stóra mynt eins og evruna þótt viðskiptasveiflan hér sé ekki alltaf sú sama og á meginlandi Evrópu.5
Í þjóðhagslegu samhengi myndi upptaka stærri myntar eins og evrunnar því hafa bein áhrif í formi lægri vaxta og viðskiptakostnaðar og jafnari hagsveiflu. Óbeinu áhrifin eru líka mörg og birtast í aukinni hagkvæmni á vöru-, þjónustu-, vinnu- og fjármagnsmörkuðum. Slíkt leiðir til öflugri og fjölbreyttari starfsemi fyrirtækja, verður til hagsbóta fyrir neytendur og lántakendur, skapar hagrænni launamyndun og auknar fjárfestingar. Hinn hagræni ávinningur af upptöku evrunnar er því verulegur og gæti numið mörgum prósentustigum af vergri landsframleiðslu, nálægt umframarði þjóðarinnar af fiskveiðum.6
Endanlega er upptaka evrunnar samt pólitískt mál sem krefst að öllum líkindum ESB aðildar. Íslensk stjórnvöld mega ekki láta undir höfuð leggjast að kanna hvaða leiðir eru færar í þessu máli og að undirbúa hugsanleg samningsmarkmið þjóðarinnar. Það er ljóst að með upptöku evrunnar kæmi varanlegri stöðugleiki og jöfnun í samkeppnisgrundvöll íslenskra fyrirtækja, sem mundi treysta forsendur þess að hagvöxtur og lífskjör í landinu gætu haldist há og sjálfbær um ókomin ár.
”Ég skal reyna að svara öllu því sem þú krefst svara við, og mun gera það, hafðu engu að síður þolinmæði, því ég veit að þú iðar í skinninu að lýsa þig sjálfan “óvéfengjanlegan sigurvegara þessarar ritdeilu”, á þinn lítilláta og auðmjúka hátt.“
Gott hjá þér, góð tilbreyting! Batnandi manni er best að lifa sagði víst einhver. Ég skal vissulega hafa eðlilega þolinmæði, skil það vel ef heimildabrunnur þinn er þurrausinn og þú þurfir að leita eftir einhverjum fleirum haldreipum - þau hin fyrri hafa einu sinni ekki reynst svo traust, að mínu mati a.m.k.
- Ég er allavega búinn að lesa þinn heimildabrunn (fullveldi.is) og var ekki hrifinn. Ertu viss um að þinn heimildabrunnur sé ekki uppurinn, eða myntu halda áfram að vitna í þessa einu heimild þína? Við erum amk sammála um að treysta ekki heimildum hvors annars, það er nokkuð ljóst.
En þú virðist nú vita meira um mig en hann ég - ég ákveð aldrei neitt fyrr en hlutirnir eru afstaðnir þó þú virðist sjálfur vera að gera slíkt…? Vona að þú sért þó ekkert að lýsa yfir einhverri uppgjöf með þessu? Hef nefnilega mjög gaman af þessari ritdeilu og treysti því að hún sé ekkert að enda á næstunni. En spyrjum að leikslokum vinur! :)
Annars býst ég við að þú hafir verið að lesa heimasíðuna mína og sért þarna að vitna óbeint í ritdeilu mína við Ágúst nokkurn Flygenring, öðru nafni Flogger. Ég ákvað ekki að ég væri sigurvegari þeirrar ritdeilu fyrr en hann hafði óbeint lýst því yfir að hann hyggðist ekki svara mér frekar en raun varð. Engu að síður gaf ég manninum nokkra daga uns ég lýsti því yfir að ég hlyti að teljast sigurvegari ritdeilunnar. Einnig má benda á að ýmsir aðilar, sem fylgst höfðu með þessari ritdeilu, sendu mér tölvupóst þegar ekkert heyrðist frá Flogger lengur og sögðu það skoðun sína að ég hefði haft betur. Þessi yfirlýsing mín var því ekki byggð eingöngu á mínu mati, alls ekki.
En endilega reyndu að svara mér sem fyrst, ég hlakka til að heyra meira af tilvitnunum í þá Úlfar og Eirík Bergmann vini þína - þær eru vægast sagt spaugilegar á köflum :)
Ég ætla ekkert að spyrja að leikslokum, því ég hef það á tilfinningunni að þú, sem lítur að umræður á Huga.is sem keppni, viljir alltaf hafa síðasta orðið, og þ.a.l. ”vinnir" alltaf allar umræður sem þú tekur þátt í. Ekki einu sinni það dugar, því þú lýsir sjálfur yfir sigri í slíkum umræðum á heimasíðu þinni af ógurlegur lítillæti(mér er alveg sama þó að einhverjir félagar þínir hafi skrifað þér póst og sagt þér að þú hafir haft betur).Ég er því miður vaxinn upp úr slíkum barnaskap og tek þ.a.l. ekki þátt í slíku.
Ég vildi að ég hefði haft tíma fyrir að svar öllum spurningum þínum, en það verður að bíða aðeins lengur, því að fríið kallar og ferðalag til ósjálfstæðs ríkis innan bandalags hins illa (að ykkar einangrunarsinna mati). Ég kem aftur eftir tvær vikur og mun þá halda áfram að klára svörin.
Á meðan getur þú kannski kópíerað meira af fullveldi.is og birt á huga.is, það er bráðskemmilegt lestrarefni. Annars finnst mér þessar skoðanir Páls Péturss, Hjölla Gutt og Ragnars Arnalds vera hættulegar. Þær eru í ætt við þjóðernissinnaðar afturhaldsstefnur sem eru allsstaðar á undanhaldi í hinum vestræna heimi og má flokka þær einnig undir einangrunarhyggju BNA eftir fyrra stríð. Sem sagt ekki alveg í takti við nútímann, né raunveruleikann.
En hvað um það, þrátt fyrir þessa augljósu galla, þá má hafa gaman að slíkum umræðum, þó að viðhorfin séu ekki fersk, heldur þau sömu og þrisvar áður..