Flestir foringjar og aðrir meðlimir andspyrnunnar komu úr röðum þýska hersins (Wehrmacht) og ber þar helst að nefna Claus Schenck von Stauffenberg greifa og ofursta, Henning von Tresckow hershöfðingja, Erwin von Witzleben marskálk, Erwin Rommel marskálk, Günther von Kluge marskálk, Ludwig Beck hershöfðingja, Wilhelm Canaris flotaforingja, Alexander von Falkenhausen hershöfðingja, Friedrich Olbricht hershöfðingja, Fabian von Schlabrendorf hershöfðingja og Heinrich von Stülpnagel hershöfðingja.
Tilraunin til að vega Hitler 20. júlí 1944 fólst í því að von Stauffenberg smyglaði tímasprengju inn í Úlfagreni Hitlers í skjalatösku sinni þar sem honum var ætlað að gefa Hitler skýrslu um ástand heimavarnarsveita Þýskalands (Volksturm). Von Stauffenberg yfirgaf herbergið stuttu áður en sprengjan sprakk og hélt af stað til Berlínar þar sem hersveitir undir stjórn andspyrnunnar áttu að hertaka allar aðal byggingar í borginni og handtaka leiðtoga nasista, Gestapomenn og SS-menn. Sama var að segja um aðrar mikilvægar borgir á valdi nasista, s.s. París höfuðborg Frakklands sem þá var enn á valdi Þjóðverja. Sprengjan sprakk en olli Hitler aðeins skrámum þó ýmsir af þeim sem sátu fundinn týndu lífi. Er talið hafa skilið milli lífs og dauða hjá Hitler að skjalataska von Stauffenbergs var færð til fyrir tilviljun bak við þykkan eikarborðfót rétt áður en hún sprakk.
Þegar von Stauffenberg kom til Berlínar höfðu aðrir forsprakkar samsærisins ekkert aðhafst til að taka borgina og dreif hann því í því að koma áætlunum andspyrnumanna í framkvæmd. Samsærið var dauðadæmt þegar símasamband komst aftur á við Úlfabyrgið og það fréttist að Hitler væri enn á lífi. Von Stauffenberg og aðrir forsprakkar samsærisins voru handteknir og teknir af lífi en nokkrir frömdu sjálfsmorð, þ.m.t. von Treskow og Beck. Aðeins einn af aðalforsprökkum andspyrnunnar mun hafa komist undan, Fabian von Schlabrendorf, sem flúði til Kaupmannahafnar. Síðar skrifaði hann bók um samsærið. Um 15.000 manns munu hafa verið teknar af lífi í kjölfar samsærisins vegna aðildar eða meintrar aðildar að því sem er sennilega næg ástæða fyrir skorti á frambærilegum einstaklingum til uppbyggingar Þýskalands fyrst eftir stríðið.
Þeir menn sem tóku þátt í samsærinu gegn Hitler 20. júlí 1944 voru föðurlandsvinir og gerðu sér grein fyrir því að Hitler myndi stefna Þýskalandi í glötun og unnu að því frá upphafi að berjast gegn honum og nasismanum. Þessir menn voru ættjörð sinni til sóma!
Kveðja,
Hjörtu
Með kveðju,