Við getum endalaust deilt um hvaða stjórnmálastefnur skila okkur árangri og hverjar séu siðferðislega réttar en að þessu sinni nenni ég ekki að standa í þeiri umræðu. Mig langar að sína ykkur í hvað peningarnir ykkar fara í.
Árið 2005 fóru 5,8 milljarðar (580.000.000 kr) í beina styrki til bænda. Oft er talað um að það fari um 7 milljarðar í styrki og það er í raun og veru rétt en hér er ég bara að tala um beina styrki. Þessa styrki er verið að borga þrátt fyrir það að hér eigi að vera frjáls markaður.
Árið 2005 fóru um 3,1 milljarða í rekstur RÚV þar af eru 900 milljónir í auglýsingatekjur og skattgreiðendur voru að borga 2,2 milljarða með afnotagjöldum.
Þetta er gert þrátt fyrir öflugan útvarps og sjónvarpsrekstur einkafyrirtækja.
Árið 2005 voru Reykjvíkingar að borga með úsvari sínu 409 milljónir í leikfélag Reykjavíkur, 1,0 milljarð fyrir rekstur srkifstofu borgarstjóra og borgarstjórnar og ráðhúsins. 111 milljónir í að reka grasagarðinn í laugardal, 87 milljónir í sinfóníuhljómsveitina sem fær að auki um 400 milljónir frá ríkinu, skólahljómsveitr fá yfir 100 milljónir samtals, 22 milljónir fara í kirkjubyggingasjóð og ég sem hélt að hér á landi væri trúfrelsi. Í strætó BS fer um 1,1 milljarður eða 580 milljónum meira en árið 1998 sem í sjálfum sér væri í lagi ef þjónustan væri betri en ég er ekki frá því að hún hafi versnað. Reykvíkingar borga svo 1,8 milljarð í jöfnunarsjóð sveitafélaga sem er í raun ekkert annað en landsbygðaskattur því allur þessi peningur fer í sveitlubbana. Þessi peningur er ekki greiddur úr borgarsjóði heldur er hann tekinn beint af launum og er því falinn skattur.
Eftirtaldar upphæðir ná um 13 milljörðum eða því sem nemur um 8800 kr á hvern vinnandi mann í landinu.
Hreinar skuldir borgarinnar árið 2006 samkvæmt meirihlutanum, hver svo sem hann er, er áætlaður 89 milljarðar. Það skal tekið fram að fjárlagafrumvörp r-listans hafa aldrei staðist. Skuldir með lífeyrisskuldbyndingum verður122 milljarðar.
Skuldir íslenska ríkisins árið 2004 voru 155 milljarða og eru áætlaður að verði um 95 milljarða 2006. Merkilegt ef Reykjavíkurborg fer að skulda meira en ríkið.
Það er margt fleirra sem nefna má þegar farið er yfir fjárlög ríkis og sveitafélaga en þetta var það sem mér þótti mest sláandi í mjög svo hraðri yfirferð. Auk þess reyndi ég að taka út hluti sem ég tel að séu nokkuð viðurkenndir hjá flestum að séu ónauðsinlegir í sameiginlegum rekstri. Það má nefna óráðsíu í svo mörgu öðru en upphæðir voru það smáar að ég nenti ekki að setja þær inn allt undir 50 milljónum slapp ekki inn nema þetta með kirkjubyggingasjóð.
Upplýsingar um fjármál borgarinnar eru fengnar úr fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2006 og fjármál ríkisins úr fjárlagafrumvarpi ríkisins 2005.