Davíð hefur ekki reynt að verja gjörðir hans, en Davíð auðvitað vill minnka álitsmissinn sem margir hafa tekið sér til hendur gagnvart Sjálfstæðisflokknum, með því að viðra þá skoðun sína að eitthvað hljóti nú Árni að eiga bágt, fyrst hann gerði þetta. Davíð vill að sjálfsögðu láta það líta svo út að eingöngu þegar eitthvað er að hjá mönnum, þá brjóti þeir af sér, eins og gerðist þegar borgarstjórnarframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins þurfti að segja af sér vegna svipaðs máls… en þess má geta að sá maður hafði þurft að upplifa þá raun að tvö börn hans voru inni í húsi hans sem brann til grunna. Auðvitað skilur það eftir sár á manninnum, og að sjálfsögðu er hann ólíklegri til að bera virðingu fyrir smávægilegri hlutum eins og smá fjárdrætti.
Þó að vorkenna beri þeim manni sem fór í borgarstjórnarkosningar á sínum tíma, þá er það ekki afsökun fyrir gjörðum hans, enda var hann látinn segja af sér. Ég hefði ekki viljað sjá hann fyrir framan dómstóla, því að maðurinn hefur auðvitað þurft að þola mikið þá þegar. Að missa barn sitt, og hvað þá tvö á sama tíma, er eflaust eitt það hræðilegasta sem manneskja getur þurft að þola.
Aftur á móti er ekkert sem bendir til þess að Árni Johnsen hafi sér eitthvað til málsbóta annað en gömlu góðu græðgina. Það sem er líka athyglisvert við það sem Árni gerði, var hversu heimskulega hann framkvæmdi þetta, og bendir það frekar til þess að hann hafi verið að setja sjálfan sig á of háan stall frekar en að hann hafi einfaldlega borið minni virðingu fyrir eignum annarra vegna einhvers áfalls. Davíð vill auðvitað að menn dæmi Árna Johnsen ekki jafnharðan og raun ber vitni, einfaldlega vegna þess að orðstír Árna er áhangandi á orðstír Sjálfstæðisflokksins, eðlilega.
Þetta er meðal ástæðna þess að ég er dálítið á móti hinu núverandi flokkakerfi. Ég vil sjá einstaka hægrisinnaða menn í stjórn, en ekki allan flokkinn, sérstaklega vegna þess að þarna er talsvert af apaköttum eins og Árna.
Málið við Árna held ég ekki að sé endilega siðblinda frekar en eitthvað annað, eins og fólk vill meina. Það þarf ekkert meira en venjulegan mann til að misnota áralanga aðstöðu sína í stjórn. Græðgi er hluti af mannseðlinu, ekki bara hluti af geðfráhvarfinu “siðblinda”, enda hefði hann væntanlega brotið mun grófar af sér og á gáfulegri máta ef hann væri raunverulega siðblindur.
Maðurinn er hinsvegar fáviti, eins og hann hefur löngum verið frægur fyrir að vera. Það hlýtur að vera mönnum ljóst. Hann gerir sig að fífli í hvert sinn sem hann kemur opinberlega fram, og þegar hann (miserably) reynir að túlka skoðanir sínar, er ekki annað að sjá nema að hann lýsi sínum tilfinningum í garð hvers málefnis, algerlega án þess að taka tillit til misjafnra sjónarhorna.
Enda hefur maðurinn blessunarlega tekið vægast sagt takmrkaðan þátt í umræðum á Alþingi.
Ég vil sjá Árna fyrir framan dómstól. Ég vil ekki að hann sleppi með það að skila bara því sem hann stal… ég vil sjá hann fara á skilorð, til að minna hina á hvað getur gerst, en þetta eru einmitt efni sem dómstólar þurfa að taka ákvörðun um. Hér er um pólitískt mál að ræða svo það er auðvitað ekki fræðileg glæta í helvíti að maðurinn verði dæmdur. Dómsvaldið á Íslandi hefur fyrir löngu sýnt fram á að það er algerlega ófært um að meðhöndla viðkvæm mál af minnsta viti. Ekki má gleyma hversu mjög svo lítið land, Ísland er.
Og já, hugsa um fjölskyldu mannsins? Þetta minnir mig á nauðgunarmálið á Húsavík fyrir nokkrum árum, þegar maður einn nauðgaði stelpu, og var af alþýðunni dæmdur full hart fyrir það… þó að sjálfsögðu hann hafi ekkert verið dæmdur í nógu þungan dóm af dómsvaldinu frekar en í öðrum kynferðisglæpamálum á Íslandi.Það sem var athyglisvert var að móðir nauðgarans byrjaði að berjast gegn þeim sem vildu dæma son hennar með slagorði sem hljóðaði eitthvað eins og “Synir eiga líka mæður” eða eitthvað álíka.
Semsagt… vegna þess að glæpamenn eiga aðstandendur, eigum við að vægja dóma gagnvart þeim vegna aðstandenda þeirra? Enginn neyddi manninn til að nauðga stelpunni, og enginn neyddi Árna til að stela frá Ríkinu. Í báðum tilfellum voru sakborningar fullkomlega meðvitaðir um hvað þeir voru að gera, svo aðstandendur ættu að sjálfsögðu að ásaka sakborninga ef þá einhvern til að byrja með.
Og félagi og bróðir GorGo… þetta er Ísland. Við munum aldrei sjá “internal affairs” hjá löggjafarvaldinu, dómsvaldinu og hvað þá framkvæmdavaldinu (enda allt þetta til háborinnar skammar, ekki bara sökum máls Árna), vegna þess einfaldlega að það myndi kosta peninga, og Íslenska Ríkið eyðir ekki peningum í neitt sem skiptir máli, það er svo einfalt.
Skítaland. :) Eruði virkilega hneyksluð? Mér finnst mál Árna bara fyndið. ;) Loksins er komin góð ástæða til að losna við þennan mann sem er frægur fyrir það eitt að vera óstjórnlega heimskur, og mér finnst það gott að hann hafi skotið sig sjálfur svona hræðilega í fótinn, enda alveg eftir manninum að gera eitthvað á svo heimskulegan máta. Það var víst afgreiðslufólk hjá Byko sem kom upp um þetta, ímyndið ykkur það! Þetta var ekki fágaðari glæpur en svo.