Góðan daginn.

Með mál Árna eftst á baugi undanfarið væri fróðlegt að vita hvort eitthvað innraeftirlit er með störfum starfsmanna hins opinbera.

Sérstaklega þá æðstu ráðamenn, alþingismenn og slíkra starfsmann og þá sérstaklega þeirra sem hafa með peningamál að gera.

Hvernig má vera að Árni geti gert vöruútektir uppá millur (eða hvað sem það nú er) og einginn tekur eftir neinu.

Spurning sem vaknar hjá mér er hvort ekki séu hér menn samsekir um skipulagðan fjárdrátt ??
Ef þannig er búið um hlutina hjá nefndum og annari starfsemi Alþíngis að ekkert eftirlit er haft með störfum ýmisa manna, ef þá ekki allra, þá þykir mér það kerfi ekki hljóma mjög gott.

Annað sem lítið hefur verið rætt.
Er það ekki grundvallar atriði að menn sem valdir eru í stöður innan flokks í pólitík og, þó ekki sé nema grunur, misnota aðstöðusína á grófasta hátt, að flokkurinn skuli ekki hafa eitthvað að segja um málið.
Er þetta kanski eitthvað um að vernda meðlimina í klúbbinum.
Flokkurinn og bakhjarlar þess geti sópað vandamálinu undir mottu ?
Var það það sem Árni var að bíða eftir ?
Að Dabbi kæmi og skammaði þjóðina fyrir að vera vond við Árna-greyið og banna honum að laga lóðina aðeins til ?

Svo sá ég einhverstaðar gagnrýni á hversu dómharðir menn hafa verið í hans garð og að hugsa ætti um fjölskyldu mannsins ..
ANDSKOTINN HAFIÐ ÞAÐ átti hann ekki kanski að gera það sjálfur áður en hann kom fram og laug að alþjóð í fjölmiðlum og svo þykjast ekki hafa gert neitt sem skaðaði neinn .. Bara smá hvít lýgi sem hafi verið einhverskonar “miskilningur” og að hann sé búinn að “laga” þetta alltsaman með því að borga það sem reyndi að stela, JÁ STELA, til að byrja með.

Ef þetta væri í Kína þá væri búið að stilla honum upp og skjótann, Við eru kanski ekki eins gróf í málunum og þar .. en það á að vera nokkuð ljóst að þessi maður vinnur ekki að opinberum málum aftur, EVER, og að það sé líklegt að þetta gangi allaleið fyrir dóm.

Ég vil samt minna aftur á fyrstu spurningu varðandi eftirlit með starfsemi Alþingis og þerra starfsmönnum og ef einhver getur frætt okkur hugverja (huguðu) um slíkt.

Kveðja
GorGo