Ég má eiga það sem ég vinn mér inn. Þú mátt eiga það sem þú vinnur
þér inn. Ertu ósammála? Nú jæja, segðu mér þá hversu mikið af því
sem ég vinn mér inn þú “átt” - og afhverju?

Íhaldssamir og frjálslynduflokkarnir (samfylkingin og slíkir) eru
mjög lík fyrirbæri þegar kemur að því að eyða peningum hins
opinbera. Fyrst, verum alveg viss hvað það er að eyða penignum hins
opinbera. Þar sem Ríkisstjórnin hefur ekki neinar tekjur í sjálfu
sér, og Tannálfurinn kemur ekki og gefur Þinginu peninga fyrir þeim
stofnunum og prógrömum sem það setur á laggirnar, erum við neydd
til að átta okkur á þeim sannleika að ríkið tekur eignir fólks og
gefur þær öðrum sem ekki vann fyrir þeim - sem sagt, löglegur
þjófnaður.

Frjálslyndir trúa því að ríkisstjórnin eigi að taka af fólki það
sem það vinnur sér inn og gefa þeim fátæku. Íhaldið er ekki
sammála. Þeir halda að þeir eigi að gera upptæka peninga sem fólk
vinnur sér inn og láta bændur og banka fá þá. Það er svo skrýtið
við þetta allt er að báðir aðilar eru sammála að það sé í lagi að
taka eignir annara og gefa það öðrum, riflildið er um hvað eigi að
gera við þýfið.

Þetta sagði Walter Williams og þetta er úr bókinni “All it takes is
guts”
Ég þýddi á íslensku, kannski ekkert alltof vel

Tekið af www.self-gov.org

friður
potent
-libertarian-

p.s. Er að reyna að komast að því hvernig orðið “libertarian” er
þýtt yfir á íslensku. Mín ensk-íslenska orðabók vill ekki segja mér
það, gæti einhver hjálpað mér? Þetta er ekki það sama og “liberal”.