Við erum sammála um það að það sé siðferðislega rangt að hjálpa ekki náunganum, að láta hann ekki svelta eða láta hann drepast úr einhverjum sjúkdómi bara af því hann hefur ekki efni á meðferð eða tryggingum.“
Já, við erum það. Reyndar eru einstaka græðgissvín sem vilja meina annað, en það er sjaldgæft að þau opinberi skoðun sína.
”En réttlætir það að fólk sé neitt með valdi að hjálpa öðrum? Ef fólk borgar ekki þá endar það með því að það fer í steininn.“
Já, það réttlætir það. Mér finnst reyndar ótrúlega hart tekið á skattsvikum miðað við allt annað á Íslandi, enda hef ég talsverða andstyggð á stjórnarfari þessa lands. En já, ef fólk er ekki neytt til þess að gefa hluta af því sem það á, verður það einfaldlega þannig að enginn gefur. Ég trúi því ekki að þú viljir meina annað.
”Afhverju er fók ekki spurt hvort það vilji hjálpa? Og afhverju fær fólk ekki að ráða hverjum það hjálpar?“
Viltu einfalda svarið? Vegna þess að það virkar ekki. Fólk hjálpar ekki nema það sé staðall að hjálpa. Og sko… þú mátt ekki líta á þetta sem svo að þessir peningar séu eingöngu að fara til róna, geðsjúklinga, eiturlyfjaneytenda og fatlaðra. Þetta fer til mín og þín, þegar við förum í grunnskóla, þegar við keyrum á vegunum og svo framvegis. Fólk fær ekki að ráða hverjum það hjálpar vegna þess að þá hjálpar það að sjálfsögðu fyrst og fremst, ef ekki eingöngu, sínum nánustu. Þetta gerir það auðvitað að verkum að þeir ríku hjálpa þeim ríku, og þeir fátæku þeim fátæku. Hvað leiðir það af sér? Jújú, ríkir halda áfram að fara í skóla og hafa sína góðu möguleika á að komast áfram, á meðan þeir fátækku… gera hvað?
”Þeir sem brjóta lögin í svona samfélagi eru þeir sem á endanum borga fyrir dómsvaldið og fangelsin í landinu.“
Hérna ertu að gera ráð fyrir því að þeir sem eru dæmdir, hafi einhverja peninga. Meirihluti þeirra sem eru dæmdir, eru fólk af láglaunastétt, og auðvitað hlýturðu að sjá að þegar einhver reynir að stela einhverju, er það væntanlega vegna þess að hann hefur ekki nóg af einhverju. Sjaldnar er þetta fólk sem hefur nóg og vill bara meira.
”
Jarðskjálftar gerast og gerast oft. Hefuru tekið eftir því að þegar það verða jarðskjálftar í fátækum löndum er oft mikið fjárhags og manntjón? Er ekki að segja að það verði ekki manntjón eða að peningar tapist ekki þegar ríkar þjóðir fá á sig jarðskjálfta en ríkari þjóðirnar eru mun fljótari að ná sér og yfirleitt minni eyðilegging. Það er vegna þess að fólk og fyrirtæki hafa efni á því að byggja betri hús, hafa betri heilsugæslu og umfram allt annað, fólkið í landinu hefur efni á því að hjálpa þeim sem misstu allt.“
Hérna skýturðu þig svolítið í fótinn. Tökum ”frjálsa landið“ og ”besta land í heimi“ fyrir, sjálf Bandaríkin. Viltu heilsugæsluna okkar eins og hún er þar? Það er nógu fjári dýrt að fara til læknis hérna, en ef þú ert ótryggður úti í Bandaríkjunum og eitthvað kemur fyrir þig, ertu í… D, J, Ú, P, U, M, S, K, Í, T. Þetta er alþekkt þarna úti, í því Kapítalistabæli.
”Kommúnistin gengur ekki upp af því að þar eiga allir að vinna fyrir fjöldan og allir fá það sama og skiptir engu hvað hver leggur mikið á sig. Þetta kerfi gengur upp af því það er akkúrat öfugt.“
Hérna ertu auðvitað kominn algerlega út fyrir rökfræðina eins og hún leggur sig. Kommúnisminn virkar ekki… og er þá þ.a.l. rétt að hið öfuga virkar? Þetta langar mig til að éta í mig aðeins betur.
Ég borða mat. Ef ég borða engan mat, svelt ég til dauða. Á ég þá að borða eins mikinn mat og ég mögulega get? Ég meina, það er akkúrat hið öfuga, er það þá ekki þar af leiðandi betra? Hefurðu heyrt um ofát? þú hefur greinilega ekki heyrt um hugtakið ”hinn gullni meðalvegur“, en þann meðalveg er best að kjósa, nánast sama hvert umræðuefnið er. Það að þú komir fram með svona rökleysu og skammhugsun bendir enn fremur til þess að þú hafir ákveðið að vera á ákveðinni hlið áður en þú byrjaðir að pæla í þessu, ekki öfugt.
”Það ættu allir í landinu að sjá hag sinn í því að borga fyrir menntun, almenna löggæslu. Er alveg ómögulegt að sannfæra fólk um að þetta sé skynsamlegt?“
Sko… já! :) Það *er* ómögulegt að sannfæra alla í landinu um að það sé best, og þú getur gleymt því að ná nógu miklum peningum inn í ríkið með þeim hætti, til að borga fyrir heilsugæslu, lögreglu, slökkvilið, vegaframkvæmdir og önnur verkefni. Mér finnst þú hafa vægast sagt vanmótaða sýn af því hvernig fólk er sem hópur. Fólk sem hópur er óskipulagðara, heimskara og fáfróðara en maurar, og það meina ég alveg án spaugs.
”Verðum við að nota vald til að fá hlutina í gegn? Ég neita því að valdbeiting sé lausnin við okkar vandamálum. Ég tel að skynsemin og siðferði eigi að vera okkar vopn í samskiptum við hvort annað og að ríkið hafi ekki einkaleyfi á ofbeldi, sem það hefur í dag.“
Sko… það er notlega fátt skýrara en það að þú ert að ýkja þetta eins og þú mögulega getur, sem bendir enn og aftur til þess að þú hafir tileinkað þér skoðun áður en þú fórst að rökstyðja af einhverju viti.
Það koma ekki grímuklæddir fasistar heim til þín og berja þig í klessu ef þú borgar ekki skattana þína, sko. Að borga skattana er ekkert mál, þeir eru í fullu samræmi við það sem þú færð í laun, og þú hefur tækifæri til að vera hluti af okkar þjóðfélagi gegn því að borga hluta af því sem þú færð á móti. Það er ekkert verið að setja neinn heiðvirðan borgara á hausinn með því að láta hann borga skatta. Ríkið hefur ekki einkaleyfi á ofbeldi. Ríkið þarf auðvitað að hafa stjórn á samfélaginu.
”Afhverju trúir fólk því að ef fólk fær frelsi til að velja að það velji rangt? Velur fólk yfir höfuð rangt? Er fólk ekki fært um að stjórna sér sjálft?
Það er það sem ég vil; að fólk fái að stjórna sér sjálft.“
Það fer algerlega eftir því við hvað þú átt hverju sinni. Það er engan veginn fært um að passa það að gera ekki náunganum mein, það vitum við öll sem höfum farið út úr húsi seinastliðin 20 ár. Fólk er ennfremur *ekki* fært um að sannfæra sjálft sig um að því beri nú sem heiðvirðum borgurum að borga ákveðna prósentu af laununum sínum aftur til þjóðfélagsins. Ef þú ert 15 ára eða eldri hlýturðu að þekkja það jafn vel og restin af okkur að ÍSLENDINGAR *HAFA EKKI* SAMSTÖÐU. Það er svo einfalt.
Og já, ég væri til í að lifa í heimi þar sem ég gæti bara unnið mína vinnu, rifið upp mitt korn á ári hverju og nýtt það eins og mér sýndist. Eins og ég segi, falleg hugsjón, en hún hefur aldrei gengið upp og mun aldrei gera.
By the way; *Kúba* hefur fleiri sjúkrarúm per manneskju heldur en USA. Kúba er einmitt í fokki. Láttu það alveg í friði að lofa heilbrigðis- eða menntakerfi Bandaríkjanna. ;)
Ég hef lesið www.self-gov.org. Þeir vilja algert frelsi einstaklingsins bæði í einkalífi sem og fjármálum, og fyrir 2.000 árum hefði það eflaust gengið upp. Þeir virðast líka þeim misskilningi bundnir að hægrisinnaðir vilji ekki bæði frelsi í einkalífi og í fjárhag, sem er mikill misskilningur. Það eru kallaðar hægri-öfgahópar, hópar sem taka sér ákveðið landsvæði og ákveða að lifa þar í því frelsi sem þeim sýnist. Þessir hópar hafa yfirleitt fengið að vera þar í friði, en þetta er nákvæmlega það sama og gerðist í Kristjaníu á sínum tíma. Pínulítill neisti er á milli yfirvalds og þegna, en þegnarnir upp til hópa passa sig sjálfir. Það gengur upp ef þú hefur enga vegi, enga sjúkraþjónustu, enga lögreglu og svo framvegis.
Þetta er stefna sem heitir öðru nafni ”anarchy" eða Stjórnleysi. Hún gengur ekki upp, frekar en það sem er hinum megin við kúrvuna, Kommúnisminn.