HANN LAUG, HANN STAL Í OPINBERU STARFI.
Dómari ég var að labba framhjá búðini og sá að það var engin á bak við afgreiðsluborðið, svo ég bara vatt mér yfir það og tæmdi þar kassan, það skaðaðist enginn og ég sé eftir því að hafa gert þetta; fyrirgefið mér dómari?
„Það er búið að gera mjög mikið úr þessu máli. Ég féll í þá grifju að svara út í hött þegar ég var spurður um steinana. Ég sagði ekki alveg satt frá a.m.k. ekki allan sannanleikann og gaf í skin ákveðnahluti; sneri nánast út úr. Það stóð hinsvegar ekki lengi. Ég hef borgað þessa steina og það hefur enginn skaðast neitt af því. Ég vona að mér fyrirgefist svona skammhlaup.“
Það bara snögg fauk í mig og ég stakk hann, ég sé eftir því, fyrir gefið mér.
Og svo getur hann bara sjálfum sér um kennt, hann átti hnífinn.
Ja en Dómari, ég þrætti í svo stuttan tíma hjá lögreglu, því er ég sá að þeir vissu alveg að það var ég sem að nauðgaði konuni, reyndar var komið að mér.
En er það er komið svona harkalega að manni og snöggt er ekki við öðru að búast en maður reyni að koma sér undan réttvísinni, eða á maður ekki annars að reyna koma sér undan réttvísinni er maður er búinn að brjóta af sér, er ekki leikurinn annars til þess gerður? Fyrirgefið?
Þessi dæmi eiga það eitt sameiginlegt og það er: þar eru sekir menn biðjandi afsökunar á glæpum sínum og að réttlæti þá.
Á réttlætið að vera sveiganleg? Á réttlætið að vera sniðið af þörfum hvers
og eins? Er það að sníða jakka eftir vexti, það að réttlæti er ekki fyrir alla?
Mér fynst ekki ásýnd þjóðleikhússins dökkna heldur ásýnd alþingis.
Því fynst mér það? því maður spyr sig, hvort svona lagað sé daglegt brauð hjá þingmönnum er sitja í nemdum og sinna trúnaðar störfum fyrir okkur kjósendur? Hvort þetta mál sé að eins brot af því sem viðgeingst, og hafi aðeins komist upp vegna þess að hann Árni hafi hegðað sér eins og hann ætti heiminn og allt það sem í honum væri, og að venjulegu fólki hafi ofboðið háttvísi þingmannsins, og hringt málið inn, gæti verið að aðrir þingmenn/ráðherrar séu að leika sama leikin? En séu bara að fara fínna í það en hann gerði? Og því kemst ekki upp um þá.
Mér fynst þetta vera eðlilegar spurningar sem á mig leita, ég vona að ég sé ekki einn um það að vera hugsandi og kunna að leggja saman tvo plús tvo.
Ég er ekki heimsins besti í stafsettningu en rökhugsun mín er í lagi.
Niðurlag mitt er eftir farandi:
Maður sem fremur glæp fær refsingu lögum samkvæmt, annað er óeðlilegt.
Og ekki síst maður sem opinberu starfi sinir og fremur brotið í skjóli þess, raunar á sá maður að hljóta þingstu mögulegu refsingu, ef hann fær hana ekki, hvaða skilaboð er verið að senda til hins allmenna borgara? Ég veit hvernig ég hefði skilið þetta er ég var unglingur, ég hefði verið snöggur að kveikja á peruni, minn skilningur hefði verið á þennan veg: Það er í lagi að stela ef þú ert frægur og átt vini, en ef þú ert vinalaus og enginn vill vita hver þú ert, skyptir ekki máli hvað við þig er gert.
Við verðum að passa okkur á hvaða skilaboð við sendum út, til þeirra sem eru að vaxa upp, þeir sem eru að mótast núna, verða að fá rétt skila boð og þau eiga að vera á þann veg að það er rangt að stela og þeir sem stela fá refsingu fyrir það sama hver það er og sama hve miklu hann stal.
Örn Þór K