Mál þingmanns Sunnlendinga varðandi sambland eiginhagsmuna og almannahagsmuna, vekur vissulega til vitundar um hvernig eftirlitshlutverki hins opinbera sé háttað, gagnvart þeim aðilum sem framkvæmdavald er falið.
Við skattgreiðendur borgum starfssemi fjölmargra eftirlitsaðila er starfa lögum samkvæmt til eftirlits varðandi einstakar framkvæmdir hins opinbera, hvort sem þar er um að ræða viðgerðir á Þjóðleikhúsinu eða aðgerðir á mannslíkamanum í heilbrigðiskerfinu,
vegaframkvæmdir eða vinnu hins almenna manns.
Eðli máls samkvæmt viljum við sjá þessar eftirlitsstofnanir sinna lögbundnu hlutverki sínu þannig að ekki sé mögulegt að fjölmiðlar þurfi að vera fyrstir til þess að “ sópa undan teppinu ” fyrir
eftirlitsstofnanirnar, ef framkvæmdaaðili blandar saman eiginhagsmunum og almannahagsmunum.
Vonandi er að mál þetta verði síendurskoðun allri af hálfu hins opinbera varðandi meðferð skattpeninga til lærdóms en einnig athugunarefni þess að setja enga aðila í það hlutverk að sýsla með
fjármuni hins opinbera og hafa einnig á sömu hendi endurskoðun um slíkt.