Spilling held ég nú ekki að fylgi vinstristjórn eitthvað frekar en hægristjórn. Vissulega verður það að viðurkennast að Sjálfstæðismenn eiga meirihluta svona hneyksla, þó að sjálfsögðu sé hægt að kenna það við tilviljun, og verður það tilviljun að heita þar til annað sannast.
Einnig þarftu að athuga það að þetta gerðist vegna þess að þetta var dæmi sem ekki var haldið nógu vel undir. Það er ekki að þetta séu vinstri öfl í gangi. Það að Þingmaður í hægristjórn þekki greiðamenn í hinum og þessum fyrirtækjum er alveg jafn líklegt til að hvetja til spillingar í hægri- og vinstrisinnuðum umhverfum. Upplýsingaskylda nefnda og hversu vel fylgst er með þessum málum, kemur því ekkert við hvort um sé að ræða hægri eða vinstri.
Ég ætla ekkert að verja vinstri eitthvað frekar en hægri, en mér finnst þessi hægri-öfgasinna hættuleg sem svo augljós er á Huga. Hægrimenn virðast oftast halda annaðhvort að hægristjórnun leysi öll vandamál, eða þá að það sé allt í lagi að litli maðurinn verði undir… en hvort tveggja af þessum niðurstöðum eru nú varla réttar.
Ég skila auðu í kosningum, nema í borgarstjórakosningum og ég ætla að láta alveg í friði að tala upphátt um það hvað ég kýs. Ég tala oftar gegn hægri hér á Huga vegna þess að hér er meira um hægrimenn sem segja hlutina í þágu hægrisinnunnar heldur en hægrimenn sem eru hægrimenn í þágu þess sem þeir eru að segja. Ef við förum til vinstri getum við auðvitað lofað kosti vinstrisinnunnar og rakkað niður galla hennar… en af einhverjum ástæðum er minna um að menn viðri fáfræði sína of mikið í vinstrisinnunni… einfaldlega vegna þess að þá er yfirleitt um að ræða svokallað “mið-sinnað” fólk.
Ég segi það fyrir mig að þetta *hefur* gríðarleg áhrif á hvað mér finnst um trúverðugleika sjálfstæðisflokksins, sem og Menntamálaráðuneytisins og þess menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, sem ég hef séð gera marga góða hluti í gegnum tíðina, en hann þarf að geta svarað fyrir svona hluti.
Ég sé á orðnotkun og tímasetningu þinni að þú hefur verið að horfa á Kastljósið í kvöld svo ég býst við því að þú vitir hvað ég er að tala um. ;)