Ég hef mikið verið að velta fyrir mér í sambandi við blóðgjöf. Ég hefði áhuga á að gefa blóð og vita nákvæmlega hvaða blóðflokki ég er í, EN… eins og alltaf þarf að setja boð og bönn í sambandi við allt, en þetta er bara fáránlegt!

Ég er samkynhneigður einstaklingur, ok, no problem with that, eða hvað? Ég var að lesa mig í gegnum reglurnar hjá blóðbankanum, og rekst ég ekki á þetta:
GEFÐU EKKI BLÓÐ EF:
1. Þú hefur smitast eða gætir hafa smitast af lifrarbólgu- eða alnæmisveiru.
2. Þú ert karlmaður og hefur haft samfarir við sama kyn.
3. Þú hefur stundað vændi.
4. Þú hefur einhvern tímann sprautað þig með fíkniefnum eða lyfi án fyrirmæla læknis, jafnvel aðeins einu sinni.
5. Þú hefur heyrt um líkur á Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi í ætt þinni.
6. Þú hefur fengið horn- eða heilahimnuígræðslu.
7. Þú hefur fengið meðferð með vaxtarhormóni unnu úr mönnum.
8. Þú hefur fengið vefjaígræðslu úr dýri.
http://svali.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/pages/bb_ahaettuhopar

Til að byrja með, þá er ekkert einu sinni gefinn valkostur hvort þú hafir látið rannsaka hvort að þú sért með HIV eða einhverja aðra alvarlega sjúkdóma
Í öðru lagi er ekki spurt hvort þú notir verjur.
Í þriðja lagi ert þú látinn fá krossapróf þar sem þú verður að svara öllu neitandi (þar með reglu nr. 2) annars færðu ekki að gefa blóð (vinur sagði mér það).
Mér finnst að ég og aðrir samkynhneigðir þurfum ekki að svara þessum valmöguleika neitandi, að neita því að við erum samkynhneigðir og stundum kynlíf.
Í dag er sagt að fleiri gagnkynhneigðar konur séu að smitast af alvarlegum kynsjúkdómum heldur en samkynhneigðir karlmenn (flettið því bara á google ef þið trúið mér ekki)

Það er bara sannleikskorn að þessar reglur eru úreltar og fordómafullar. Ég spurði einn alþingismann að því hvort þessu væri hægt að fá breytt, og var svarið við því að þetta væri í höndum WHO (World Health Organization)

Nú langar mig að sjá hverjir myndu standa með samkynhneigðum í því að fá almennilegt jafnrétti í þessu máli, með því að skrifa undir þessa grein.