Engir hafa sennilega verið meiri talsmenn samkeppni á Íslandi og sjálfstæðismenn og hafa þeir viljað hvert ríkisfyrirtækið og hverja ríkisstofnunina feiga í nafni hennar. Og af hverju? Jú vegna þess að tryggja verður sem mesta samkeppni til að hag almennings sé borgið og hann fái sem besta þjónustu og lágt verð, enda segja þeir óþolandi að ríkið standi fyrir fákeppni á ákveðnum sviðum þjóðfélagsins með einokunarstöðu sinni. Og allt er þetta auðvitað í þágu almennings.
En nú bregður skökku við. Nú vilja þessir miklu talsmenn samkeppni í þágu almennings sjálfa Samkeppnisstofnun feiga; stofnunina sem einmitt á að tryggja að samkeppni á Íslandi sé í þágu almennings! Eitthvað er nú bogið við þetta…
Kveðja,
Hjörtu
Með kveðju,