Ekki hef ég nennt að lesa yfir öll skjöl og fréttir sem streymt hafa úr öllum áttum um þetta mál.
Það sem ég hef nú samt gripið er að þetta er ekki svo stórt mál. Við erum ekki að tala um það svakalegar upphæðir og jafnvel gætu sumt af þessu verið bókhaldsleg mistök.
Svo aftur á móti þá þá finnst mér sakborningarnir skýla sér aðeins of mikið á bak við að “ásetning vanti”…
Eru þeir þá að segja að fyrst þeir eigi nóg af peningum þá þurfi þeir ekki að stela?
Ég hef nú unnnið í einni af verslunum þeirra. Sú upplifun að grípa t.d. konur í minnkapels á Saab 900 við að stela rjóma og oft venjulegt fólk sem er bara spennufíklar við þessa fáranlegu iðju að stela hefur sannfært mig um að hversu mikla peninga þú átt kemur málinu bara lítið sem ekkert við.
En já þá er komið að ástæðunni fyrir að þetta er á stórnmálavefnum.
Fréttablaðið (baugsblaðið) hefur verið að bera út hryllilegar fréttir af ritstjóta Mbl. (xD blaðsins), hæstaréttardómara (sem já, þið vitið), Jónínu Ben ásamt einhverjum fleiri sjálfstæðismönnum.
Mig grunar að þetta stefni í sömu átt og gerði með Árna J, eftir nokkra mánaða cover-up, vesen í fjölmiðlum og kosningar þá eigi Geir H (xD no.2) eftir að nota þau fleigu orð Davíðs Oddsonar um Árna J “ Þetta voru góðir drengir, afvegaleiddir.”
Afhverju verður það sagt?
Er þetta fólk ekki bara búið að vera krimmar allann tímann?
Mig langar virkilega að biðja fólk um að taka saman höndum og vinna gegn spillingu í íslenskum stjórnmálum, ef þið heyrið um eða vitið um eitthvað “dirty” látið í ykkur heyra, sendið ónafngreint e-mail á umboðsmann alþingis eða lögguna.
Ekki gera ekki neitt, traust okkar á þingmönnum á að endurspeglast í heiðarleika, réttlæti og siðgæði þeirra manna sem við kjósum á þing.
Ef þeir gera þau afdrífaríu mistök að meta hollustu við vini og kunningja ofar hollustu við þjóðina þá eiga þeir ekki heima sem fulltrúar okkar allra.
Úthýsum svona hálvitum…