Hættið að falbjóða náttúru Íslands

Mótmælastaða gegn frekari stóriðjuframkvæmdum við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 17.45 - 19.00

Náttúruvaktin efnir til mótmælastöðu við Ráðhús Reykjavíkur í dag, miðvikudag, en þá koma þátttakendur á alþjóðlegri rafskautaráðstefnu til móttöku í ráðhúsinu.

Enn er verið að auglýsa Ísland sem ódýrt orkuver og málmbræðsluland. Það er verið að móta framtíðarstefnu í auðlinda og atvinnumálum. Stefnu sem getur haft örlagaríkar afleiðingar fyrir náttúru landsins, ásýnd þess og afkomu landsmanna! Er ekki komið nóg? Viljum við fórna náttúruauðlindum okkar enn frekar til að tryggja “hreina, ódýra orku fyrir næstu kynslóð álbræðslna”? Er þetta sú framtíðarsýn sem við eigum fyrir afkomendur okkar? Er náttúra Íslands ekki meira virði? Er ekki tímabært aðstaldra við og leitast við að skilja hverskonar margháttað verðmæti íslensk náttúra er og meta hana að verðleikum.

Munum hvað er í húfi; Langisjór, Aldeyjarfoss, Þjórsárver, Jökulsárnar í Skagafirði!

Náttúruunnendur

Mætum og sýnum samstöðu í verki!

Náttúruvaktin

Ef einhverjir vilja flytja stuttar hugvekjur eða standa að táknrænum atburðum, eins og á Austurvelli, væri það vel þegið

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á http://www.rodding-conference.is/news.asp?id

truth.is