Það er margt sem ég hef að athuga við rök ykkar evrópubandalagssinna en það er sérstaklega eitt sem fer í taugarnar hjá mér. Restin verður svo að bíða betri tíma.

Þið tönglist á öllum mannréttindalögunum sem við fengum með EES samningnum og kallið það voðalega góð rök með samningnum.
Þið haldið því líka fram statt og stöðugt að við eigum að ganga inn í ESB vegna þess að vextir munu lækka.

Þetta eru engin rök með ESB eða EES.

Þið eruð að gleyma því, eða kannski frekar að látast ekki vita það, að Ísland er ennþá nokkuð sjálfstætt ríki. Þó svo að Alþingi sé neytt til að samþykkja hin ýmsu lög að þá er það ennþá frjálst að setja fram egin lög.
Við hefðum getað sett hver einustu lög sem koma okkur til góða sjálf.
Þannig á það líka að vera; að löglega kosið Alþingi setur þau lög sem þarf að setja.
Með þessum rökum eru þið bara að sýna hversu mikið sjálfstæðisframsal inngangan er.

Eins er þetta með vextina. VIÐ RÁÐUM ÞEIM SJÁLF!!!!!!!!!!!

Hættið nú að reyna að blekkja.

Og ef ykkur líkar ekki lögin í landinu þá getið þið bara kosið einhvern sem setur betri lög í næstu kosningum. Er það ekki þannig sem lýðræðið okkar á að virka?

Kveðja,
Ingólfur Harri