Sæl öll,
Er Estoy kallinn að draga í land með þessa grein sína…? Hmmm…
Nokkrar tilvitnanir í Estoy í þessari umræðu varðandi “kosti” ESB og hina miklu grein hans sem lætur þó bíða eftir sér:
29. júní:
“Thad er oteljandi kostir vid ad ganga i ESB, og bara fafrodur myndi ekki vera sammala thvi …”
30. júní:
"… ég mun samt gefa honum [Ritter] gott svar - gott svar til þess að sýna að mönnum hverju það mun breyta fyrir Ísland að fara í ESB, og hvers vegna ég sé á þeirri skoðun að Ísland ætti að sækja um, eða að minnsta kosti fara í aðildarviðræður. Ég ætla safna saman góðum heimildum og í tíma mun ég senda greinargóða grein um ESB …“
”… ég sé til með að geta gert þetta þegar ég er kominn heim til Íslands …“
5. júlí:
”Allavega þá á ég eftir að taka mark á þessum ‘rökum’ í greininni minni sem ég ætla skrifa og senda inn þegar ég kem frá Afríku.“
7. júlí:
”… greinin verdur ekkert master classe hun mun bara utleggja sumar hlidar a adildarvidraedu, vid ESB.“
Ég skal ekki fullyrða það en mér finnst eins og Estoy kallinn sé alltaf að draga í land með þessa grein sína sem fyrst í stað a.m.k. átti að vera ”greinargóð“ og fela í sér ”góð svör“ við spurningum mínum byggð á ”góðum heimildum, enda að hans sögn “óteljandi kostir” við aðild að ESB.
Síðan segist hann ætla að “sjá til” með að skrifa greinina þegar hann komi til Íslands aftur, og verður því að líta svo á að hann “ætli” ekki lengur að gera þetta heldur bara “sjá til”. Merkilegt er einnig að þetta tvennt kemur fram í sama pistlinum…
5. júlí “ætlar” Estoy svo aftur að skrifa greinina og er þá væntanlega orðinn ákveðnari en þegar hann ætlaði bara að “sjá til” með að gera það.
7. júlí er Estoy aftur kominn í einhverja lægð og greinir frá því að greinin verði ekkert “master classe” og að hún muni bara útleggja “sumar hlidar” á aðild að ESB. Þarna virðist því hafa orðið eitthvað lítið úr hinum “góðu svörum” og “greinargóðu” grein sem hann ætlaði víst að skrifa í fyrstu, byggða á “góðum heimildum” um “óteljandi kosti” aðildar að ESB. Skortir Estoy tíma eins og hann vill meina eða skortir hann einfaldlega bara rök og heimildir? Ég hallast að hinu síðarnefnda, enda er maður ekki lengi að skrifa eina grein ef maður hefur rökin og heimildirnar á hreinu. Það virðist hins vegar hamla Estoy eitthvað þrátt fyrir að hann segist 30. júní s.l. vera á "… þeirri skoðun að Ísland eigi að sækja um, eða að minnsta kosti fara í aðildarviðræður [við ESB].“ Eru engin rök fyrir þessari skoðun hans? Hann virðist a.m.k. ekki beint vera með þessi ”óteljandi rök“ á hreinu. Getur verið að rök Estoys fyrir aðild að ESB séu, þegar allt kemur til alls, aðeins ”kettlingarök" svo vitnað sé í manninn sjálfan?
Kveðja,
Hjörtu