Frjálshyggjan gengur meðalannars útá eftirfarandi:
Eina “opinbera” starfsemin eru landvarnir, dómskerfi og löggæsla. Þeirra verkefni væri að vernda frelsi og eignarétt “þegna” sinna. Frelsið sem þar er talað um er nokkurnveginn þetta klassíska: “Þú mátt gera hvað sem er svo lengi sem þú skaðar ekki annan”
Hvernig afla á skatta er ég ekki alveg með á hreinu. Ég hef heyrt sektir vegna lögbrota og nefskatt, jöfn upphæð sem allir borga sem orðnir eru fjárráða, eða eitthvað þannig. Nefskattur er að mínu mati verkfæri djöfulsins. Ætla menn að fara að rukka þroskaheftan mann, sem liggur í götunni og þjáist af vatns og næringaskorti, um þessa upphæð? Ef ekki hverja á að rukka og hverja ekki? Hvað segir frjálshyggjan um það? Mér finnst persónulega flatur skattur vera sanngjarnastur: Þú borgar ákveðið hlutfall af þínum tekjum, hvernig sem þeirra er aflað. Ástæðan er sú að mér finnst þumalputtanreglan: “maður græða meira á tilverunni eftir því sem þú ert ríkari” nokkuð góð. Menn geta komið með pælingar með það hvað er lífshamingja í því sambandi en ég læt það liggja milli hluta núna.
“Vörurverð lækkar, samkeppni eykst og laun hækka” segja sumir um frjálshyggjuna. Ég spyr: Afhverju eykst samkeppni? Það er vel þekkt vandamál í hægristefnum að hringamyndun á sér smátt og smátt stað ef markaðinum eru ekki settar reglur. Skýr dæmi eru um það tildæmis í sögu Bandaríkjanna sem leiddi til þess að eitthvað fyrirtæki var skipt uppí 7 fyrirtæki sem öll held ég bara eru stór og þekkt í dag. Hvernig spornar frjálshyggjan gegn hringamyndun? Eða eru menn sáttir við hringamyndun? Áhrif hringamyndunnar eru:“Minni samkeppni, vöruverð hækkar, möguleikum fækkar”. Ekkert voðalega frjálshyggjulegur bragur á því.
Annað sem ég vil benda á er samfélagskerfið okkar? Hverjar eru hugmyndir frjálshyggjunnar um menntun og heilbrigði fátækra til dæmis og börnin þeirra? Börn er verðmætasta auðlind framtíðarinnar hvort sem þau eru fátæk eða ekki. Hugmyndafræði sem hefur enga skoðun á menntun og heilbrigði allra barna er þarmeð afskrifuð í mínum augum. Frjálshyggjan talar um góðgerðastarfsemi. Og afhverju ætti góðgerðarstarf að verða svo öflugt að það sæi um menntun fátækra barna og slíkt? Í því sambandi vil ég velta eftirfarandi fyrir mér.
Hægristefnan góða byggist uppá því að maðurinn stjórnist af einni þörf: Sjálfselsku. Mögnuð einföldun myndu margir segja en við stjórnumst þó af miklu af sjáfselsku. Á þessu er hægri hugsunin byggð. Þú stýrir fjöldanum með sjálfselsku hans þannig að það komi bæði honum og samfélaginu til góða. Þessi pæling virkar frábærlega og er ég mjög hrifinn af henni. Ef ég beiti henni á frjálshyggjuna þá sé ég eftirfarandi: Auglýsingargóðgerðastarfsemi. Svona eins og Benny Hinn. Góðgerðastarsemi sem ræður engan veginn við að sporna nægilega gegn fátækt. Starfsemi sem er uppteknust af því að vegsama eigin ágæti.