Ég var að lesa greinina “Lögregluríkið, Ísland”, sem fjallar um
launakjör lögreglumanna (mjög góður punktur), og þar sá ég að
aðeins var komið inn á ofbeldi í samfélaginu, í tengslum við það
efni.

Mig langaði aðeins til að ræða einmitt þetta mál, en fannst það
ekki henta í þá umræðu, svo ég stofna hérmeð nýjan þráð…

Ofbeldi hefur stóraukist á Íslandi á síðustu árum. Fyrir 20 árum
datt fólki ekki í hug að þræta við lögreglumann. Núna misþyrma
menn lögreglumönnum.

Ég er þeirrar skoðunar, að margt stuðli að þessu, t.d.
fíkniefnamenningin, sem er heill heimur útaf fyrir sig, sem ýtt
er úr sjónmáli með þessu fáránlega lögbanni á fíkniefni.

Einnig tel ég að sá fjöldi af menningarsamfélögum sem myndast
hefur á landinu á síðustu árum eigi einhvern þátt í þessu -
mismunandi þjóðarbrot sem vilja ekki eða eiga ekki kost á því að
blandast við þjóðina sem fyrir er, og því verða árekstrar á milli
þeirra.
Ég vil ekki með þessu koma með neina rasistavitleysu, aðeins
benda á, að árekstrar koma því miður óhjákvæmilega upp ef
menningarsamfélög sem búa á sama stað einangra sig frá hvert öðru.

Þetta virðist því miður vera mjög algengt, bæði virðast
útlendingar einangra sig frá íslendingum, og íslendingar einangra
sig frá útlendingum. Lélegt.

En, að aðalpunktinum. Hvað þarf að gera til að laga þetta
ófremdarástand? Eigum við bara að sætta okkur við það, að við
getum ekki gengið um borgina okkar á kvöldin?

Ég held að flestir geti verið sammála um það, að í augnablikinu
er lögreglan ekki að standa sig í því að vernda þegnana. Langt
því frá.
Þetta stafar af því, að lögregluna skortir mannskap og útbúnað.
Ef lögreglan gæti teflt fram nógu mörgum, vel þjálfuðum mönnum
með alvöru útbúnað (hjálmar, táragas, skotvopn…) held ég að
vandamálið myndi minnka mikið.

Sem dæmi vil ég nefna að ég var að ganga heim úr vinnu um
hálffimm á laugardagsmorgni, var næstum hent í mig grjóti…þá
voru tveir drukknir ungir menn að deila…þetta var rétt hjá
aðalstöð lögreglunnar í Reykjavík. Er ekki lágmark að þeir haldi
reglu svona rétt í kringum sig?

Ég tel það mjög mikilvægt að lögreglan fari að geta teflt fram í
fyrsta lagi vel þjálfuðum mönnum (mjög stór prósenta
lögreglumanna á Íslandi má ekki einusinni bera kylfu, því að þeir
hafa ekki klárað lögregluskólann (sem einmitt er fáránleiki útaf
fyrir sig)), og svo skotvopnum.

Margir segja að ef lögreglumenn bæru skotvopn myndi það bara koma
slíkum vopnum inn í málið, og þá myndu glæpamenn einnig útbúast
slíkum vopnum. Ja, in case you haven't noticed, þá virðast
glæpamenn hafa alveg frjálsan aðgang að hvers kyns skotvopnum,
eins og sannaðist með skotárás í Breiðholtinu um daginn.

En…commenta, endilega…hvernig haldið þið að það sé best að
redda þessu? Er tímabært að vopna íslenska lögreglumenn?