Ertu með þessu að segja að ökutækjaeigendur ættu að borga 4 þúsund krónur fyrir hvern bíl sem þeir reka? Er það ekki skattur?
Nei þarna ertu að borga fyrir aðgang að kerfi. Það er ekki skattur. 4 þúsund krónur var bara meðaltal sem ég kom með.
Það eru til ýmsar aðferðir til þess að rukka fólk án þess að hafa vegatoll. Þeir sem reka vegakerfið geta komið með ýmis tilboð eftir notkun fólks.
Mismunandi gerðir af númeraplötum myndu sýna hvaða pakka viðkomandi bíll er með áskrift að og til hvaða tíma. Vegaeftirlit sem fylgist með að ökumenn fari eftir reglum veganna, myndi einnig sekta og tilkynna þegar fólk fer út fyrir sinn áskriftarpakka. Þegar bensín og bílakaup eru orðin næstum helmingi ódýrari, ætti fólk auðveldlega að geta haft svigrúm fyrir slíkar áskriftir.
Ættu þeir bara að vera öðrum háðir með afkomu?
Ég styð að fullu góðgerðarstarfsemi til að styrkja þau. En já ekkert réttlætir að tryggja þeim full laun með því að taka það af launum annarra. Góðgerðarsamtök og fjölskyldur þeirra ættu að sjá um þau. Ég efast um að það verði hent fólki út á göturnar til þess að deyja þó að ríkið hætti að leika Hróa Hattar leikinn.
Við gætum tekið upp gamla sveita-ómaga kerfið. Fólk flakkar bara á milli og fær að gista og borða hjá ókunnugum gegn því að það segi góðar sögur, brandara eða syngi svolítið.
Þú verður að athuga að á þessum tímum voru lífsgæði einmitt verri almennt og þjóðin var ekki eins rík og hún er í dag. Hvað ætli meðalmanneskjan sé að eyða miklum hluta launanna í ónauðsynlega hluti? 1/3?
Ég veit ekki um þig en ég myndi ekki horfa á fjölskyldumeðlim drepast á götunum af því að ríkið styrki hann ekki. Sérstaklega þegar maður býr við þessu góðu lífsgæði okkar.
Fólk mun hafa meira svigrúm til góðgerðastarfsemi og að hjálpa fjölskyldumeðlimum sem eiga erfitt eftir að það er fellt núverandi skattakefi. Meðalmanneskjan er að borga um 20 milljónir í skatt yfir ævina eingöngu af tekjuskatti, þá á eftir að bæta ofan á aðra skatta og gjöld (t.d. virðisaukaskatt og bensínskatt).
Það er hægt að hjálpa fólki með öðrum aðferðum en að láta ríkið sjá um það. Það er líka mikil sóun á peningum að láta ríkið sjá um svona marga hluti. Stór hluti peningana fer í það að halda utan um kerfið, eftirlit og ýmsir ónauðsynleg fyrirbæri sem ríkið kýs að hafa.