Það hefur án efa farið fram hjá þér að nýr flokkur var stofnaður hér á Íslandi fyrir nokkrum misserum, þessi flokkur aðhyllist framfarasinnaða afturhaldsstefnu. Í byrjun var gert stórt og mikið mál úr stofnun flokksins, stefnendurnir tveir fóru meðal annars í viðtal á bylgjuna og annar þeirra kom fram í silfri Egils á Skjá Einum. Einu meðlimir flokksins sem hafa komið fram opinberlega eru þessir tveir stofnendur hans og hafa verið vangaveltur á lofti um hvort flokkurinn sé skipaður fleiri meðlimum en þessum tveim kumpánum. Þeir hafa líka skrifað langa stefnuskrá og sett á heimasíðu flokksins ( <a href="http://www.framfarir.cjb.net“ target=”_blank“>www.framfarir.cjb.net</a> ), í þessari stefnuskrá koma fram háleitar hugmyndir um að bjóða upp á fría íþróttakennslu og að Íslendingar verði hreinir af hverskins erlendri menningu, einnig vilja þeir stytta vinnuvikuna..
Ég veit til þess að annar stofnandi flokksins stundar huga að einhverju leyti, nú langar mig að spyrja hann hvað hafi orðið af áformum þeirra um að stofna sterkt stjórnmálaafl til mótvægis við frjálslyndu stjórnmálaflokkana sem eru í tísku í dag. Hvað varð um þennan flokk?
Mér sýnist hann algerlega hafa horfið, heimasíðan sýnir jú gamalt efni sem annar stofnandinn skrifar hér á huga, en ekkert hefur heyrst frá ”flokknum" lengi, ekki síðan að þeir komust í fjölmiðlana. Er þetta dautt?
Króni Kapítalisti