Heil og sæl öll sömul,

Það er mikill munur á því að vera ánægður og stoltur af þjóð sinni annars vegar og vera haldinn þjóðarrembu og hroka í garð annarra þjóða hins vegar. Eftirfarandi tilvitnun er gott dæmi um þjóðarrembu og hroka í garð annarra þjóða:

“Our ancestors have walked the hills and valleys of Britain for at least ten thousand years, their blood, sweat and toil has transformed this island into our home! The sons and daughters of the British have sailed forth from these rocky shores and across the uncharted oceans of the world carrying the flame of freedom with them in their hands and hearts. Wherever the bow wave of British ships broke upon foreign shores, we brought hope to the people of those lands. The people of the world owe a great debt to the British people. Our innovations and ideas are the foundations upon which the modern world is built, without our immense contribution to world history the globe would still be in darkness.”

Þessi tilvitnun er tekin af heimasíðu The British National Party. Þarna segir m.a. að Bretar hafi siglt um ókunn höf og hvarvetna flutt með sér frelsi og von til þeirra sem byggðu fjarlægar strendur. Ennfremur segir þarna að íbúar heimsins skuldi Bretum mikið þar sem hugmyndir Breta séu grundvöllur heimsbyggðarinnar í dag og að án þeirra væri heimurinn enn hulinn myrkri.

Já, það er ekkert annað. Hvað ætli frumbyggjum Ástralíu finnist um þessar fullyrðingar? Eða þá indíánum Norður-Ameríku, þ.e.a.s. það sem er eftir af þeim? Í hverju fólst þessi von og frelsi? Þrælahaldi og arðráni í aldir? Það er aldeilis álitið sem menn hafa á sjálfum sér. Og að segja að án hlutdeildar Breta í heimssögunni væri heimurinn hulinn myrkri? Hvað með hlut t.a.m. Ítalíu og endurreisnartímans? Og hvað með hluti t.d. Þýskalands, Frakklands og Spánar svo ekki sé minnst á hlut Grikklands hins forna til heimsmenningarinnar og framþróunar mannkynsins? Vissulega hafa Bretar lagt mjög mikið á vogarskálarnar til þess heims sem við þekkjum í dag, en að fullyrða að án þeirra framlags væri heimurinn hulinn myrkri??

Eins og fyrr segir er það eitt að vera stoltur af jákvæðum áhrifum sem þjóð manns hefur staðið fyrir í gegn um tíðina en allt annað að ímynda sér að vegna þeirra, eða einhvers annars, eigi aðrar þjóðir að bugta fyrir þeim. Þetta á augljóslega ekkert skylt við heilbrigt stolt heldur er hér um hreinræktaðan hroka að ræða.

Kveðja,

Ritte
Með kveðju,