En nú hafa ákveðnir aðilar greinilega ákveðið að skora þessa þróun á hólm og í því skyni sett á laggirnar dagblað sem virðist eiga einungis að koma á framfæri ákveðnum sjónarmiðum og öðrum ekki. Hér er að sjálfsögðu átt við nýjasta útspilið í landslagi íslenskrar fjölmiðlunar, Fréttablaðið svonefnda. Í blaðinu kemur þó hvergi fram að það sé óháð né að það standa fyrir einar skoðanir umfram aðrar. Engu að síður er nokkuð ljóst að sjá má ákveðnar áherslur í flóru þess efnis sem birt er í blaðinu, þ.e.a.s. ef flóru skyldi kalla.
Þau sjónarmið sem best virðast fá notið sín í Fréttablaðinu, og oft á tíðum þau einu, eru sjónarmið nýfrjálshyggju, öfgafrjálslyndis, alþjóðahyggju og kratisma. Það er því ekki einkennilegt þó manni verði hugsað til aðila eins og Samfylkingarinnar og Heimdalls þegar maður gluggar í blaðið. Enda er það ekki skrítið þegar tekið er inn í myndina að einn af aðstandendum blaðsins er Ágúst Einarsson, kvótakóngur með meiru, og ritstjóri þess er Einar Karl Haraldsson, fyrrv. ritstjóri Þjóðviljans sáluga, sem núorðið er sennilega orðinn að einhvers konar miðjumanni. Auk þess mun einn af blaðamönnum blaðsins vera Björgvin Guðmundsson, formaður Heimdalls.
Óhjákvæmilega flýgur manni því í hug hvort Fréttablaðið sé e.t.v. einhvers konar óopinbert málgagn Samfylkingarinnar? A.m.k. er ljóst að litlar breytingar þyrftu verða á blaðinu til að fullkomna þá mynd. Einungis þyrfti að taka fram í haus blaðsins að um væri að ræða málgagn viðkomandi flokks. Hvað snýr að innihaldinu öllu er það fullkomlega í þeim anda
Kveðja,
Hjörtu
Með kveðju,