Á Íslandi eru tveir stjórnmálaflokkur við völd Sjálfstæðisflokkur(D) og Framsóknarflokkur(B) annars vegar. Þessir flokkar eru báðir frekar íhaldssamir og hægri sinnaðir. Þessir tveir mynda stjórn á Alþingi Íslendinga. Á Íslandi eru líka þrír aðrir flokkar það eru Samfylkingin(S), Vinstri Grænir(U) og Frjálslyndi flokkur(F). Þetta eru flokkar sem eru annaðhvort mið eða vinstri sinnaðir.
Munurinn á Hægri og Vinstri er ekki svo einfaldur en styðsta útgáfan er þannig:
Vinstri: Eru þeir sem vilja að allir hafi sömu réttindi. Ríkir gefi fátækum og fátækir gefa ríkum. Annaðhvort í peningum eða virðingu. Konur og karlar fá það sama og gefa það sama. Einnig vilja vinstri sinnaðir að ríkir gefi aðeins meira til þjóðfélagið heldur en fátækir ekki allir það sama.
Hægri: Hægrisinnað fólk er kannski ekki alveg þvert á móti en ólíkt er það. Hægrisinnaðir hugsa mjög mikið um að sá sem vinnur vel og mikið fær mikið og best borgað. En þeir vilja líka að ákveðnir aðilar taki við miklum völdum. Ég er ekki að segja að þeir séu ekki að gera uppá milli heldur finnst þeim minna til þess komið að allir fái eins eftir aðstæðum.

Sjálfstæðisflokkur hefur lengi á Íslandi verið sá stjórnmálaflokkur sem er stærstur og valdamestur. Þá spyr ég af hverju??
Íslendingar í eðli sínu eru vinstri sinnaðir þeir eru það bara, skoðanir og annað liggur frekar til vinstri heldur en hægri. Samt flykkist fólk að og kýs hægri flokka í kosningum.
Hægri flokkarnir á Íslandi áttu hugmyndina að Kárahnúkavirkjun og íslendingar urðu brjálaðir að fara að eyðileggja þessa náttúruperlu, einu ósnertu náttúruna í Evrópu.
En samt fólkið kaus flokkinn.
Síðan með jafnrétti. Konur fá enn minni laun en karlar bara að því þær eru konur. Vinstri flokkar hafa barist fyrir því að fullt jafnrétti muni vera á Íslandi.
En samt fólkið kaus hægri flokka.
Síðan með launamál kennara vinstri flokkar vilja að kennarar fái sín laun og góð réttindi á Íslandi en samt eru greyin ávallt í verkföllum og mótmæla og mótmæla.
En samt kaus fólkið hægri stjórn.

Ég er ekki að segja að hægri flokkar á Íslandi séu að standa sig illa. Þeir eru bara ekki að standa sig nógu vel. Svona mikið af mótmælum á Íslandi ættu ekki að lýðast!

En ég er ekki að fiska eftir leiðinlegum kommentum en segið endilega ykkar skoðanir.

kv.Gramann