Góðan daginn!
Ég var að lesa á mbl.is um fangana Guantanamo flóa á Kúbu. Fyrir utan hversu ömurlegar aðstæður eru þarna þá eru mennirnir þarna búnir að þurfa að vera þarna í þrjú ár án þess að það sé réttað yfir þeim og án þess að þessir stríðsglæpamenn í bna hafi gefið út hvenar á að gera það.
Hvaða rugl er þetta eigilega, eru hryðjuverkamenn einhverju verri heldur en þessi bandaríkjastjórn ?
Ég meina hver er munurinn, jú ég held að ég finni einn mun, en hann er sá að bandaríkjastjórn er skipuð mönnum sem eru lærðir af virtum háskólum, eiga peninga og hafa völd. Annars eru þetta mjög líkir flokkar, og nú ætla ég að reyna að færa rök fyrir máli mínu.
Hryðjuverkamennirnir: Tökum frægasta hryðjuverk sögunnar aðeins fyrir. Einhverjir snarklikkaðir gaurar frá afghanistan, öðru nafni Al-Qaida ræna þá flugvélum og fljúga henni á World Trade Center í Bna og jöfnuðu þá við jörðu, 2.749 manns létust en í heildina í árásunum 11.september létust 3,030 manns og er það auðvitað algjör hörmung. En hvað eru þessir menn annað en glæpamenn sem svífast einskins, annað en bush og co. sem eru lýðræðislega kosnir af almenningi í bna.
Bandaríkjastjórn: Úff, hvar ætti maður að byrja, iraq, palestínu eða afghanistan ?
Ég er að pæla í að byrja í Palestínu.
Eftir að helför gyðinga lauk undir lok seinni heimstyrjaldarinnar flyktust gyðingar allstaðar að úr heiminum á vesturbakkann og byrjuðu byggingu á Ísrael. En hvaða rétt eiga þeir á þessu landi? Jú, guð gaf þeim það, guð sem þeir trúa á en er samt engin sönnun að sé til í raun og veru. Þeir hafa brotið marga sáttmála sameinuðu þjóðanna og ganga nánast óáreittir inn í Palestínsk landsvæði, og svo eru þeir byrjaðir að byggja fleiri fleiri kílómetra múr inn í Palestínu, hrekja bændur og íbúa Palestínu í flóttamannabúðir og fólk kemst ekki til vinnu, þeir fá ekki ferskt drykkjarvatn og kosturinn á menntun er nánast engin.
Sumir hljóta að spyrja sig hvernig í ósköpunum það kemur Bandaríkjunum við, en spurjiði ykkur frekar hvaðan allt þetta fjármagn sem Ísrael hefur kemur, jú auðvitað Bandaríkjunum. Þeir styðja stíft við þennan ólýð og það þorir enginn að gera neitt í neinu vegna þess að Bandaríkjamenn eru sáttir.
Svo eru það auðvitað öll þessi saklausu börn og menn bara yfir höfuð sem þeir eru að drepa með þessum loftárásum á iraq og afghanistan, hvað ætli það séu margir óbreyttir borgarar að deyja vegna þess ?
Þetta er bara pæling hjá mér en hver er ykkur skoðun á þessu öllu
Takk fyrir mig.
Heimildir og mynd, www.mbl.is