Þótt ummæli Townend hafi e.t.v. þótt nokkuð hörð að mati margra þá mega menn ekki gleyma því að hér er um að ræða skoðanir hans. Ef skoðanir manna eins og Townends og Robertsons eru hins vegar svona rangar þá hlýtur rétta vopnið að vera að sýna fram á það með rökum og staðreyndum. Það er þó alls ekki gert heldur eru slíkar skoðanir einfaldlega ekki sagðar eiga rétt á sér og afgreiddar sem “vondar”, “hættulegar” o.s.frv. Þeir sem þessar skoðanir hafa eru síðan neyddir til að halda kjafti og lofa að segja aldrei þvílíkt aftur og jafnvel í ofan á bót hótað lögsóknum og fangelsisdómum.
Já, svona er víst komið fyrir skoðanafrelsinu í hinum miklu vestrænu lýðræðisríkjum. Manni verður hugsað til hins þekkta rits “Animal Farm” eftir Orwell þar sem allir voru jafnir en sumir bara jafnari en aðrir. Sama virðist eiga við í þessu tilfelli líka; allar skoðanir eiga rétt á sér en sumar eiga bara meiri rétt á sér en aðrar. Þannig er þessi þróun mála augljóslega mun hættulegri en ástandið í “Animal Farm” þar sem sömu meðöl eru notuð og menn á borð við Adolf Hitler nýttu sér til að hindra að þeir sem höfðu aðra sýn á hlutina en þeir gætu tjáð skoðanir sínar. Og allt er þetta síðan framkvæmt í nafni umburðarlyndis, lýðræðis og mannréttinda. Það er þó ljóst að það “umburðarlyndi”, “lýðræði” og “mannréttindi” eiga aðeins við um ákveðna hópa manna og aðra ekki.
Ritte
Með kveðju,