Góðan daginn (eins og ég vil oft byrja mínar greinar á)

Ég hef verið að sjá greinar þar sem fólk er að gagnrýna það af hverju t.d. vörubílamenn og fleiri stórir bílar geri ekkert í þessu með bensínhækkunina, (ég ætla ekki að nefna neitt enda fjallar greinin ekki um það)
Það sem ég ætla hins vegar að fjalla um er sinnuleysi Íslendinga vegna þessa.

Í fyrsta lagi, reyndu vörubílar og stórir dísel bílar að efna til mótmælingar vegna þessa. Þeir keyrðu á miklubraut hlið við hlið á 5 km. hraða og mynduðu mikið öngþveiti. Það eina sem gerðist var að þetta breyttist í eitthvað annað en þeir reiknuðu með. Hvað gerðist? Jú íslenskir ökumenn urðu arfavitlausir yfir þessu og fóru að flauta og öskra og ég veit ekki hvað og ekki hvað. Menn jafnt sem konur á leið úr vinnu, snérust gegn þeim í þessari aðgerð þeirra. Þessi aðgerð var gerð til að mótmæla hækkunum bensíns og olíu.

Í öðru lagi, hótuðu vörubílamenn og stórir bílar að leggja fyrir flesta bensíndælur í borginni EF (og ég meina aðeins EF) olíufélögin myndu hækka. Olíufélögin hækkuðu ekki. Ekki fyrr en 2-5 dögum seinna. Þarna hefði ég viljað sjá þá leggja á dælur hvort sem þeir hefðu hækkað eða ekki! Bensín og olíuverð er alltof hátt hérna á klakanum, og það fyrir þessa litlu þjóð.

En hvað gerist, menn hugsa um þetta í viku, og bölva þessu bak og fyrir og eru með kjaft vuð afgreiðslumenn sem afgreiða (ekki allir en sum dæmi má finna) fyrir þessar hækkanir, eins og það séu þeir sem ákveða einhver skapaðan hlut sem gerist innan fyrirtækissins.
Eftir viku þá er öll reiði runnin af Íslendingum (mörgum alla vega).

Olíufélögin þurfa ekki að hafa verðið svona hátt. Því jú þegar ríkið tók 70% af verðinu hér, þá kostaði líterinn 62 kr. t.d..
Hvernig er þetta nú, ríkið tekur 70 kr. af líternum og olíufélögin græða tæpar 40 kr. af hverjum keyptum bensínlítra.
Smá information (svo ég megi nú sletta smá), þá er t.d. nettóvelta einnar bensínstöðvar hjá Olís alltaf yfir 1.000.000 á dag!
Á DAG!
Og það er ekki allt bensín og olía. Það eru um það bil 10 olís stöðvar á stórhöfuðborgarsvæðinu og það gera 10.000.000 (já, tíu milljónir) á dag!!! Þetta gera hvað, 100.000.000 á 10 dögum og 300.000.000 á mánuði. En yfirleitt er veltan 1.200.000 á dag. Þetta gerði ég bara til að einfalda útrekning. Hugsið ykkur, 300.000.000 á mánuði. Eigum við að reikna út árið?
Jújú, bætið einu núlli við, hvað fáum við þá, 3.000.000.000 fyrir tíu mánuði. 3.300.000.000 á árið, í MINNSTA LAGI.
Og þeir leyfa sér með þessa veltu að segja að þeir geti ekki lækkað bensínið. Og þetta er bara Olís. Þeir verða náttúrulega að borga eitthvað yfir árið, og setjum okkar það að hreinn gróði sem ekki nema 1.000.000.000 á ári. Hvað gerir það? Slatta sem hægt væri að lækka bensín ekki satt?

Málið með sinnuleysi Íslendinga er að við gerum of lítið í þessu.
Þetta er náttúrulega kannski ekki eitthvað sem allir Íslendingar vita af, en hérna vita einhverjir fleiri af þessu nú (veltu félaganna) og má þess geta að Olís er með fæsta viðskiptavini af öllum félögunum.

Hvar er samstaðan hjá fólkinu?
Af hverju tókum við ekki frekar þátt í þessari aðgerð vörubílstjóra? Vegna þess að við vorum að flýta okkur heim, eða í partý? Eigum við frekar að hugsa um svona hluti sem taka enda á einu kvöldi, eða hugsa meira um framtíðina og gagnrýna þá. Segja þeim hvað okkur finnst?
Láta þá vita að okkur líst ekkert á blikuna.
Eða eigum við bara að leggja tærnar upp í loftið eins og tíðin hefur verið?

Hvað viljum við, unga fólkið t.d. sem á að heita framtíð þjóðarinnar, hvað viljum við gera?
Viljum við þetta?
Nei ég hélt ekki.

Það er allt að hækka og fara til fjandans, og hvað kalla þeir þetta, GÓÐÆRI. Bara til að koma einhverju góðu orði á þetta.
Ef þetta er góðæri, þá vil ég ekki vita hvað “SLÆM”ÆRI er!!!

Það vantar samstöðu. Ekki hanga í þessu sinnuleysi. Ekki láta þér detta það í hug að hanga bara heima á meðan það er fólk þarna úti (Og já þeir eru Íslendingar) að reyna að gera eitthvað, fyrir okkur. Fyrir þig! Ekki láta þetta koma í veg fyrir að gera eitthvað sem getur skipt sköpum. Að hanga yfir einhverri bíómynd í sjónvarpinu, lesa þessa grein og aðrar og hanga í tölvunni, hindra þig í að fara út í nokkur kvöld, og gera eitthvað í málunum.
Ekki skemmdarverk nei, heldur mótmæli lík þeim sem evrópubúar gera eins og Frakkarnir. Látið þetta ekki stoppa ykkur.
Þið megið kalla mig ruglaðan og þið megið kalla mig hálfvita og vitleysing, en það er heilmikið til í þessu!

ViceRoy