Það eru því miður alltof margar skoðanir og hugsjónir við lýði hjá svo fámennri þjóð sem við erum.
Hver er tilgangurinn með öllum þessum stjórnmálaflokkum, við erum bara rétt um 300 þúsund og ættu ef rétt væri haldið á málum hér að vera nóg að vera með einn flokk sem starfaði að jöfnuði og réttlæti á breiðum grundvelli.
Það getur ekki verið hollt fyrir hinn almenna þegn að hlusta á stjórnmálamenn sem greynilega hafa rangar skoðanir að tjá sig sem eingöngu leyðir til þess að rugla þegnana sem oft á tíðum eru ekki það vel að sér að átta sig á því að viðkomandi stjórnmálamaður er með rangar skoðanir.
Við getum horft til landbúnaðarins sem dæmi, hann á undir högg að sækja, lausnin er að ríkið komi að málum hjálpi bændum út úr þessu, leysi til sín jarðir og eigur þessa fólks og stofni stærri býli þar sem vegna stærðar myndu vegna betur undir traustri stjórn ríksvaldsins.
Við sóum hundruðum milljóna reglulega til að halda þing og bæjarstjórnakosninga, með einn flokk sem kláraði málin innan flokksins mætti spara þessar fjárhæðir og nota til að efla ríkið.
Með þessu væri tryggt að ef þú ynnir vel fyrir flokkinn, aðhylltist allar þær skoðanir sem flokkurinn væri með og gengir ekki um og skrifaðir og kæmir fram með rangar skoðanir þá væri framganga þín innan flokksins tryggð.
Flokks og skoðatryggð væru tryggð.
Er ekki ákveðin draumsýn í því að allir séu sammála um öll mál og þegnar landsins þufi ekki að hlusta á rangar skoðanir.
Hvernig er best hægt að tryggja þetta.
Jú ein útvarpsrás, rás 1, rás allra landsmanna þar sem ríkisflokkurinn gæti komið sínum málum á framfæri við þegna landsins.
Með þessu mætti tryggja að þingmenn eins og Kolbrún Halldórsdóttir þyrftu ekki endalaust að vera að berjast fyrir því inná þingi hvað hún telji að við þegnarnir mættum og mættum ekki gera, hvað væri rétt að leyfa og hvað ekki, hvað við mættum horfa á og hvað ekki. Hún myndi ákveða fyrir okkur þegnana hvað hún teldi að væri rétt og leyfilegt.